Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 81

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 81
einstakar greinar eða trjáhlutar að deyja og þá tréð allt. Lokaástand er þegar skógarnir gisna mjög, þá eiga þau tré sem eftir lifa erfitt upp- dráttar og stundum eyðast heilu breiðurnar. Til að halda útbreiðslu sjúkdóma og pesta í skefjum er leitast við að fjarlægja illa á sig komin og dauð tré. Þannig geta ókunnugir ferðast um og notið veikburða skóga án þess að gera sér nokkra grein fyrir ástandi þeirra. IÐNAÐARMENGUN í 100 ÁR - HVERS VEGNA KOM SKÓGAR- DAUÐINN EKKI FYRR? Iðnaðarmengun jókst jafnt og þétt fram að fyrra stríði, var síðan sveiflukennd en jókst í raun lítið fram yfir seinna stríð. Á þessu tímabili, þ.e. fram undir 1950, voru skorsteinar lágir og ryk- mengun mikil, en þetta leiddi til sjúkleika fólks á iðnaðarsvæðunum. Áhrif á umhverfið voru einnig staðbundin þar sem mengunin barst ekki langt auk þess sem iðnaðarryk virkar mjög á móti sýru- myndun í andrúmsloftinu. Upp úr 1950 var gert stórátak í að sía ryk úr útblæstri og hækka skorsteinana. Við þetta minnkaði mengun í nágrenni iðnaðarins og þar varð lífvænlegra að minnsta kosti í bili. En sýru- myndunum, brennisteins- og köfnunarefnissam- böndum, var enn hleypt út í loftið og jókst síðan stöðugt um 3% á ári fram yfir 1980 en heldur hægar síðan, þ.e. magn brennisteinssambanda minnkar en köfnunarefnissambanda eykst heldur enn sem komið er. Nú eru bæði brennisteinn og köfnunarefni nauðsynleg næringarefni og skógarnir, sem oft vaxa við knöpp skilyrði í lélegum jarðvegi, tóku heldur við sér og framleiðsla skóganna jókst fyrst í stað svipað og bent hefur verið á að framleiðsla í íslcnskum fallvötnum hafi aukist við smávægi- lega útskolun áburðarefna hér á landi. Þetta þótti mörgum skógræktarmanni ekki sem verst og fram undir 1980 var gert mikið til þess að þagga niður í þeim skógræktarmönnum, vistfræðingum o.fl., sem bentu á að mikið óefni væri í aðsigi, og að víða mætti sjá merki þess. Þannig fór því að það var fyrst upp úr 1980 að orsakasamhengi loft- mengunar og skógardauða varð almennt viður- kennt, að farið var að fylgjast með ástandi skóg- anna og hugsa um aðgerðir til að draga úr Ioft- menguninni. ÁSTANDSKÓGANNANÚ Ástand skóganna hefur lítið breyst undanfarin 2-3 ár samkvæmt úttekt sem gerð er árlega. Sam- kvæmt þessari úttekt eru um 50% skóganna skaddaðir, en skemmdir eru mjög mismunandi eftir trjátegundum. Pannigeru um70% allraeik- artrjáa sködduð og þetta í landi þar sem eikin er tákn stöðugleika, eikin sem verður mörg hundruð ára gömul. En einnig stendur beyki (um 60% skaddað) höllum fæti og þinurinn í Svarta- skógi berst um tilverurétt sinn þar. Það er líka mikill breytileiki milli landsvæða. í borgríkinu Vestur-Berlín er um 70% skóga skemmt, en einnig um 60% í skógarlandinu Baden-Wúrttemberg, og í Harz-fjöllunum er ástandið geigvænlegt. Par er varla til óskaddað tré yfir 60 ára gamalt. Ástæður fyrir því að ástand skóganna hefur ekki versnað á seinustu árum eru í fyrsta lagi að veðurfar hefur verið skógunum hagstætt, mikil úrkoma og engir langvarandi hitakaflar að sumr- inu. I öðru lagi eru verst á sig komnu trén fjar- lægð eins og áður getur, og þar með koma þau ekki fram í talningu aftur. ÚRBÆTUR Raunverulegra úrbóta er einungis að vænta með minnkun loftmengunar. Þessu hefur fólk gért sér grein fyrir og stjórnvöld reyna að stemma stigu við magni mengunar í útblæstri með lögum og reglugerðum. Þannig á smátt og smátt að koma síum fyrir á útblæstri kolaraforkuvera til að minnka magn brennisteinssambanda í útblæstri. Þetta er dýrt og gengur hægt fyrir sig, og meira að segja í nýju raforkuveri komu upp tækniörðug- leikar og þrælmengaður reykur fór út í loftið. Einnig er til löggjöf um útblástur bifreiða og stefna um að koma skuli fyrir hvata (katalysator) í útblástursrör bíla til að umbreyta köfnunarefn- issamböndum í hættulaus sambönd. Þetta hefur gengið hægar en ætlað var og á sama tíma hefur bílum og eknum kílómetrum fjölgað þannig að mengun frá bílum er enn að aukast. Á einstöku landsvæðum getur kölkun til að ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.