Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 85
ist sjálfur við að pæla upp melinn og koma
plöntunum niður. Við óttuðumst að vísu, að þær
kynnu að frjósa upp næsta veturinn. En svo varð
ckki. Plönturnar högguðust ekki og fóru svo brátt
að vaxa alveg eins eðlilega og hinar, sem stóðu í
birkiskógarjarðveginum rétt hjá. Þetta varð til
þess, að næsta ár, 1963, var lerki gróðursett í
dálítið svæði rétt hjá núverandi bensínstöð á
Hallormsstað, þar sem lengi hafði verið náma
fyrir steypusand. Sú gróðursetning tókst h'ka
ágætlega og lerkið dafnaði furðuvel á báðum
stöðunum. Petta fikt okkar varð til þess, að við
uppgötvuðum, að lerki gat verið ágætis land-
græðsluplanta, ef hægt væri að hindra, að það
frysti upp. Lerkið á melnum í Vörðuhrauninu
fékk aldrei neinn áburð, og jók það enn á gildi þess
sem landgræðsluplöntu.
Hér eru birtar tvær myndir af þessu lerki: Hina
fyrri tók ég 9. okt. 1969, þegar plönturnar höfðu
vaxið í 8 sumur og komnar á gott skrið, öllu betra
en hinar, sem sjást á bakvið í birkiskóginum.
Seinni myndina tók ég á nákvæmlega sama stað
18 árum seinna, eða 8. okt. 1987. Þótt fullorðnir
menn séu þar til viðmiðunar, en lítil telpa á hinni
fyrri, dylst ekki, að vöxtur lerkisins þarna á
melnum hefir verið furðugóður, mikiu betri en
okkur Jón Jósep gat dreymt um vorið 1962. Þrif
og vaxtarlag Sverdlovsk-kvæmisins hafa líka
verið miklu betri en mig óraði fyrir, því að satt að
segja bjóst ég við, að Sverdlovsk myndi reynast
slæmt kvæmi í öllu tilliti.
SITKAGRENI í „GULLHEKTÖRUM"
Vorið 1962 voru gróðursett í svonefndum Sel-
höfðum á Skriðufelli í Þjórsárdal 36 þús. sitka-
greni. Megnið var sett í kinnina, sem veit að
Sandá. Garðar Jónsson gaf þessu svæði snemma
nafnið „Gullhektarar“. Þarna var lágvaxið og
kræklótt birkikjarr. Höggnar voru rásir í kjarrið
fyrir gróðursetningunni. Rásirnar voru upp og
niður brekkuna og blöstu við vegfarendum, sem
fóru um Þjórsárdalsveginn hinum megin Sandár.
Fyrir þetta athæfi hlaut Skógrækt ríkisins miklar
skammir. Ég minnist þess, að einn málsmetandi
maður í þjóðfélaginu kallaði þetta villimennsku.
En þetta var nú einu sinni aðferð skógræktar-
manna, þar sem erlendar trjátegundir voru
gróðursettar í birkilendi: Að ryðja burt birkinu
fyrir skóg sem átti að verða stórvaxnari og kraft-
meiri en það. Og í birkiskóginum voru oftast
bestu jarðvegsskilyrðin fyrir flestar aðrar trjáteg-
undir, sem verið var að reyna hér, líka nokkurt
skjól fyrstu og viðkvæmustu ár smáplantnanna. I
lágvöxnu kjarri eins og í Selhöfðum var einfald-
asta grisjunaraðferðin að höggva í það rásir.
Ég birti hér tvær myndir, sem ég tók í Sel-
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
83