Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 102
fremst ætlað að framleiða fræ af stafafuru og sitka-
greni, en einnig fræ annarra tegunda, ef um er
samið.
Taraldseyja er eign Etnesveitar, sem með samn-
ingi frá 5. mars 1974, hefir leigt Norska skógrækt-
arfélaginu landið til 60 ára. Gefendurnir greiða
öll útgjöld varðandi frægarðinn, ásamt rekstrar-
kostnaði til ársins 1990, að undanskilinni söfnun
köngla, þreskingu og hreinsun fræs. Skógræktar-
félag íslands, annar félagsskapur eða stofnun á
Islandi tekur við rekstri garðsins frá 1. janúar árið
2000.
Eftir tegundum er frægarðinum skipt í þrennt.
Tveir stórir reitir eru á Taraldseyju, annar vaxinn
upp af stafafuru og hinn af sitkagreni. Sá þriðji er
fjallaþinsreitur, sem plantað var til á Gunnars-
hólma, sem er smáeyja í mynni Ölenfjarðar, suð-
vestan Taraldseyjar.
Hér verður ekki rakinn aðdragandi þessarar
mikilsverðu gjafar en tilgangur hennar var fyrst
og fremst að tryggja íslenskri skógrækt nægilegt
magn af hentugu fræi fyrrgreindra tegunda, sem
oft hefur reynst erfitt. Einkum hefur fjallaþinsfræ
frá Alaska reynst torfengið, bæði sakir þess að
Iangt er á milli góðra fræára og erfitt hefur verið
og kostnaðarsamt að fá fræ frá þeim stöðum, sem
fýsilegastir eru til fræöflunar. Eftir að samgöngur
innan Alaska hafa batnað hefir Skógrækt ríkisins
treyst sambönd sín við fræsafnara og kaupmenn
þar vestra. Engu að síður reynist öflun fræs frá
Alaska mjög svo ótrygg. Fræuppskeran hefur
ekki verið sem skyldi og aðrar þjóðir hafa bæst
við í samkeppnina um fræið. Af þessum sökum
og öðrum er ljóst að frægarðar geta verið mjög
svo þýðingarmiklir fyrir skógrækt hér á landi.
FRÆGARÐUR
Með frægarði er einfaldlega átt við trjáreit,
sem gróðursettur hefur verið í þeim tilgangi að
rækta fræ af þekktu erfðaupplagi og gæðum. Fræ-
garður hefur sömu merkingu og enska orðið
„seed orchard“ og skandinavíska orðið „fröplan-
tage“. I þessu felst að safnað er á einn stað trjám
af völdum einstaklingum sömu tegundar, sem
borin hafa verið saman innbyrðis með tilliti til
gæða, og sannað hafa kosti sína til ræktunar.
Eftir að móðurtrjám hefur verið plantað út í fræ-
garðinn fer aftur fram mat á þeim og þeir ein-
staklingar fjarlægðir úr garðinum, sem ekki
standast tilskildar kröfur. Fessar gæðakröfur geta
verið af ýmsum toga og móðurtré valin t.d. með
tilliti til vaxtarhraða, beinleika stofns, betra greina-
forms, mótstöðu gegn skordýrum eða sjúk-
dómum og þoli gegn frosti svo að það helsta sé
nefnt.
Sem oftast er innbyrðis frjóvgun milli einstakl-
inga í frægarðinum látin ráða, en tæknilega er
mögulegt að stýra henni. Slíkt er mjög kostnað-
arsamt og sennilega myndi sú gæðaaukning, sem
fengist ekki svara kostnaði. Stýrð frjóvgun er því
helst notuð í tilraunaskyni lil að fá svar við
ýmsum erfðafræðilegum spurningum.
I frægörðum er lögð rík áhersla á alla umhirðu,
s.s. áburðargjöf, illgresiseyðingu og varnir gegn
skordýrum og sjúkdómum til að tryggja ríkulega
og góða fræmyndun. Því eru frægarðar staðsettir
þar sem vaxtarskilyrði eru góð, en það eykur á
tíðni góðrar blómgunar og fræmyndunar. Við
staðsetningu frægarða er þess gætt að þeir séu
einangraðir frá skóglendum sömu tegunda. Þetta
er gert til að koma í veg fyrir erfðamengun af
óæskilegum uppruna.
Þar sem móðurtrén í frægörðum eru valin eftir
ytri einkennum og vitað er að hinir ýmsu um-
hverfisþættir geta haft mikil áhrif á vöxt og útlit
trjáa þá er ljóst að afkvæmaprófun er nauðsyn-
leg. Þetta er nauðsynlegt til að geta gengið úr
skugga um hvaða eiginleikar eru arfgengir og
hverjir mótast af umhverfinu.
Til eru margskonar frægarðar og í höfuðdrátt-
um má skipta þeim í tvo aðalflokka. í öðrum
flokknum eru móðurtré, sem fjölgað hefur verið
á kynlausan hátt - með ágræðslu eða græðling-
um. í slíkum görðum er fyrst og fremst verið að
afkvæmaprófa einstaklinga, sem safnað hefur
verið úr skóglendum, og er fyrsta stigið í kyn-
bótastarfsemi, að undanskildum kvæmarannsókn-
um. I hinum flokknum eru gróðursett móðurtré,
sem alin hafa verið upp af fræi úrvalstrjáa að
undangenginni afkvæmaprófun.
100
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989