Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 106
dal og voru þeir allir af Skagwaykvæmi frá
Alaska. Sá Guðmundur Örn um söfnun þeirra.
Söfnun fjallaþins. Af ástæðum sem ekki eru
kunnar var ráðist í að safna kvistum af fjallaþin.
f>ví mun væntanlega hafa ráðið, að til voru
plöntur til ágræðslu í gróðrarstöðinni á Etne.
Safnað var kvistum af 8 trjám: 2 í Múlakoti, 2 á
Stálpastöðum og 4 á Hallormsstað. Nákvæman
uppruna flestra þeirra vantar. Þó er vitað að trén
á Hallormsstað eru frá Klettafjöllum í Colorado,
og að trén í Múlakoti voru flutt inn frá Alstahaug
í Salten í Norður-Noregi. Stálpastaðatrén munu
vera ættuð frá Alexis Lake í British Columbia.
3. Skipuiag frægarðanna.
Eins og sjá má að framan eru fræekrurnar þrjár
að tölu, tvær á Taraldseyju og ein á Gunnars-
hólma. Aður hefur þess verið getið að gróður-
setning sitkagrenis hófst á Taraldseyju 1976. Þá
var plantað 603 ágræðsluplöntum með 6 x 6 m bili
milli plantna. Hver klónn er því endurtekinn 11
smnum innan reits, sem er rösklega 2,1 ha að
flatarmáli. Sama skipulagi var beitt við útplöntun
stafafurunnar: 670 plöntum af 60 klónum var
plantað í 2,4 ha. Sama aðferð við gróðursetningu
var viðhöfð við útplöntun fjallaþins á Gunnars-
hólma, en þar voru settar 106 plöntur af 8 mis-
munandi klónum, eða 12-13 endurtekningar.
ÁRANGUR STARFSINS
í upphafi var ekki ráð fyrir því gert, að
afrakstur þessa starfs skilaði sér fyrr en eftir 15-20
ár. Hinsvegar varð reyndin önnur, því bæði sitka-
grenið og stafafuran hafa náð skjótari þroska en
spáð var.
Fyrsta uppskera sitkagrenifræs fékkst þegar
haustið 1983, eða aðeins 7 árum eftir gróðursetn-
ingu. Á þessu ári var óvenju mikil blómgun og
fræ á flestum barrviðartegundum í Noregi. Jafn-
vel tegundir eins og Araucaria voru hlaðnar
könglum. Þá um vorið blómgaðist stafafuran
allvel, þannig að búast mátti við töiuverðu fræi
1984. Starfsmenn gróðrarstöðvarinnar í Etne, en
þeir hafa haft umsjón með fræekrunum, töldu þó
að karlblóm á furunni væru of fá til að gefa góða
frjóvgun. Af þessum sökum var engu fræi safnað
þá um haustið. Sumarið 1985 var þó nokkur
könglamyndun bæði á sitkagreni og stafafuru.
Safnað var um 0,5 kg af sitkafræi þá um haustið,
en fræi af stafafuru var ekki safnað fyrr en á
útmánuðum 1986. Þá var safnað um 200 kg af
könglum, bæði frá árunum 1984 og 1985. Þeir
sem söfnuðu könglunum höfðu gert sér vonir unr
að fræið héldist í könglunum bæði árin eins og
tíðkast við innsveitakvæmi í heimkynnum fur-
unnar. En hér var reynslan önnur því aðeins 0,7
kg fræs fékkst úr þessum 200 kg köngla og þá
næstum allt úr könglunum frá 1985.
Frá og með 1985 hafa sitkagrenið og stafafuran
borið fræ árlega og sýnir meðfylgjandi listi það
fræmagn af báðum tegundum, sem borist hefur
hingað frá 1983 til 1988. Að undanskildu 1983
hefur allt fræið verið þreskt, hreinsað og spírun-
arprófað hjá Statens Skogfröverk á Hamri í Noregi
og hafa frægæðin reynst nreð afbrigðum góð - spír-
un hefur oftast verið um og yfir 90%.
Flest virðist benda til þess að vænta megi góðs
afraksturs af fræi frá Taraldseyju á allra næstu
árum. Gæti hér verið um verulegt fræmagn að
ræða. Þó er erfitt að spá nokkru um hámarksupp-
skeru. Sé ráð fyrir því gert að fræþörf okkar hvað
varðar sitkagreni og stafafuru aukist ekki veru-
lega á næstu árum er nokkuð öruggt að frægarð-
urinn á Taraldseyju mun geta séð okkur fyrir
nægilegu fræi.
Enn sem komið er hefur ekki fengist neitt fræ
af fjallaþininum á Gunnarshólma. Við því mátti
búast, því fjallaþinurinn nær ekki eins skjótum
þroska og sitkagrenið og stafafuran. T.d. blómg-
aðist þinurinn á Hallormsstað ekki fýrr en eftir 40
ár frá gróðursetningu. Síðan hefur hann blómg-
ast nokkrum sinnum og borið fræ, en fræið hefur
oftast verið mjög illa þroskað eða ófrjótt. Þá má
gera því skóna að hið hafræna loftslag á Gunnars-
hólma eigi ekki við þininn, en hann er meginlands-
tegund, er vex hátt til fjalla, og því vanur allt öðru
veðurfari en því sem ríkir í strandhéruðum V.-
Noregs.
NIÐURSTÖÐUR - ÁLYKTANIR
Af framangreindu má ráða að á næstu árum
megi vænta verulegs fræmagns frá Taraldseyju.
Hinsvegar er eftir að fá reynslu af því fræi, sem
104
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989