Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 110
EGGERT KONRÁÐSSON
Birkisáðreitir í Vatnsdal
FORMÁLI
Vorið 1927 voru afgirtir reitir á þremur jörðum í
Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu og sáð í þá birkifræi.
Þessar jarðir eru Eyjólfsstaðir, Hof og Haukagil. Eg
sem þessar línur rita var ungur drengur að alast upp í
Hvammi, sem er næsti bær við Eyjólfsstaði, en stutt er á
milli bæjanna, svo ég hafði gott tækifæri til þess að fylgj-
ast með þessu.
Reynt var að verja þessa reiti vel fyrir ágangi búfjár
■og var það í fyrsta skipti sem ég sá járnstaura notaða í
girðingu. Skógræktarstjóri var þá Kofoed-Hansen, en
hann kom fyrst hingað til lands árið 1906. Hann var
fæddur 22. maí 1869, dáinn 7. júní 1957. Skógræktar-
stjóri varð hann 1. mars 1908 og gegndi því starfi til 1.
mars 1935.
Til gamans ætla ég að segja frá smáatviki, sem kom
fyrir í sambandi við þessa sáningu. Þannig var staðið að
þessu á Eyjólfsstöðum að plægðar voru rásir niður úr
grasrótinni (náttúrlega með hestaplógi) og í þessar rásir
var fræinu handsáð, dreift saman við moldina með
garðhrífu og síðan þjappað niður. Skógræktarstjóri
vann að þessu sjálfur. Eitt sinn tókst svo illa til að skaft
garðhrífunnar brotnaði í hendi hans og hlaust af nokk-
urt sár, sem blæddi úr. Viðstöddum fannst fyndið að
heyra hvernig hann blótaði á dönsku.
Ég undirritaður og Sigurður Blöndal, skógræktar-
stjóri, áttum tal saman um þessa reiti í Vatnsdalnum.
Sagði ég honum þá frá því að árið 1936 hefði komið
grein um þessa reiti í ritinu „Búfræðingurinn". Greinin
heitir „Birkisáðreitir í Vatnsdal" eftir Eggert Konráðs-
son, bónda og hreppstjóra á Haukagili.
Því einmitt á þessum árum gekk yfir hin margumtal-
aða heimskreppa og svo bættust við karakúlpestirnar.
Sennilega hefur hag bænda á þessari öld aldrei verið
jafnilla komið. Þrátt fyrir þetta þreyttist Guðmundur
Jónsson, kennari og síðar skólastjóri á Hvanneyri,
aldrei á að hvetja bændur til dáða og benda á ýmsar leið-
ir, sem gætu orðið til þess að fegra og bæta sveitirnar og
þá um leið gera lífið þar arðvænlegra og eftirsóknar-
verðara. Hann gleymdi heldur ekki skógræktinni, sem
sýnir sig í því að hann biður Eggert á Haukagili að skrifa
fyrir „Búfræðinginn" áður umtalaða grein um „Birki-
sáðreiti í Vatnsdal“.
Ég hef nú með góðfúslegu leyfi míns gamla kennara,
Guðmundar Jónssonar, tekið ljósrit af grein Eggerts og
kemur hún nú út í annað sinn eftir 53 ár og þá fyrir les-
endur Ársrits Skógræktarfélags Islands.
Hallgrímur Guðjónsson
frá Hvammi
í haust flutti skógræktarstjóri Hákon Á.
Bjarnason erindi í útvarpið um skóggræðsluna,
eins og henni er nú komið hér á landi. Þar gat
skógræktarstjóri um þá þrjá staði í Vatnsdal, þar
sem tilraun hefir verið gerð með sáningu á birki-
fræi. Það langt er síðan að þessi sáning var
framkvæmd, að telja má að fullséður sé árangur
af henni.
Vorið 1927 voru reitir þessir afgirtir og sáning
framkvæmd um mánaðamótin maí og júní. Þá-
verandi skógræktarstjóri K. Hansen og aðstoðar-
maður hans framkvæmdu sáningu, en heimilin
lögðu til vinnu eftir föngum. Undirbúningur til
sáningarinnar var sá, að stungið var eða skorið
niður úr grasrótinni hér og hvar og uppvarpinu
velt frá. Reynt var að hafa sem mest snið á
skurðinum. Á Eyjólfsstöðum var á nokkru af
landinu plægðar grunnar rásir, þar í sáð fræinu og
þjappað vel niður.
Landið er talsvert ólíkt á öllum þessum
108
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989