Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 53

Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 53
eða meiri, og varðar það fjörbaugsgarð. En efkúgildis skaði verðureða meiri, þá varðar skóggangur jpótt fiinn hafi eigi lýriti varið landið".}9: bis 297 Fjörbaugsgarður er þriggja ára útlegð en skóggangur er ævilöng útskúfun úr þjóðfélaginu. Magnús konungur lagabætir stóð fyrir því að Jónsbók var lögtekin á fslandi á 13. öld. f landsleigubálki Jónsbókar eru ákvæði sem eiga að stemma stigu við beit á landi annarra. Eru þau nokkuð samhljóða Grágás. í 16. kafla segirm.a.: „Hvergi á maðr at bæta fgrir hagabeit nema lögfest sé, nema hann láti reka at landi eða í land hins, svá at hann vildi at hagi hins beittist. Þá bæti fyrir skaða ... þeim er gras á, ok svá ef hann varðar minnr við, þar er lögfest er, en fyrr var skilt, ok svá ef hann fær eigi þann mann til hirðis at skynsömum mönnum virðist at vel megi gceta ef hann vill."52 Með öðrum orðum: Það á að þæta fyrir þeit á landi sem er lögfest eign annarra. Rétt er að taka fram að þessi ákvæði Jónsbókar eru enn í gildi, þótt víða vanti upp á að þeim sé framfylgt! Fram á nýliðna öld voru stundaðar fráfærur. Ærnar voru ýmist í heimahögum eða f svokölluðum seljum. f seljum var mjólkað og unnið úr mjólkinni.3 Að sjálfsögðu þurfti að sitja yfir fé á meðan ærnar voru mjólkaðar kvölds og morgna, hvort sem þær voru í seljum eða heimahögum. Því þurfti smali að fylgja öllum mylkám. Þá takmarkaðist lausa- gangan við það geldfé sem var að jafnaði rekið á fjall. Lengst af virðist engum manni hafa dottið í hug að beita á land annarra, enda bannað að beita á land nágranna sinna. Slfkir menn hafa verið kallaðir búskussar. Þegar setið var yfir fé, þá var því ekki beitt á land nágrannanna. Þess sjást merki enn í dag. Nú má oft sjá hvar landamerkin hafa verið með því að bera saman gróður beggja vegna vatnsfalla. Stundum er allur skógur horfinn en landið misvel gróið vegna ofbeitarinnar, þótt áratugir séu síðan að beitinni var jafnað á svæðinu. Eftir að fé fór að fjölga um miðja 19. öld var í auknum mæli farið að hafa fé í heimahögum. Menn virðast þá hafa gleymt hinum fornu lagaákvæðum. Sumir halda því reyndar fram að þegar fé var á nánast öllum bæjum, þá hafi fé ekki blandast mikið saman. Féð á næstu bæjum hafi myndað einskonar vegg. Það hafi því í raun verið á sinni heimajörð, hvort sem því fylgdi smali eður ei.30 Misjafnt er hvenær fráfærur lögðust af á íslandi og stjórnlaus lausaganga hófst. Fer það eftir landshlutum, sveitum og einstökum bæjum. Almennt má segja að í kringum fyrra strfð hafi menn hætt að mjólka ær í kvíum, en sumstaðar ekki fyrr en eftir seinna strfð. Kristján Bersi Ólafsson,30 sem seinna varð skólameistari Flensborgarskóla í Hafnarfirði, var síðasti smalinn á íslandi og sat yfir fé á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði allt til ársins 1951. Það má þvf ljóst vera að stjórnlaus lausaganga á láglendi eins og nú tfðkast er tiltölulega nýtt fyrirbæri f íslenskri beitarsögu. Veðurfar og náttúruhamfarir Nú er það svo að við búum í harðbýlu landi. Þeir hafa verið til sem halda þvf fram að núverandi ástand þess sé bæði eðlilegt og náttúrulegt. Þeir telja að rofið stafi fyrst og fremst af eldgosum og vondum veðrum. Þvf sé ómaklega að blessaðri sauð- kindinni vegið þegar hún er á einhvern hátt bendluð við ástand landsins (sjá myndir). Sumir telja sauðfjárbúskap svo þjóðlega iðju að í engu megi skerða rétt Mynd 5: Klónar af birki. Þessi birkitré virðast hafa endurnýjað sig með rótarskotum. Nú má sjá þarna nokkra klóna af birki, með mismunandi stofna, laufgunartíma, haustliti og hæð. Til vinstri má sjá einn eða tvo klóna af lágvöxnu birki sem enn er ekki komið í haustliti, í miðið er klónn af birki með rauða haustliti en til hægri má sjá hávaxnari klón með gula haustliti. Upphaflegu stofnarnir eru sjálfsagt löngu horfnir en of mikil sauðfjárbeit hefði komið í veg fyrir þessa endurnýjun. Mynd: Sig.A. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.