Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 75

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 75
Glókollar hafa fundist í greni- skógum og skógarreitum víða um land. Á Austurlandi í Hallorms- staðaskógi og ef til vill víðar á Héraði. Á Suðausturiandi hafa þeir fundist á Reynivöllum í Suð- ursveit. Á Suðurlandi er þá að finna á skógræktarsvæðum á Tumastöðum, í Þjórsárdal og Haukadal en í minna mæli í Þrastaskógi og á Snæfoksstöð- um, Hveragerði og við Hrafnagjá á Þingvöllum. Þeir hafa ekki fundist á Kirkjubæjarklaustri né Skógum undir Eyjafjöllum eða í Slyppugili í Þórsmörk, en á þess- um stöðum, sem gætu talist lík- legir varpstaðir, hefur þó lítið verið leitað að glókollum. Á Inn- nesjum eru þeir allvíða, t.d. í skógræktarsvæðum Hafnfirðinga og í Heiðmörk, Elliðaárdal, Foss- vogskirkjugarði, Öskjuhlíð og sjálfsagt víðar. Glókollar eru víða á Vesturlandi. í Hvalfirði hafa þeir fundist á Kiðafelli, við Fossá, f Botnsdal og við Dragháls. Mik- ið er um glókolla í Skorradal, en þeir hafa einnig sést í Reykholts- dal, Flókadal, Þverárhlíð og við Hreðavatn. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi hafa þeirekki fund- ist, en höfundum er ekki kunnugt um að þeirra hafi verið leitað á líklegustu stöðunum, t.d. í Vaðlareitnum, Kjarnaskógi, Fnjóskadal og Fellskógi í Aðaldal. En við leit íVarmahlíð, á Laugum í Reykjadal og í Höfða við Mývatn hafa þeir ekki fundist (upplýsing- arfrá Hrafni Óskarssyni, Erni Óskarssyni, Kjartani G. Magnús- syni, Yann Kolbeinssyni, Birni Hjaltasyni, Ólafi Karli Nielsen, Einari Sveinbjörnssyni, Skarp- héðni G. Þórissyni, Gauki Hjartar- syni, Ólafi Einarssyni, Birni G. Arnarsyni og fleirum). Söngvararnir hettusöngvari, garðsöngvari, gransöngvari og laufsöngvari hafa allir sést hér syngjandi að vorlagi. Varp þeirra hefur ekki verið staðfest, þó sterkar lfkur séu á því, að laufsöngvari hafi orpið. Lítið berst af þeim á vorin og þeir eiga erfitt með að lifa af veturinn, þó þess séu dæmi að söngvarar lifi af veturinn. Svartþröstur er algengur varp- fugl um alla Evrópu. Hann er skógarfugl sem er hrifnastur af laufskógi og blönduðum skógi. Svartþrösturinn er algengastur í skógarjaðrinum. Hann er einn af einkennisfuglunum í trjágörðum og úthverfum evrópskra borga. Lfkt og skógarþrösturinn aflar hann mikils hluta fæðu sinnar á jörðinni. Þar rótar hann í laufi og tekur bæði snigla og ánamaðka, ásamt ýmsum skordýrum. Á varp- tímanum éta þeir töluvert af fiðr- ildalirfum. Á haustin og veturna eru alls kyns ber ofarlega á mat- seðli hans. Svartþrestir sækja mikið í fóðurgjafir á veturna, en þá taka þeir flestallt sem að þeim er rétt, en rúsfnur, epli og brauð- molar eru vinsælasta fæðan. Korn taka þeir ekki. Svartþrestir hafa orpið í Reykja- vík frá 1985 og mun stofninn nú telja nokkra tugi para og vera heldur á uppleið. Þeir eru hér staðfuglar og halda sig mest í stórum trjágörðum og almenn- ingsgörðum. Svartþrestir flækjast hingað árlega á haustin, en flestir flækingsfuglanna halda svo burt á vorin og leita upphaflegra heim- kynna sinna. Svo bar við vorið 2000, nánartiltekið um mánaða- mótin mars/apríl, að mikið barst af svartþröstum til landsins, svo skipti hundruðum. Flestirhéldu aftur á sínar heimaslóðir, en þessi ganga var þó vítamínsprauta fyrir íslenska stofninn og aldrei hafa borist upplýsingar um jafnmörg svartþrastavörp og þetta vor. Gráþröstur er algengur haust- og vetrargestur. Gráþrestir hafa orpið óreglulega hérlendis frá þvf um miðja síðustu öld (1950) og gera enn. Þeir hafa ekki sýnt neina tilburði til að setjast að fyr- ir fullt og fast, en fuglar sem dvelja hér vetrarlangt, hverfa flestir á braut í mars-apríl. Bókfinka er allalgengur haust- og vetrargestur, sem hefur orpið hér af og til frá árinu 1986 á sunnan og austanverðu landinu. Bókfinkan ervæntanlega farfugl og á því erfitt með að ná fótfestu hér, samanber kenninguna sem sett er fram í lok greinarinnar, þó Svartþrastarkarl. Svartþrestir eru góðir söngfuglar sem verpa í trjágörðum og skóg- um. Ljósm. jÓH 2000. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 73

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.