Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 75

Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 75
Glókollar hafa fundist í greni- skógum og skógarreitum víða um land. Á Austurlandi í Hallorms- staðaskógi og ef til vill víðar á Héraði. Á Suðausturiandi hafa þeir fundist á Reynivöllum í Suð- ursveit. Á Suðurlandi er þá að finna á skógræktarsvæðum á Tumastöðum, í Þjórsárdal og Haukadal en í minna mæli í Þrastaskógi og á Snæfoksstöð- um, Hveragerði og við Hrafnagjá á Þingvöllum. Þeir hafa ekki fundist á Kirkjubæjarklaustri né Skógum undir Eyjafjöllum eða í Slyppugili í Þórsmörk, en á þess- um stöðum, sem gætu talist lík- legir varpstaðir, hefur þó lítið verið leitað að glókollum. Á Inn- nesjum eru þeir allvíða, t.d. í skógræktarsvæðum Hafnfirðinga og í Heiðmörk, Elliðaárdal, Foss- vogskirkjugarði, Öskjuhlíð og sjálfsagt víðar. Glókollar eru víða á Vesturlandi. í Hvalfirði hafa þeir fundist á Kiðafelli, við Fossá, f Botnsdal og við Dragháls. Mik- ið er um glókolla í Skorradal, en þeir hafa einnig sést í Reykholts- dal, Flókadal, Þverárhlíð og við Hreðavatn. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi hafa þeirekki fund- ist, en höfundum er ekki kunnugt um að þeirra hafi verið leitað á líklegustu stöðunum, t.d. í Vaðlareitnum, Kjarnaskógi, Fnjóskadal og Fellskógi í Aðaldal. En við leit íVarmahlíð, á Laugum í Reykjadal og í Höfða við Mývatn hafa þeir ekki fundist (upplýsing- arfrá Hrafni Óskarssyni, Erni Óskarssyni, Kjartani G. Magnús- syni, Yann Kolbeinssyni, Birni Hjaltasyni, Ólafi Karli Nielsen, Einari Sveinbjörnssyni, Skarp- héðni G. Þórissyni, Gauki Hjartar- syni, Ólafi Einarssyni, Birni G. Arnarsyni og fleirum). Söngvararnir hettusöngvari, garðsöngvari, gransöngvari og laufsöngvari hafa allir sést hér syngjandi að vorlagi. Varp þeirra hefur ekki verið staðfest, þó sterkar lfkur séu á því, að laufsöngvari hafi orpið. Lítið berst af þeim á vorin og þeir eiga erfitt með að lifa af veturinn, þó þess séu dæmi að söngvarar lifi af veturinn. Svartþröstur er algengur varp- fugl um alla Evrópu. Hann er skógarfugl sem er hrifnastur af laufskógi og blönduðum skógi. Svartþrösturinn er algengastur í skógarjaðrinum. Hann er einn af einkennisfuglunum í trjágörðum og úthverfum evrópskra borga. Lfkt og skógarþrösturinn aflar hann mikils hluta fæðu sinnar á jörðinni. Þar rótar hann í laufi og tekur bæði snigla og ánamaðka, ásamt ýmsum skordýrum. Á varp- tímanum éta þeir töluvert af fiðr- ildalirfum. Á haustin og veturna eru alls kyns ber ofarlega á mat- seðli hans. Svartþrestir sækja mikið í fóðurgjafir á veturna, en þá taka þeir flestallt sem að þeim er rétt, en rúsfnur, epli og brauð- molar eru vinsælasta fæðan. Korn taka þeir ekki. Svartþrestir hafa orpið í Reykja- vík frá 1985 og mun stofninn nú telja nokkra tugi para og vera heldur á uppleið. Þeir eru hér staðfuglar og halda sig mest í stórum trjágörðum og almenn- ingsgörðum. Svartþrestir flækjast hingað árlega á haustin, en flestir flækingsfuglanna halda svo burt á vorin og leita upphaflegra heim- kynna sinna. Svo bar við vorið 2000, nánartiltekið um mánaða- mótin mars/apríl, að mikið barst af svartþröstum til landsins, svo skipti hundruðum. Flestirhéldu aftur á sínar heimaslóðir, en þessi ganga var þó vítamínsprauta fyrir íslenska stofninn og aldrei hafa borist upplýsingar um jafnmörg svartþrastavörp og þetta vor. Gráþröstur er algengur haust- og vetrargestur. Gráþrestir hafa orpið óreglulega hérlendis frá þvf um miðja síðustu öld (1950) og gera enn. Þeir hafa ekki sýnt neina tilburði til að setjast að fyr- ir fullt og fast, en fuglar sem dvelja hér vetrarlangt, hverfa flestir á braut í mars-apríl. Bókfinka er allalgengur haust- og vetrargestur, sem hefur orpið hér af og til frá árinu 1986 á sunnan og austanverðu landinu. Bókfinkan ervæntanlega farfugl og á því erfitt með að ná fótfestu hér, samanber kenninguna sem sett er fram í lok greinarinnar, þó Svartþrastarkarl. Svartþrestir eru góðir söngfuglar sem verpa í trjágörðum og skóg- um. Ljósm. jÓH 2000. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.