Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 5
lýsa etv. best virðingu hennar fyrir öllu
lífi: „Verndaðu lífið, hvar sem þú kannt
að mæta því“. Hjúkrunarfræðingar hafa
endurvakið hugmyndir um samhengi
mannlegs lífs við líf í alheimi með auk-
inni þekkingu á raunvísindum. í hjúkrun-
arritum er nú rætt meira um andlega um-
önnun en fyrir nokkrum árum síðan.
Bandaríski hjúkrunarfræðingurinn
Martha Rogers hvatti til þessarar um-
ræðu með flóknu líkani af hjúkrun, sem
á að skýra flutning orku og efna í manni
og á milli manna annars vegar og á millj
manna, lífvera og geimsins hins vegar.
Hjúkrunarfræðingar gera gjarnan að
gamni sínu, þegar þeir lýsa hugmyndum
M. Rogers sem „geimhjúkrun". Þó er
athyglisvert við líkan hennar að maður-
inn sé í senn háður náttúrunni og andan-
um og að margt sé skynfærum okkar
hulið, sem er þrátt fyrir allt raunverulegt
og áhrifamikið í daglegu lífi. Hjúkrunar-
fræðingar hafa stuðst við líkan M. Rogers
til að rannsókna á áhrifum birtu og
hljóðs á sjúklinga. Að öðru leyti þykir
kenningin of sértæk til að byggja á henni
rannsóknir (Williams M.A, 1988).
Rannsóknir á áhrifum
umhverfisþátta á sjúklinga
Á síðustu áratugum hafa hjúkrunar-
fræðingar í auknum mæli rannsakað um-
hverfisáhrif á öldrunar-, gjörgæslu- og
vökudeildum. Doren Norton, lærður
verk- og hjúkrunarfræðingur í Bretlandi,
skrifaði tímamótaverk um hjúkrun og
umhverfi aldraðra á sjúkrastofnunum:
„By Accident Or By Design“ (1970) og
,,An Investigation Of Geriatric Nursing
Problems In Hospitals“ (1975). í báðum
ritunum fjallar hún um fatnað, húsgögn,
hjúkrunargögn, hjálpartæki og skipulagn-
ingu deilda með tilliti til sjálfsbjargar-
getu aldraðra. Margt hefur verið fært til
betri vegar, sem var ábótavant við aðbún-
að aldraðra, síðan rannsóknir hennar
birtust. Samt sem áður eru niðurstöður
og ábendingar hennar enn víða í fullu
gildi. Hún komst t.d. að því að hjálpar-
tæki og hjúkrunarvörur eru lagðar til
hliðar eítir stuttan reynslutíma án þess að
framleiðendur fái ábendingar og svör um
notagildi nýjunga og annmarka þeirra.
Sálfræðingar hafa rannsakað hvemig
öldrunardeildir hafa áhrif á heilaskadd-
aða sjúklinga, sem em ekki áttaðir á tíma
og stað. Niðurstöður þeirra benda til
þess að margt megi bæta í umhverfi til að
auka áttun þessara sjúklinga (Taulbee
L.R,1976). Bandaríski sálfræðingurinn
Skinner telur að aldraðir eigi auðveldara
með að lifa við skert minni, ef umhverfið
veiti þeim áreiti, sem minna á hluti og at-
burði tengda venjum daglegs lífs.
Rannsóknir á þörfum fólks fyrir ákveð-
in rými og yfirráðasvæði hafa reynst
gagnlegar til að skilja þarfir sjúklinga á
langlegudeildum. Tilfinning fyrir yfir-
ráðasvæði getur birst í því að sjúklingar
haldi sig helst á ákveðnum stað, sitji á
ákveðnum stól, gangi oft sömu leiðina
o.s.frv. Tilhneiging manna til að skapa
sér yfirráðasvæði tengist öryggisþörfum
svo og þörfum fyrir að ráða einhverju
sjálfir (Newcomer R.J, Caggiano M.A.).
Umhverfi gjörgæslu- og annarra
sjúkradeilda hefur verið rannsakað með
tilliti til skynfæðar og oförvunar. Þessi
þekking hefur leitt til þess að hjúkmnar-
fræðingar áttuðu sig betur á þörfum sjúk-
linga fyrir misjafnt magn og tegund skyn-
áreita. Sjúklingar geta annaðhvort haft
þörf fyrir aukna eða fjölbreyttari skynjun,
eða þeir þurfa að losna við óþægilegt
áreiti, eins og hávaða og stöðugt sterkt
ljós (Roberts S, 1978). I þessu sambandi
er vert að minnast á hávaðamælingu,
sem hjúkmnarfræðinemar gerðu árið
1989 á gjörgæsludeild Landspítalans.
Hún leiddi í ljós að starfsfólk veldur
meiri hávaða en tæki eða aðrir umhverf-
isþættir (Aldís Jónsdóttir o.fl.,1989).
Skynfæð og oförvun geta leitt til ofskynj-
unar og streitusjúkdóma, sérstaklega þó
hjá þeim, sem em viðkvæmir fyrir. Hjá
ungbömum hefur oförvun í umhverfi
þeirra nýlega verið greind, sem einn af
fleiri þáttum, er geta valdið óværð
(McKenzie, 1989).
Umhverfi barna á nýbura- og vöku-
deildum hefur verið kannað með tilliti til
skynáreita tengdum þroska bama. Ná-
lægð foreldra og örvun með snertingu,
rödd og augnaráði hefur greinst sem mik-
ilvægasti þáttur fyrir þroska og tengsla-
myndun nýbura (Kenell J, Marshall K,
1982).
Umönnun á barnadeildum hefur víða
breyst mikið síðan rannsóknir greindu
frá því að börnum liði best þegar for-
eldra gátu verið sem mest nálægt þeim.
Það var ekki óalgengt að börn hlutu
skamm- og langtíma sálrænan skaða af
sjúkrahúsvist þegar þörfum þeirra fyrir
trúnaðarpersónu og leiki var ekki full-
nægt, (Thompson R.H, 1985).
Framtíðarverkefni í
heilsuvernd tengd umhverfi
Ekki er hægt að ljúka svo hugleiðing-
um um umhverfi sjúkra án þess að minn-
ast á heilsuvemd og umhverfi yfirleitt.
Islenskir hjúkmnarfræðingar hafa á síð-
ustu tveimur áratugum sinnt heilsuvemd
í auknum mæli. Heilbrigðisstefna Al-
þjóðaheilbriðisstofhunarinnar hvetur
hjúkmnarfræðinga í Evrópu til aukinnar
þátttöku á þessum vettvangi. Þar sem af
miklu efni er að taka fylgja hér aðeins
nokkrar uppástungur um framtíðarverk-
efni, sem væm þess virði að hjúkmnar-
fræðingar ræddu þau sín á milli. Sumir
hafa þegar hafist handa við að vinna að
þeim málum eða við rannsókn þeirra.
Þau em:
Umhverfi barna og fyrirbygging
slysa.
Umhverfi ungbarna með tilliti til
fyrirbyggingar ungbarnaofnæmissjúk-
dóma.
Umhverfi, lífsstíll og sjúkdóms-
mynstur Islendinga og nýjar leiðir í
heilbrigðisfræðslu.
Starfsumhverfi; áhrif þess á heilsufar
manna og þáttur hjúkmnarfræðinga í
atvinnuheilsuvernd.
Lokaorð
Hjúkmnarfræðingar hafa lengi velt
áhrifum umhverfis á heilsu og líðan
manna fyrir sér. Fyrirrennarar í hjúkmn
gáfu gott fordæmi við að stuðla að heilsu-
samlegu umhverfi sjúklinga. Rannsóknir
benda til þess að umhverfi, sem er skipu-
lagt með þarfir sjúklinga í huga, getur
aukið sjálfsbjargargetu, bætt líðan og
dregið úr slysum og kvillum. Það er
nauðsynlegt að hjúkmnarfræðingar líti
einnig framvegis á umhverfi sjúkra og
heilbrigðra, sem hlekk í heilbrigði
manna.
Heimildir
Aldís Jónsdóttir, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Katrín
Sigurðardóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Sigrún
Gerður Finnbogadóttir (1989). Hávaðamæling á
Gjörgæsludeild Landspítalans. Háskóli íslands,
Námsbraut í hjúkrunarfræði, lokaverkefni.
Fox, M. (1985). Illuminations of Hildegard of Bing-
en. Bear & Co., Santa Fe, New Mexiko.
Hertzka, G., Strehlow, W. (1986). Die Edelsteinmed-
izin der heiligen Hildegard. Bauer, Freiburg im
Breisgau.
ICN International Nurses Day 1990: Nurses and the en-
vironment, ICN/89/208.
Kenell, J., Marshall, K. (1982). Parent-Infant bond-
ing. Mosby, St. Louis, USA.
McKenzie, S. (1989). Troublesome crying in infants.
The effect of advice to reduce overstimulation.
Symposium: Feeding, sleeping and crying pro-
blems. 8th Annual Conference, The society for
reproductive and infant psychology, care for in-
fants and their families in the 1990 s, St. Peter s
College, Oxford, 13.—15. 9. 1989.
Nightingale, F. (1859) Notes on nursing. London,
Harrison & Sons.
Nightingale, F. (1859) Notes on hospitals. London,
Longmans, Grenn & Co.
Newcomer, R.I., Caggiano, M.A. (1976). Environ-
ment and the aged person, In Mortenson Bumside
I. Nursing and the aged. McGraw Hill Book Co.,
USA.
Framhald á bls. 21.
3
7. árg. 1. tbl. 1990