Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 8
hafa verið frá sjónarhorni kvenna eða
byggðar á reynsluheimi þeirra. Hér á eft-
ir mun ég greina frá þeim straumum í
kvennafræðum sem ég tel að geti nýst
við þróun rannsókna í hjúkrun.
Endurskoðun á
hefðbundnum rannsóknum
Á undanfömum árum, eða jafnvel ára-
tugum, hefúr vísindaleg þekking um kon-
ur verið tekin til gagngerrar endurskoð-
unar. Því hefur verið haldið fram að þessi
þekking sé í mörgum tilvikum hlutdræg
og til þess fallin að ýta undir hefðbundn-
ar hugmyndir um konur sem hið veikara
kyn, sem sé vanhæft til rökhugsunar en
þess betur fallið til fjölgunar mannkyns.
Þessum fullyrðingum til stuðnings má
benda á hugmyndir sem fræðimenn á síð-
ari hluta nítjándu og fram á tuttugustu
öld höfðu um konur. Þeir héldu því m.a.
fram að ef konur stunduðu of mikla
vitræna vinnu kæmi það niður á hæftleik-
um þeirra til barneigna, eggjastokkar
þeirra þornuðu upp og þær yrðu ófrjóar.
Meðgangan og fæðingin voru sjúkleg fyr-
irbæri sem útheimtu langvinna hvíld og
rúmlegu (Ehrengeich og English, 1978).
Beinagrindin af konum þess tíma var
teiknuð þannig að höfuð og brjóstkassi
voru lítil en mjaðmagrindin feiknastór.
Eftir að hormónamir vora uppgötvaðir
varð það viðurkennd þekking að vegna
hormónastarfsemi væru konur ófærar
um að gegna ábyrgðarstöðum, a.m.k. á
meðan tíðir stæðu yfir.
Það kann að vera að við hlæjum að
þessu í dag þar sem við vitum betur. Þó
eru margir fræðimenn í kvennafræðum
enn á varðbergi og benda á hvemig hug-
myndir af þessum toga skjóta hvarvetna
upp kollinum. í bók sinni Vísindi og Kyn
getur Ruth Bleier (1984), mikils metinn
fræðimaður innan líf-og læknisfræði, um
Qölda dæma úr samtíðinni þar sem fram
koma mjög vafasamar fullyrðingar um
eðli kvenna og kynjamismun. Sérstak-
lega á það við um rannsóknir sem miða
að því að finna líffræðilegar orsakir
kynjamismunar hvað snertir hugsun og
persónuleika í genum, hormónum og
byggingu heilans. Dæmi um slíkt eru
rannsóknir á áhrifum mismunandi hor-
mónastarfsemi kvenna og karla á gáfna-
far, hegðun, lundarfar og árangur. Ná-
kvæm athugun Bleier á gæðum þessara
rannsókna sýnir fram á ótvíræða galla
þeirra hvað snertir úrtak, aðferðir við
mælingar, en þó fyrst og fremst túlkun á
niðurstöðum.
Það hefur borið nokkuð á umræðu af
þessu tagi í íslenskum fjölmiðlum á und-
anförnum árum og hafa þá komið fram
6
hinar ótrúlegustu fullyrðingar sem ber að
taka með miklum fýrirvara. Eitt slíkt
dæmi er úr tímaritinu Geðhjálp frá árinu
1989. Þar er því haldið fram að 25%
kvenna séu svo illa haldnar vikuna fyrir
tíðir að það skerði líðan þeirra og tengsl
við umhverfið. Þessu ástandi er lýst
þannig:
Eins og að ofan getur eru það ekki
neinar smátruflanir í daglegu lífi sem
fyrirtíðaspenna getur valdið. Einkenn-
in byrja mjög mismunandi. Stundum
stigvaxandi. Stundum skyndilega.
Kona sem að öllu leyti virðist eðlileg
í eðlilegu umhverfi, umturnast allt í
einu og hefur allt á hornum sér.
Skammar mann sinn og börn af
minnsta tilefni, skellir hurðum og
hleypur jafnvel að heiman og á öld-
urshús. Verður óörugg í vinnu, þorir
ekki, man ekki. Áræðir ekki út, lokar
sig inni, grætur. Situr inni í stofu um
nætur, með dregið fyrir gluggann og
forðast gesti. Skrökvar því að hún sé
veik, til þess að þurfa ekki að hitta
fólk. Situr við sjónvarpið og hámar í
sig sælgæti og hirðir hvorki um sig
né heimilið. Síðan við tíðir hverfa öll
einkenni og konan verður aftur þessi
duglega, þægilega og samviskusama
kona (Arnar Hauksson, 1989).
Fjöldamargar kenningar sem þróaðar
hafa verið af virtum fræðimönnum hafa
hlotið gagrýna meðferð innan kvenna-
fræða. Ber þar að nefna skrif Rousseau,
Freud og Marx, en allir hafa þeir haft
stefnumarkandi áhrif á þróun hugmynda-
sögunnar á Vesturlöndum. Til gamans
og til skýringar ætla ég að taka dæmi um
nýlega rannsókn sem miðar að því að
leiðrétta þá mynd sem dregin hefur verið
upp af konum. Um er að ræða rannsókn
Carol Gilligan sem vafalaust margir
kannast við. Hún var á sínum tíma sam-
starfskona Kohlberg sem setti fram kenn-
ingu um siðgæðiþroska. Kenning Khol-
berg hefur verið gífúrlega áhrifamikil
innan sálar- og uppeldisfræði. Var hún
t.d. notuð sem hugmyndarammi í nokkr-
um rannsóknum á hjúkrunarfræðingum.
Það sem vakti athygli Gilligan var, að
konur virtust ekki ná sama siðgæðis-
þroska og karlmenn á mælikvarða Kohl-
bergs. í ljósi þess að Kohlberg hafði
rannsakað karlmenn á sínum tíma taldi
hún eðlilegt að framkvæma svipaða rann-
sókn á konum. Niðurstöður sýna að kon-
ur tala um þessi mál á annan hátt en
karlar (Gilligan, 1982, 1987a, 1987b).
Karlar tala fyrst og fremst um réttindi,
rétt einstaklingsins til að taka sínar eigin
ákvarðanir og lifa sínu lífi, en gefa sér
jafnframt að viðkomandi virði rétt ann-
arra. Þeir leggja áherslu á sjálfstæði ein-
staklingsins og sjálfsforræði. Siðferðileg-
ar togstreitur í lífi þeirra koma upp þegar
einstaklingur er misrétti beittur. Konur
tala hinsvegar um ábyrgð sína gagnvart
öðrum. Þær skilgreina líf sitt í ljósi þeirra
persónulegu tengsla sem þær hafa við
annað fólk. Umhyggja fyrir velferð sam-
borgaranna, þá sérstaklega fjölskyldu og
vina, er grundvallarviðmið í þeirra lífi
fremur en réttindi. Togstreitur þeirra
snúast fyrst og fremst um það hvernig
þær geti skipt sér á sanngjarnan hátt á
milli allra þeirra sem ábyrgð þeirra nær
til. Eins og Gilligan tekur fram eru þetta
ekki eðliseiginleikar kvenna og karla
sem endurspeglast í þessum niðurstöðum
(Gilligan, 1987b). Hinsvegar má ætla að
þær gefi nokkuð rétta mynd af ástandinu
eins og það er í kynskiptum heimi þar
sem konur og karlar hafa ólík hlutverk
og þurfa að kljást við ólík viðfangsefni.
Endurskoðun á
rannsóknarhefð
Á undanfömum árum hafa þeir sem
stunda kvennarannsóknir ekki aðeins
mótmælt því hvernig hlutdrægni hefur
mótað þekkingu okkar á konum heldur
hefur farið fram gagnrýnin umræða um
eðli þekkingar og markmið þekkingar-
þróunar. Við þekkjum þessa umræðu vel
í hjúkrun. Reyndar fyrirfinnst hún í öll-
um greinum sem fást við að rannsaka
okkur mannfólkið sem hugsandi tilfinn-
ingaverur, verur sem upplifa heiminn á
mismunandi hátt og gefa tilverunni
ákveðna merkingu (Allen, Benner &
Diekelmann, 1986, Moccia, 1988,
Thompson, 1987).
Margir tala um að hin vestræna menn-
ing standi nú á tímamótum. Allt að því
hjáguðleg trú okkar á vísindalega þekk-
ingu og mátt hennar til að stuðla að fram-
förum riðar nú til falls. Eins og við
vitum er vísindaleg þekking talin hafin yf-
ir persónulega reynslu okkar og túlkun.
Hún er því í eðli sínu hlutlaus, æðri öðr-
um þekkingarformum. Tékkinn Vaclav
Havel segir í erindi sem birtist í Tímariti
Máls og menningar:
„Vísindin skulu kveða upp alla dóma
um hvað satt er og rétt, enda eru vísind-
in ein hafin yfir huglægan sannleika
einstaklinganna og fær um að bera fram
betri sannindi: Yfir-huglæg og yfir-
persónuleg, raunvera hlutlæg og algild
(Havel, 1990, bls. 5).“
Havel lýsir síðan í grófum dráttum
þeim afleiðingum sem þessi oftrú okkar
á vísindin hefur haft, sérstaklega á þá
Tímarit Fhh