Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 10

Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 10
má ætla að konur sem hópur ( hjúkrunar- fræðingar í þessu tilviki) hafi ekki sömu möguleika á að hafa áhrif og karlar (Sig- ríður Snæbjömsdóttir, 1988). Sú staðreynd að konur sitja síður í áhrifa- stöðum, eins og í stjórnum, nefndum og ráðum, þar sem ákvarðanir em teknar er talin vera til marks um þetta. Afleiðing þessa hlýtur að vera sú að sjónarmið og baráttumál hjúkrunarfræðinga segi lítið í ákvarðanatöku á sama hátt og málefni valdameiri hópa. Hjúkrunarfræðingar hafa löngum verið í þeirri aðstöðu að að- laga sína þjónustu að aðstæðum fremur en að skapa þær aðstæður sem nauðsyn- legar era. Bandaríski sagnfræðingurinn, Susan Reverby, byggir á áratugalöngum rann- sóknum sínum á hjúkran þarlendis þá skoðun að hjúkrunarfræðingar séu stöð- ugt að reyna að veita umhyggjusama hjúkrun þrátt fyrir að samfélagið neiti að viðurkenna mikilvægi hennar (Reverby, 1988). Að hennar áliti hefur hjúkrun aldrei verið búin sú aðstaða sem nauðsyn- leg er til að geta fullnægt þeim vænting- um sem gerðar era til stéttarinnar. Það er athyglisvert að í nýlegri rannsókn sem unnin var í Noregi kom á sama hátt fram, að framlag hjúkranar væri lítils metið, þrátt fyrir mikið vinnuálag og þungi vinnunnar væri stundum nær óbærilegur (Kirkevold, 1989). Ég tel að við verðum að líta á framlag hjúkrunar í ljósi þess að hjúkran er kvennastarf. Konur hafa borið ábyrgð á umönnun samborgaranna, þroska þeirra og vexti. Konur hafa verndað, þær hafa styrkt, stutt og hvatt. Sem konur hafa hjúkranarfræðingar gengið með sjúkling- um sínum í gegnum súrt og sætt. Þær hafa veitt von og orku til að komast í gegnum erfiða tíma. Hjúkranarfræðingar hafa þróað með sér innsæisþekkingu, byggða á reynslu. Eins og ég minntist á hér að framan höfum við tekið upp ýmsar hefð- ir og aðferðir sem hugsanlega eiga illa við eðli hjúkrunarstarfsins. I þessu sam- bandi vil ég benda á þá ofúráherslu sem við höfum lagt á hlutleysi. Hefur hún m.a. birst í því að við höfúm trúað blint á gildi atferlismarkmiða bæði í kennslu og klíník. Til að tryggja hlutleysi í rann- sóknum höldum við dauðahaldi í mæli- tæki. Við leitum tæknilegra lausna á vandamálum sem era í eðli sínu siðferði- leg eða fagurfræðileg. Ég tel að með því að snúa okkur að rannsóknum á því sem vel er gert í hjúkran, líkt og Patricia Benner (1984) hefur gert, munum við uppgötva hafsjó af þekkingu. Við þurf- um að kynnast aðferðum sem hjúkranar- fræðingar, í sínum einangraða heimi, hafa þróað til að ná árangri, við að hjálpa fólki til heilsu og stuðla að vellíðan. Þess- ari þekkingu getum við síðan miðlað til nemenda okkar og starfandi hjúkrunar- fræðinga. Jafnframt þurfum við að gera okkur grein fyrir því að við verðum að hafa áhrif, bæði á löggjafa og fjárveit- ingavaldið í landinu, til að geta skipulagt og veitt þjónustu sem samræmist hug- myndafræði okkar. A undanförnum áram hafa ýmsir merkir fræðimenn í hjúkran sett fram hugmyndir að leiðum til að hafa stefnumarkandi áhrif innan heilbrigðisþjónustunnar (Mac Pherson, 1987). Þessar hugmyndir byggja allar á og mótast að veralegu levti af hugmynd- um úr kvennafræðum. A árlegum fundi hinnar bandarísku akademíu í hjúkrun ár- ið 1989 hélt Jean Watson erindi sem hún nefndi: „Áhrif þess á heilbrigðislöggjöf- ina að umhyggja verði gerð að grundvall- argildi“. Þar bendir hún, eins og margir aðrir hafa raunar gert áður, á mikilvægi þess að hjúkrun verði gerð opinber og sýnileg innan heilbrigðisþjónustunnar. Að hennar mati er það grandvallaratriði að sú umhyggja sem leynist í hjúkran verði höfð að leiðarljósi við endurskipu- lagningu hennar (Watson, 1989). Ofangreindir fræðimenn hafa hver á sinn hátt varpað ljósi á stöðu hjúkranar innan heilbrigðiskerfisins. Það er skoð- un mín að við þurfum að gera okkur grein fyrir hverjir þeir áhrifaþættir eru sem móta framlag hjúkranar til velferðar og vellíðunar samborgaranna. Með því að þekkja sögu hjúkranar og stöðu henn- ar innan heilbrigðiskerfisins í dag getum við betur unnið að því að efla hjúkrun sem þjóðfélagslegt afl til verndar, við- halds og hvatningar á heilbrigði. Rannsóknir á heilbrigöi kvenna Á undanförnum árum hefur umræðan um heilbrigði kvenna verið eitt af fyrir- ferðarmestu viðfangsefnum kvenfrelsis- hreyfmgarinnar. Fram hefur farið gagnger endurskoðun á hefðbundinni þekkingu og viðhorfum til kvenna eins og þau birtast í fræðilegri umfjöllun um konur, í heilbrigðisþjónustunni og í fjöl- miðlum (Orr, 1987). Komið hefur fram að vandamál kvenna eru enn oft skil- greind fyrst og fremst sem taugaveiklun. Kvartanir þeirra era ekki teknar alvar- lega, þær era taldar einkenni um ,,hysteríu“, skort þeirra á sjálfstjórn og flokkaðar með sál-líkamlegum vanda- málum, með áhersluna á ,,sál“. Innan kvennahreyfingarinnar hefur verið unnið að því að endurskilgreina heilbrigði kvenna. Áhersla er lögð á upp- lifun konunnar á eigin líkama og tilfinn- ingalífi. Konur era teknar alvarlega og unnið er úr reynslu þeirra af fullri ein- lægni í stað þess að skilgreina hana sem taugaveiklun. Jafnframt er gerð tilraun til að skoða heilbrigði kvenna í stærra samhengi, sem hluta af þeim veruleika sem þær hrærast í. I stað þess að skil- greina vandamálin sem persónuleg vandamál hverrar konu era þau sett í þjóðfélagslegt samhengi. Bent er á hvern- ig hefðbundin hlutverk verða oft til að þröngva konum inn í ákveðinn farveg, lífsmynstur sem hentar þeim engan veg- inn. Því era heilbrigðisvandamál kvenna, eins og ofát, reykingar, mikil áfengis- neysla, þunglyndi o.s.frv., oft talin af- leiðing þeirrar kúgunar sem konur búa við. Áhersla er lögð á að líffræðilegar breytingar á konum, ekki hvað síst þær sem tengjast kynferði þeirra, séu eðlileg- ar. Leitað hefur verið leiða til að gera at- burði í lífi kvenna eins og tíðir, með- göngu, fæðingu og breytingaskeið að eðlilegum, náttúrulegum fyrirbærum. Ef vandamál koma upp hafa nýjar leiðir ver- ið famar, leiðir sem ganga út frá sjálfs- hjálp kvenna og samhjálp fremur en einhliða ráðleggingum sérfræðinga. Um tíma átti sér stað nær algjör afneitun inn- an kvennahreyfmgarinnar, á hefðbundn- um lausnum eins og t.d. hormónameð- ferð. Nú hefur afstaðan hinsvegar mild- ast og hormónameðferð talin geta átt rétt á sér. Það sem mestu máli skiptir er að unnið sé með hverri konu að því að finna lausn sem henni hentar. Það er athyglisvert að þótt rannsóknar- hefð okkar hjúkranarfræðinga hérlendis sé ekki ýkjalöng, getum við þegar státað af nokkram rannsóknum á heilbrigði kvenna. I Námsbraut í hjúkrunarfræði hafa nemendur unnið að verkefnum sem koma beint inn á þennan þátt. Má þar nefna rannsókn á mati kvenna á fræðslu sem þær fengu fyrir og eftir legtöku, könnun á viðhorfum kvenna til blæð- inga, könnun á kvíða sængurkvenna, við- horf unglingsstúlkna til blæðinga o.s.frv. Þær Herdís Sveinsdóttir og Guð- rún Marteinsdóttir unnu saman að rann- sókn á líðan reykvískra kvenna á síðari hluta tíðahringsins. Áður hafði Herdís unnið að slíkri rannsókn í framhaldsnámi í Bandaríkjunum og er að skipuleggja framhaldsrannsókn á þessu sviði. Hildur Sigurðardóttir hefur unnið að rannsókn- um á reykingum kvenna á meðgöngu. Sóley Bender vinnur að þróun fjölskyldu- áætlunar á Islandi, viðfangsefni sem mjög snertir líf kvenna. Síðast, en þó engan veginn síst, hefur Marga Thome 8 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.