Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 12

Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 12
Klínisk hjúkrun, fortíð nútíð —framtíð séð með augum hjúkrunarfræðingsins Elín J. G. Hafsteinsdóttir Gyða Baldursdóttir Erindi flutt á ráðstefnu Fhh, „Klínísk hjúkrun, fortíð — nútíð — framtíð“ sem haldin var á Hótel Sögu 17. febrúar 1990. Það hefur oft vafist fyrir okkur hjúkrunarfræðingum að skilgreina hjúkrun. Það er hins vegar ekki hœgt að merkja að það hafi á nokkum hátt vafistfyrir þeim sem sáu um nýj- ustu útgáju íslensku orðabókarinnar því þar segir að það að hjúkra merki að annast sjúkling, veita aðhlynningu. Þeir hafa hins vegar enga tilraun gert til þess að skýra merkingu orðsins ,,klínískur“ því það finnst ekki í þeirri góðu bók. í ensk-íslenskri orðabók, Sörens Sörenssonar er hins vegar sagt að orðið ,,clinical“ merki það sem fjallar um eða byggir á beinni skoðun og meðferð sjúklings. Aðfjalla um klíníska hjúkr- un er ákaflega yfirgripsmikið. Við gætum haft hér vetursetu, haft það sem eina umræðu- efnið og œrinn starfa. Það að setja manni síðan fyrir að fjalla um klíníska hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð í 30 mínútur gæti sumum þótt mikið í lagt, enda er það svo. I erindi okkar verður því stiklað á stóru, dregnir út þeir þœttir sem okkur þykja mikilvægastir svo sem ábyrgð, skráning hjúkrunar, gœðamat, símenntun, samstarf heilbrigðisstétta og þátttaka klínískra hjúkrunarfræðinga í rannsóknum. Annað er látið liggja milli hluta. Halldóra Gunnsteinsdóttir, sem sagt er frá í Víga-Glúmssögu og María Péturs- dóttir getur um í bók sinni Hjúkrunar- saga, hefur líklega ekki velt því mikið fyrir sér hvað klínísk hjúkrun væri þegar hún sagði við konur sínar ,,ok skulum vér binda sár þeirra manna er lífvænir eru, úr hvorra liði sem eru“. En hún var að hjúkra, veita aðhlynningu, vernda líf. Fram til síðustu aldamóta voru þær kröfur gerðar til kvenna sem stunduðu hjúkrun hér á landi, að þær væru laghent- ar, þrifnar og góðar stúlkur. Kröfúr til menntunar jukust þó smám saman. Nokkrar íslenskar stúlkur fóru upp úr aldamótum utan til hjúkrunamáms. Þeg- ar þær komu heim aftur urðu þær braut- ryðjendur á sviði hjúkrunar hér á landi. Með þeirra hjálp var Hjúkrunarskóli Is- lands stofnaður 1931 og starfaði hann allt til ársins 1986. I íyrstu var nám í hefðbundnum hjúkrunarskóla að mestu fólgið í verklegri þjálfun og þekkingar- forði, byggður á kenningum og rann- sóknum, var af skomum skammti. Leikni var mikilvægari en þekking. Starf, hegð- un og viðhorf hjúkmnarkvenna byggðist á hefð og þjálfun. Með aukinni tækniþró- un jukust kröfur til hjúkrunarkvenna um aukna þekkingu. Ekki reyndist lengur fúllnægjandi fyrir hjúkrunarkonu að vita hvemig skyldi framkvæmt, heldur var jafnmikilvægt, ef ekki mikilvægara að vita hvers vegna ákveðinni meðferð var beitt. í fyrstu þróaðist hjúkmnarstarfið í skjóli læknisfræðinnar. Læknamir höfðu haslað sér völl inni á sjúkrahúsunum og víða varð hjúkrun þjónustugrein við læknisfræðina frekar en sjúklingana. Hjúkmnarfræðingar höfðu áður einungis sinnt sjúkum. Hjúkmn var verk- og sjúk- dómsmiðuð og hlutirnir vom gerðir við eða fyrir sjúklinginn. Nú leitast hjúkmn- arfræðingar hins vegar við að líta á skjól- stæðing sinn í heild, fást bæði við sjúka og heilbrigða og vilja ekki eingöngu gera eitthvað fyrir sjúklinginn heldur einnig með honum í þeim tilgangi að hann verði virkur þátttakandi. í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 57 frá 1978, grein 29.2 segir: ,,A svæðis- og deildarsjúkrahúsum skulu vera yfírlæknar sérgreina og hjúkmnarstjórar deilda. Yfirlæknir (forstöðumaður) sérdeildar ber ábyrgð á lækningum, sem þar fara fram. Hann skal hafa eftirlit með starfsemi deildarinnar og stuðla að því að hún sé ávallt sem hagkvæmust og markvissust. Hjúkmnarstjóri skipuleggur hjúkmn á deildinni í sam- Elín J. G. Hafsteinsdóttir lauk prófi frá námsbraut í hjúkrunarfræði við H.I. 1982. Hún hefur síðan starfað á Landspítalanum, lengst af sem deildarstjóri á 12 A en er núna í fríi frá störfúm. Gyða Baldursdóttir brautskráðist frá náms- braut í hjúkrunarfræði við H.I. 1982. Hún hefur síðan starfað á Landspítalanum. Hún hefur verið deildarstjóri á Bráðamóttöku Landspítalns frá því að hún opnaði. 10 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.