Tímarit FHH - 01.09.1990, Side 23
fyrri þekkingu og hæfni viðkomandi, í
þeim tilgangi að dýpka hana og víkka.
Mjög brýnt er að skipulögð endurmennt-
un fyrir hjúkrunarfræðinga hefjist sem
fyrst á vegum námsbrautar í hjúkrunar-
fræði við Háskóla íslands.
Uppbygging og skipulagning fram-
halds- og endurmenntunamámsins mun
væntanlega vera fyrst og fremst í hönd-
um þeirra aðila sem eiga að sjá um þessi
mál innan námsbrautar í hjúkrunarfræði,
en allar stærri ákvarðanir hljóta þó að
vera háðar samþykkti námsbrautarstjórn-
ar. Ljóst er að skipulagning námsins
verður að lúta þeim reglum er háskólinn
setur um háskólanám, en leggja verður
áherslu á að samráð verði haft við félög
hjúkrunarfræðinga, eða eins og segir í
skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
arinnar um þróun námsskrár í endur-
menntun fyrir hjúkrunarfræðinga, (í
lauslegri þýðingu): „Námskrá er ekki
hægt að þróa í einangrun í heilbrigðis-
deildum ráðuneyta. Þar verður að leita
til kennara jafnt í hjúkrun og öðram
greinum, til neytenda (bæði neytenda
hjúkranarþjónustunnar og nemenda er
sækja námskeiðin), til aðila er ráða fjár-
magni, til hjúkranarfræðinga sjálfra og
vinnuveitenda þeirra og til fagsambanda
hjúkranarfræðinga og tengdra greina.“
(WHO, 1985).
Engin könnun hefur verið gerð sérstak-
lega til að kanna áhuga og þörf hjúkran-
arfræðinga á Islandi fyrir framhalds- og
endurmenntun. Hins vegar var spurt um
áhuga háskólamenntaðra hjúkranarfræð-
inga á námskeiðum, í könnun sem gerð
var meðal félagsmanna Fhh í febrúar og
mars 1986. Af þeim 130 einstaklingum
sem tóku þátt í könnuninni höfðu 49
áhuga á námskeiðum í stjómun, 45 höfðu
áhuga á að sækja klínisk endurmenntun-
amámskeið og 57 höfðu áhuga á að sækja
námskeið í rannsóknum, aðferðafræði
og tölvunotkun. Þá höfðu 24 áhuga á upp-
riijunarnámskeiðum og námskeiði í nýj-
ungum í hjúkranarfræði (Jóna Siggeirs-
dóttir, 1987) Brýnt er að könnun sem
gefur til kynna áhuga og þörf hjúkranar-
fræðinga fyrir framhalds- og endur-
menntun verði gerð sem fyrst.
Félagsmenn Fhh binda miklar vonir
við breytta skipan í framhalds- og endur-
menntunarmálum hjúkranarfræðinga og
má segja að þessi hópur hafi sýnt mikið
langlundargeð á þeim þrettán áram sem
liðin era frá útskrift fyrsta hóps hjúkran-
arfræðinga með B.S. próf frá Háskóla
íslands.
Heimildir
Jóna Siggeirsdóttir (1987). Nokkrar niðurstöður úr
könnun á viðhorfum háskólamenntaðra hjúkrunar-
fræðinga. Tímarit Fhh 4 (1) 2—6.
WHO (1985). Postbasic and graduate education for
nurse, Report on a WHO meeting in Helsinki
4.-8. júní 1984, Copenhagen: WHO Regional Off-
ice for Europe.
Bréf stjórnar Fhh til formanns stjómar námsbrautar í
hjúkrunarfræði dags. 30. ágúst 1990 undirritað af
Lauru Sch. Thorsteinsson.
Fhh (1990). Óbirt könnun á menntun félagsmanna Fhh
gerð á vegum Félags háskólamenntaðra hjúkmnar-
fræðinga vor 1990.
Framhald frá bls. 3.
Norten, D. (1970). By accident or by design. Churc-
hill Livingstone, Edinburgh.
Norten, D. (1975). An investigation of geriatric nurs-
ing problems in hospitals. Churchill Livingstone,
Edinburgh.
Reid, N.G., Boore, J.R.P. (1987). Research methods
and statistics in health care. Edward Amolds,
U.K.
Roberts, S. (1978). Behavioral concepts and nursing
throughout the life span. 4. Sensory deprivation.
Prentice Hall, Inc. Englewood Cliffs, N.J. 07632.
Seidler Eduard (1966). Geschichte der Pflege des
kranken Menschen. Kohlhammer, Stuttgart.
Taulbee L.R. (1976). Reality Orientation and the aged.
In Mortenson Bumside I. Nursing and the aged.
McGraw-Hill Book Co., USA.
Thompson, R.H., (1985). Psychosocial research on
pediatric hospitalization and health care. Charl-
es Thomas, Publ., Springfield, Illionois, USA.
Williams, M.A (1988). The physical environment and
patient care, Chapter 3. Annual Review of Nurs-
ing Research, 6: 61.84.In: Research On Nursing
Practice.
Hjúkrunarfræðingar
Bæklingurinn um Meðferð óhreinna sára eftir Ástu Thoroddsen, hjúkrunarfræðing,
er nýkominn út á vegum Háskólaútgáfunnar og kostar eintakið kr. 500.
Pantanir óskast gerðar á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eirbergi við Eiríksgötu,
símar 694960 og 69469.
21
7. árg. 1. tbl. 1990