Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 8

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 8
Leikhraði Leikhraði er orðinn verulegt vandamál á mörgum golfvöllum hér á landi og reyndar erlendis líka. Hér þykir það orðið eðlilegt að 18 holu hringur taki 5-6 klukkustundir. Allir eru sammála um að það sé alltof langur tími fyrir golfhring. En hvað er til ráða? Á nokkrum golfvöllum á Bretlandi er eingöngu leyft að leika tveimur boltum í holli, tveir og tveir kylfingar með einn bolta leika saman gegn öðru liði eða þá að tveir stakir leika sinn hvorn boltann. Þannig tekur ekki nema um 3 klst. að leika 18 holur. Sumir eru aðeins mildari með þetta og leyfa fjóra bolta í holli bara hluta dagsins. Þetta er erfitt mál á mest sóttu golfvöllunum á höfuðborgarsvæðinu á háannatíma. Þar er verið að koma til móts við félganna um að komast í golf þegar félagarnir í klúbbnum eru kannski 3 þúsund og vellirnir í eigu klúbbsins aðeins tveir. En kannski er hægt að finna leið. Tveir spila hraðar en þrír eða fjórir og því væri hægt að koma fleiri slíkum hópum inn á völlinn og hringurinn tæki ekki heila eilífð. Fyrirmyndirnar, atvinnumennirnir sem við horfum á í sjónvarpinu eru vissulega ekki góðar. Það er orðið verulegt vandamál hvað kylfingar taka langan tíma. Og það gerist hér heima á sama tíma og punktakeppni er allsráðandi. Þá leyfist kylfingum að taka upp boltann ef þeir eru búnir með mörg högg og geta ekki lengur fengið punkt á holuna. En gera það í lang fæstum tilfellum. Fjarlægðamælar virðast ekki hafa flýtt leik, síður en svo. Sumir eru alltof lengi að mæla. Áður fyrr litu þeir á 100 eða 150 m mælinguna og skutu svo í hug- anum á lengd. Ákváðu þannig kylfuna. Víst er að ástæðurnar eru margvíslegar en það er ljóst að taka þarf á þessu vandamáli fyrr en síðar. Sumarið hefur gengið vel á heildina litið enda veðurfar mjög gott sunnan- og vestan- lands en verra fyrir austan og norðan. Mótahald hefur verið gríðarlega viðamikið og gróskan enn í íþróttinni hér á landi á meðan ekki er sömu sögu að segja víða erlendis. Hér er ekki hægt að sleppa því að minnast á árangur Ólafs Björns Lofts- sonar á Wyndham mótinu á PGA mótaröðinni. Hann var einkar ánægjulegur þó svo að kappinn hafi verið hársbreidd frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafur sýndi að það er styttra í atvinnumannadrauminn en marga grunar. Það væri frábært fyrir íþróttina hér á landi ef einhver okkar kylfinga ynni sér þátttökurétt á PGA eða Evrópumótaröðina. Birgir Leifur og Ólafur Björn hafa sýnt að þetta er hægt þótt erfitt sé. Vonandi verður þessi frammistaða Ólafs í sumar til þess að GSÍ og fleiri aðilar hugi að því hvernig megi styðja við okkar bestu kylfinga svo þeir eigi auðveldara með að ná þessu markmiði. Það er hagur fyrir íþróttina hér á landi því afreksfólkið á stóran þátt í því að ungmenni velji golf sem sína framtíðaríþrótt. Að venju fjöllum við um stærstu mót sumarins í haustblaðinu, Íslandsmótin, sveitakeppnir og fleiri stór mót. Þó nokkuð sé liðið frá sumum mótanna er verið að huga að sögulega þættinum í útgáfu Golfs á Íslandi. Í því sambandi má nefna að verið er að vinna að sögu íþróttarinnar á Íslandi og verður hún gefin út á 70 ára afmæli GSÍ á næsta ári. Njótum haustsins og notum góðu dagana til golfiðkunar. Páll Ketilsson, ritstjóri. www.askrift.is er viðurkenndur söluaðili áskrifta á Íslandi NÚ GETUR ÞÚ FENGIÐ ÖLL HELSTU GOLFBLÖÐIN Í ÁSKRIFT MISSIR EKKI AF EINTAKI FÆRÐ BLAÐIÐ SENT HEIM AÐ DYRUM SPARAÐU ALLT AÐ 49% R I T STJÓRA pistill 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.