Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 10

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 10
G O L F fyrri 9 Evrópa stöðvaði sigurgöngu Bandaríkjanna í Sol- heim-bikarnum með því að leggja bandaríska liðið af velli eftir æsispennandi keppni á Írlandi. Jafnt var fyrir lokaumferðina en þar voru tólf vinn- ingar í pottinum. Mikil rigning að hætti Íra var lokadaginn og spennan mjög mikil og keppnin jöfn. Bandarísku stúlkurnar leiddu með hálfum vinn- ingi þegar þrír leikir voru eftir og í einum þeirra var Micelle Wie með holu forskot á hina sænsku Pettersen, besta kylfing Evrópuliðsins. Hún vann hins vegar síðustu þrjár holurnar sem hún lék allar á fugli og tryggði Evrópu vinning. Azahara Munoz frá Hollandi kláraði sinn leik gegn Angelu Stanford og hin sænska Caroline Hedwall sem var eina holu niður fyrir síðustu holuna vann hana og tryggði hálft stig gegn Ryann O’toole. Lokatölur því 15-13 fyrir Evrópu. Þetta er fyrsti sigur Evrópu í keppninni síðan árið 2003. Bandaríkin hafa unnið þrisvar í millitíðinni. „Mínir leikmenn sýndu mikinn karakter. Þær voru tilbúnar í slaginn, nýliðarnir voru frábærir og þær reynslumiklu líka,“ sagði Alison Nicholas, fyrirliði Evrópu. Bill Haas, 29 ára Bandaríkjamaður sló högg ársins úr vatnstorfæru í bráðabana gegn Hunter Mahan um sigurinn á lokamótinu í Fedex úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar í Atlanta í lok sept. Fyrir sigurinn á lokamótinu fékk hann 1,4 millj. dollara og 10 millj. dollara fyrir sigurinn í Fedex úrslitunum, samtals 11,4 millj. dollara eða um 1.4 milljarð ísl. króna. Bill og Hunter Mahan voru jafnir á mótinu og þurftu að fara í bráðabana en þar sigraði Haas á þriðju holu. Vatnshöggið hans var á 2. holu bráðabanans, 17. braut vallarins, en innáhöggið úr glompu frá 140 metrum lenti á flöt en rann út í vatn um 3 metrum neðar en flötin, um 15 metra frá stöng. Höggið úr vatninu endaði um hálfan metra frá holu og tryggði honum ótrúlegt par. Á næstu bráðabanaholu kláraði hann málið með pari á meðan Mahan fékk skolla. Haas hafði fyrir þetta lokamót ekki sigrað á árinu og var í 25. sæti af 30 í Fedex keppninni. Hann er sonur hins kunna Jay Haas sem á að baki glæsi- legan feril á PGA mótaröðinni en keppir nú á Öldungamótaröðinni. Haas eldri er aðstoðar liðsstjóri Bandaríkjaúrvals í Forsetabikarnum sem fer fram í næstu viku en það er liðakeppni við Alþjóðaliðið en í því eru kylfingar utan Evrópu. Mótið fer fram á því ári sem Ryder bikarinn er ekki leikinn. Það var gríðarleg spenna á lokamótinu. Banda- ríkjamaðurinn Webb Simpson hefði með örlítið betri leik tryggt sér Fedex titilinn en lék illa á loka- hringnum. Englendingurinn Luke Donald var höggi frá því að hirða titilinn en hann styrkti stöðu sína í 1. sæti heimslistans enn frekar. Aðrir kylfingar sem voru í 3.-5. sæti Fedex listans fyrir lokamótið léku ekki vel. Ástralinn Jason Day var einn þeirra sem gat unnið og var kominn 8 undir par eftir 16 holur en fékk skolla á síðustu tvær holurnar. „Það var að duga eða drepast. Boltinn lá ekki það djúpt þannig að þetta var eins og glompuhögg. En þetta var auðvitað ótrúlega ljúft,“ sagði Bill Haas um vatnshöggið. Foreldrar hans fylgdust með honum í þessari baráttu og bróðir hans var kylfusveinn. Sann- kölluð golf fjölskylda. Haas fékk einn og hálfan milljarð króna fyrir sigurinn á Fedex Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG fékk óvæntan þátt- tökurétt á Opna austuríska mótinu sem fram fór síðustu helgina í sept. á Dimond vellinum í Atzenbrugg í Austurríki. Hann átti tvo mjög góða hringi og var m.a. í 6. sæti eftir fyrsta daginn en átti líka tvo slaka hringi. Birgir endaði í 52. sæti og fékk að launum tæpar 700 þúsund krónur. Birgir átti góða möguleika á sæti ofarlega í mótinu fyrir lokadaginn en fann sig ekki og lék hringinn á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari og féll fyrir vikið niður um 30 sæti á töflunni. Birgir lauk keppni samtals á tveimur höggum yfir pari í 23. sæti af þeim 77 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn. Hann lék fyrri níu holurnar á lokahringnum á einu höggi yfir pari og var á pari eftir að hafa fengið fugl á 11. holu. Birgir fékk slæman tvöfaldan skolla á 13. holu og lauk hringnum með að fá skolla á tvær af þremur síðustu holunum og lék síðustu sex holurnar á 4 yfir pari. Slæmur endir hjá okkar manni. Það er athyglisvert að Birgir fékk engan fugl á par-5 holunum lokadaginn en alls eru fjórar par-5 holur á Diamond vellinum. Óljóst er hvenær Birgir mun næst keppa en hann er ekki með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni og takmarkan keppnis- rétt á Áskorendamótaröðinni. Þetta mót fer þó án efa í reynslubankann og hjálpar honum að komast í gott keppnis- form fyrir átökin í haust þegar hann mun taka þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Sigurvegari í Austurríki var Englendingurinn Kenneth Ferrie sem var í 355. sæti á heimslistanum fyrir mótið en stökk upp um 150 sæti með sigrinum. Hann vann síðast á mótaröðinni árið 2005 og en síðan hefur ekkert gengið né rekið hjá kappanum, fyrr en nú. Upp og niður hjá Birgi í Austurríki Langþráður sigur Evrópu í Solheim-bikarnum 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.