Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 14

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 14
G O L F fyrri 9 Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2010, hefur ákveðið að gerast atvinnukylfingur og stefnir að því að verða fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem vinnur sér varanlegan sess á Evrópumótaröð kvenna. Tinna mun dvelja í Bandaríkj- unum og vera þar við æfingar og keppni fram að úrtökumótinu. Hún er þegar farin vestur um haf, þar sem hún lék háskólagolf, fyrst með McNeese State University og síðar undir merkjum University of San Francisco, en þaðan útskrifaðist hún sl. vor með BA- gráðu í alþjóðafræðum. Til að komast í keppnisæfingu meðal sterkra kylfinga hyggur hún á þátttöku í all nokkrum mótum á Cactus-mótaröðinni í október og nóvember en það er sterk svæðis- mótaröð kvenna í vesturhluta Banda- ríkjanna og stökkpallur fyrir marga efnilega og góða kvenkylfinga upp á hæstu þrep íþróttarinnar. Tinna kveðst ætla að gefa sér fjögur ár til að ná fyrsta markmiði sínu, sem er skilyrðislaus þátt- tökuréttur á Evrópumótaröðinni. Takist henni ekki ætlunarverk sitt í fyrstu tilraun, kveðst Tinna ætla að einbeita sér að minni mótaröðum. „Nordea Tour í Svíþjóð er góð mótaröð til að halda áfram að vinna í settum markmiðum og halda sér í topp- formi á vellinum. Einnig er til mótaröð sem heitir LET Access Series og er tengd Evrópumótaröðinni, þannig að möguleiki er á að vinna sér inn rétt á henni í gegnum úrtökumótið í janúar. Í gegnum þessa mótaröð er þá hægt að vinna sér inn rétt á Evrópumótaröðina með jöfnu og góðu gengi,“ segir Tinna. Tinna, sem er 25 ára, hóf golfiðkun er hún var tólf ára hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, enda hæg heimatökin þar. Föðurbróðir Tinnu er Björg- vin Sigurbergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi sem sjálfur hefur reynt fyrir sér í heimi atvinnumennskunnar. Innan fjölskyldunnar býr því reynsla og þekking sem reikna má með að reynist Tinnu dýrmæt. Framfarir Tinnu á golfvellinum hafa verið í senn skjótar og stöðugar. Aðeins fjórum árum eftir að hún hóf fyrst golfiðkun, þá sextán ára, fékk Tinna fyrsta verkefnið á vegum Golfsambands Íslands og hefur hún átt víst sæti í afrekssveit Keilis og landsliðum æ síðan. Tinna vann sitt fyrsta stigamót á íslensku mótaröðinni er hún var sautján ára og hefur síðan sigrað sex sinnum til viðbótar. Til að greiða götu sína leitar Tinna nú stuðnings frá fyrirtækjum og öðrum mögulegum velunn- urum. „Ég er að leita eftir fjárhagslegum stuðningi, svo ég geti náð markmiðum mínum sem íþróttamaður og kylfingur. Ég hef unnið kostnaðaráætlun fram yfir úrtökumótið í janúar til að varpa ljósi á hvað til þarf svo ég geti einbeitt Tinna í atvinnumennsku mér að því að verða betri kylfingur og ná þannig markmiðum mínum,“ segir Tinna Jóhannsdóttir. Ferill Tinnu er glæsilegur en þar ber þó hæst Ís- landsmeistari kvenna 2010 og sex sigrar á Eimskips- mótaröðinni. Hún varð fjórum sinnum Íslands- meistari unglinga í höggleik og tvisvar varð hún holumeistari. Tinna varð í 2. sæti á Norðurlandamóti með íslenska kvenna- landsliðinu 2007 og fjórum sinnum hefur hún orðið klúbbmeistari Keilis. Þá hefur hún verið valin í landslið Íslands til þátttöku á heims- meistaramótum landsliða og Evrópumótum alls sjö sinnum. Tinna var valin kylfingur ársins 2010. Fyrstu krónurnar í kassann Tinna Jóhannsdóttir úr Keili hóf svo atvinnu- mannaferilinn með að leika á Wigwam mótinu síðla septembermánaðar í Arizonafylki í Bandaríkjunum. Hún varð í 6. sæti á mótinu á samtals 218 höggum. Hún lék fyrsta hringinn í mótinu á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Tinna svaraði hins vegar fyrir sig með tveimur góðum hringjum sem hún lék báða á 71 höggi eða einu höggi undir pari Southern Dunes vallarins og lyfti sér fyrir vikið upp í sjötta sæti. Tinna varð ellefu höggum á eftir Alejandru Llaneza sem sigraði á mótinu. Fyrir sjötta sætið fékk Tinna um 80 þúsund krónur í sinn hlut sem vafalaust kemur sér að góðum notum við æfingar og keppni næstu vikurnar. 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.