Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 26

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 26
Tölfræði Hringur 1 Hringur 2 Samtals Fuglar 4 1 5 Pör 13 16 29 Skollar 1 1 Tvö. skolli 1 1 Hittar brautir 71% 50% 60,7% Högglengd af teig 273,5 y 275,5 y 274,5y Pútt á hring 31 33 32 Pútt á hittri flöt 1,857 1,933 1,897 Hittar flatir 78% 83% 80,6 % Tölfræðin hjá Ólafi á Wyndham Það voru svolítið öðruvísi aðstæður sem blöstu við Ólafi Birni þegar hann mætti á keppnisstað í Wyndham-mótinu. Í stað sjávarloftsins á Nesvell- inum þá sló hann á æfingasvæðinu við hliðina á ekki ómerkari kylfingum en Vijay Singh og Ian Poulter. Blaðamaður Golfs á Íslandi var ekki frá því að það væri örlítill stjörnuglampi í augum Ólafs áður en hann hélt áfram að slá á æfingasvæðinu með stjörnur golfsins sér við hlið. Ólafur fékk að kynnast þeim aðstæðum sem bestu kylfingar heims upplifa í hverri viku á PGA- mótaröðinni. Vel er komið fram við leikmenn á mótaröðinni og gat Ólafur notið þess að snæða með bestu kylfingum heims þar sem boðið var upp lúxusmáltíðir. Að auki fékk Ólafur ný fleygjárn frá TaylorMade fyrir mótið þar sem u-laga rákir í kylfum hans voru ekki löglegar í mótinu. Enn ein fríðindin sem fylgja því að leika á bestu mótaröð í heimi. Kemur Furyk ekki á óvart að Ís- lendingar eigi kylfing í fremstu röð Bandaríski kylfingurinn Jim Furyk lék á Wyndham Championship mótinu og ræddi við blaðamann Golfs á Íslandi að loknum öðrum hring. Furyk hafði heyrt af því að kylfingur frá Íslandi væri með í mótinu. „Ég hef millilent á Íslandi og veit hvar landið er á korti en veit að öðru leyti nánast ekkert um Ísland. Það kemur mér ekki á óvart að íslenskur kylfingur sé kominn á PGA-mótaröðina, leikurinn er að vaxa um allan heim. Það gleður mig að heyra að golf sé svona stór íþrótt á Íslandi,“ sagði Furyk en hefur hann eitt- hvað kynnt sér Ólaf Björn Loftsson? „Ég veit að hann er í háskólagolfinu en núna þegar ég er orðinn 41 árs gamall þá á ég erfitt með að fylgjast með öllu sem er í gangi. Núna veit ég hvað hann heitir og mun fylgjast með honum.“ Á æfingasvæðinu með Singh og Poulter Fyrir Ólaf var það mjög góð reynsla að fá að spreyta sig meðal bestu kylfinga í heimi, ekki síst til að átta sig á því hvað hann þarf að bæta til að festa sig í sessi á PGA-mótaröðinni. Það sem Ólafur þarf helst að bæta er högglengd. Þegar högglengd Ólafs í Wyndham mótinu er skoðuð og borin saman við kylfinga á PGA- mótaröðinni kemur í ljós að Ólafur er á meðal höggstystu kylfinga á mótaröðinni. Í mótinu sló hann að jafn- aði um 250 metra teighögg. Ólafur slær styttra en nær allir þeir kylfingar sem leika reglulega á mótaröðinni og gerir sér grein fyrir því að hann verði að lengja sig. „Það kom væntanlega ekki mörgum á óvart að ég var ekki á meðal högglengstu kylfinganna í mótinu. Ég þarf að vinna jafnt og þétt að því að styrkja sveifluna og auka högglengdina. Það er aldrei auðvelt að standa í sveiflubreytingum en ég geri mér grein fyrir því að það er stundum nauðsynlegt að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Ég mun halda áfram að vinna að þessu í vetur, styrkja mig, auka liðleikann og vinna í sveiflunni. Ég sýndi að þótt maður slái ekki 300 metra í upphafshöggunum þá er alveg hægt að spila golf og það vel. Styrkleiki minn er stutta spilið og ég mun halda áfram að leggja aðaláherslu á það. Að mínu mati er stutta spilið mikilvægasti hluti golfsins,“ segir Ólafur sem er spenntur fyrir því að gerast atvinnumaður að háskólanámi loknu. „Það styttist í atvinnumennskuna og ég er gríðarlega spenntur. Undirbúningurinn fyrir stóra drauminn er löngu hafinn og ég mun halda áfram að leggja mjög hart að mér því ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að æfingin skapar meistarann.“ Ólafur veit að hann verður að lengja sig Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður var með Gunnari Hanssyni fyrir Golf á Íslandi á RÚV. Ernie Els gaf eiginhandaráritanir. Englendingurinn Ian Poulter var á meðal keppenda á Wyndham. Okkar maður á blaðamannafundi fyrir mótið. Ísland í sviðsljósinu á PGA mótaröðinni. Jón Júlíus Karlsson, blaðamaður Golfs á Íslandi ræddi við Furyk og var okkar maður á Wyndham mótinu. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.