Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 32

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 32
Aðstæður á lokakeppnisdegi voru vægast sagt erf- iðar og var keppni frestað til hádegis þar sem vind- hraði var mikill og talsverð rigning. Upp úr hádegi var orðið leikfært en ljóst var að áhorfendur fengju líklega ekki að sjá mörg tilþrif við þessar erfiðu aðstæður. Axel, Alfreð Brynjar og Guðjón Henning léku saman í lokaráshópnum. Axel fór illa af stað og tapaði fjórum höggum á fyrstu fimm holunum. Þrátt fyrir það hélt hann nokkurra högga forystu því helstu keppinautar hans misstigu sig einnig á fyrstu holunum. Góður fugl á 6. holu kom Axel aftur undir par og eftir níu holur þá hafði hann þriggja högga forystu á Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili sem lék frábærlega á lokahringnum. Hann lék fyrri níu holurnar einu höggi undir pari og var óvænt kominn í baráttuna um sigurinn eftir að hafa verið í 10. sæti fyrir lokahringinn. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik eftir spennandi Íslandsmót sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Axel lék samtals á 286 höggum eða tveimur höggum undir pari og varð þremur höggum á undan Kristjáni Þór Einarssyni úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Axel leiddi mótið frá upphafi til enda og stóðst þá pressu sem Kristján Þór setti á hann á lokaholunum. Axel jafnaði vallarmetið á Hólmsvelli á fyrsta hring þegar hann lék á 65 höggum eða sjö höggum undir pari og náði þar með forystu í mótinu. Hann var jafn Alfreð Brynjari Kristinssyni úr GKG í efsta sæti eftir annan hring en hafði svo þriggja högga forystu í mótinu fyrir lokahringinn á Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG. Kristján Þór í stuði á lokahringnum Nokkur pressa var komin á Axel þegar hann hafði lokið fjórtán holum. Á þeim tímapunkti var Kristján nýbúinn að fá fugl á 15. holu og var samtals á tveimur höggum yfir pari en Axel á einu höggi yfir pari. Kristján lék nokkrum ráshópum á undan Axel og því vissu kylfingar í lokaráshópnum hvað Kristján væri að gera nokkrum holum á undan. Kristján fékk frábæran fugl á 17. holu og var þá þremur höggum undir pari á hringnum og samtals á einu höggi yfir pari í mótinu. Margir töldu að Kristján væri jafnvel á góðri leið með að stela sigrinum og fékk hann svo sannarlega frábæran möguleika til að setja gríðarlega pressu á Axel þegar hann var kominn inn á flöt á 18. holu í tveimur höggum. Kristján átti eftir um tíu metra pútt fyrir erni sem myndi setja gríðarlega pressu á Axel færi það niður. Kristján lagði allt undir og passaði að pútta nógu fast til að boltinn færi hið minnsta yfir holuna. Púttið var ekki langt frá því að fara niður en var aðeins of fast og átti Kristján líklega um pútt af einum metra fyrir fugli. Kristján klikkaði hins vegar einnig á því pútti og fór því illa með möguleika sinn á 18. holunni. Hann lék hins vegar gríðarlega vel við erfiðar aðstæður og sannaði enn einu sinni styrk sinn á lokadegi í Íslandsmóti. Árinu á undan varð hann í öðru sæti á Íslandsmótinu á Kiðjabergsvelli eftir frábæran lokahring. Á meðan Kristján gerði sitt besta til að fá örn á 18. holu fékk Axel mikilvægan fugl á 15. holu sem létti aðeins af pressunni sem Kristján hafði sett á hann. Axel fékk par á 16. og 17. holu og þegar kom að lokaholunni var Axel með eins höggs forystu á Kristján sem hafði lokið leik á samtals einu höggi yfir pari. Axel átti gott teighögg og átti um 190 metra eftir inn á flöt. Hann dró upp 8-járnið og sló frábæru golfhöggi vel inn á flöt og átti hann um sjö metra pútt eftir fyrir titlinum. Axel vissi að hann mætti leyfa sér að þrípútta og standa samt uppi sem sigurvegari. Fjölmargir áhorfendur höfðu raðað sér upp við klúbb- húsið á Hólmsvelli og fylgdust spenntir með hvernig Axel myndi reiða af í púttinu mikilvæga. Áhorfendur fengu að upplifa stórkostleg tilþrif þegar Axel setti púttið fyrir erni beint í miðja holu og tryggði sér Mikil spenna í karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik í Leirunni. Axel Bóas- son fékk örn á lokaholunni og stóðst áhlaup Kristjáns Þórs á lokahringnum Axel tryggði sér Íslands- meistaratitilinn með stæl EIMSKIPS mótaröðin 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.