Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 34

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 34
1. dagur Axel jafnaði vallarmetið og tók forystuna Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili, tók forystuna á fyrsta hring í Íslandsmótinu í höggleik. Axel lék á 65 höggum eða sjö höggum undir pari og jafnaði um leið vallarmetið sem Gunnar Þór Jóhannsson úr GS setti árið 2001. Axel hefði hæglega getað bætt vallarmetið því hann missti stutt pútt fyrir fugli á 18. holunni eftir frábært vipp. Axel var ekki langt frá því að setja þriðja högg sitt niður fyrir erni en hann átti þá pútt fyrir fugli sem virtist vera formsatriði að setja niður. Axel púttaði hins vegar ákveðið í holubrúnina og framhjá og missti þar með af tækifærinu á að eiga einn vallarmetið á Hólmsvelli í Leiru. „Þetta var nánast fullkominn hringur. Aðstæður buðu upp á rautt skor, völlurinn frábær og gott veður. Ég hefði auðveldlega getað verið á lægra skori en ég get ekki kvartað. Þetta er frábær byrjun á Íslandsmótinu,“ sagði Axel eftir hringinn. Aðstæður voru frábærar á fyrsta keppnisdegi og léku alls 22 kylfingar undir pari á fyrsta hring í karlaflokki. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili í Mos- fellsbæ og Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar voru jafnir í öðru sæti á 66 höggum. Kristján Þór fékk skemmtilegan örn á 18. holu þegar hann vippaði þriðja höggi sínu beint í holuna á flugi. Alfreð Brynjar átti góðan endasprett á fyrsta hring og lék síðustu sjö holurnar á fimm höggum undir pari. Helgi Birgir Þórisson úr GSE og Hjörleifur Bergsteinsson úr Keili voru jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Staðan eftir 18 holur: 1. Axel Bóasson GK 65 -7 2.-3. Kristján Þór Einarsson  GKJ 66 -6 2.-3. Alfreð Brynjar Kristinsson  GKG 66 -6 4.-5. Helgi Birkir Þórisson  GSE 68 -4 4.-5. Hjörleifur G Bergsteinsson  GK 68 -4 6.-8. Arnar Sigurbjörnsson GKJ 69 -3 6.-8. Heiðar Davíð Bragason  GÓ 69 -3 6.-8. Helgi Runólfsson  GK 69 -3 9.-11. Ottó Sigurðsson  GKG 70 -2 9.-11. Guðjón Henning Hilmarsson  GKG 70 -2 9.-11. Ólafur Björn Loftsson  NK 70 -2 Svona þróaðist mótið: 3. dagur Axel með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn Axel Bóasson úr Keili hafði þriggja högga forystu fyrir lokahringinn í Íslandsmótinu en hann var sam- 2. dagur Systkini í forystu í Íslandsmótinu Það var uppi nokkuð sérstæð staða eftir annan hring í Íslandsmótinu í höggleik. Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG leiddi karlaflokkinn ásamt Axel Bóassyni á sam- tals átta höggum undir pari eftir að hafa leikið annan hringinn á 70 höggum. Þar með voru systkini í forystu í mótinu því systir Alfreðs, Ólafía Þórunn, var í forystu í kvennaflokki. Alfreð fékk örn á 18. holunni og náði þar með að jafna við Axel sem fékk fugl á sömu holu og lék sá síðarnefndi á 71 höggi en Alfreð á 70 höggum. Ólafur Már Sigurðsson úr GR var þriðji á sex höggum undir pari en hann átti hring dagsins þegar hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Heiðar Davíð Bragason GÓ var fjórði á fimm höggum undir pari en svo komu Hlynur Geir Hjartarson GOS, Þórður Rafn Gissurarson GR, Guðjón Henning Hilmarsson GKG og Kristján Þór Einarsson GKj jafnir í fimmta sæti á samtals fjórum höggum undir pari. „Aðstæður voru erfiðari í dag en helgin leggst vel í mig. Sjálfstraustið er í botni og ég er að pútta og slá mjög vel,“ sagði Alfreð eftir annan hring. Ólafur Már Sigurðsson úr GR kom sér í baráttuna með hring dagsins og segir að stöðugleikinn hafi ráðið ferðinni. „Ég var að slá mjög vel og stutta spilið var fínt. Ég spilaði líka vel á fyrsta keppnisdegi en náði ekki að skora alveg jafn vel. Stefnan var sett á að sækja á öðrum hring og það gekk upp. Ég er stöðugur og það er kannski ekki neitt eitt sérstakt sem er að skila þessu hjá mér. Leikurinn hjá mér er mjög fínn. Ég byrjaði strax í vor að spila og æfa meira eftir að hafa nánast ekkert gert í 4-5 ár. Það tekur sinn tíma að komast aftur í gírinn en hægt og bítandi er þetta að koma,“ sagði Ólafur Már. Staðan eftir 36 holur: 1.-2. Axel Bóasson  GK 65-71=136 -8 1.-2. Alfreð Brynjar Kristinsson  GKG 66-70=136 -8 3. Ólafur Már Sigurðsson  GR 71-67=138 -6 4. Heiðar Davíð Bragason  GÓ 69-70=139 -5 5.-8. Þórður Rafn Gissurarson  GR 71-69=140 -4 5.-8. Hlynur Geir Hjartarson  GOS 71-69=140 -4 5.-8. Guðjón Henning Hilmarsson  GKG 70-70=140 -4 5.-8. Kristján Þór Einarsson  GKJ 66-74=140 -4 9. Arnar Sigurbjörnsson  GKJ 69-72=141 -3 10.-11. Sigmundur Einar Másson  GKG 72-70=142 -2 10.-11. Helgi Birkir Þórisson  GSE 68-74=142 -2 EIMSKIPS mótaröðin tals á fjórum höggum undir pari eftir 54 holur. Axel lék þriðja hringinn í mótinu á 76 höggum við afar krefjandi aðstæður á Hólmsvelli. Axel fékk fugl á 18. holu eftir að pútt hans fyrir erni krækti. Guðjón Henn- ing Hilmarsson úr GKG vann sig upp í annað sætið eftir að hafa verið í fimmta sæti eftir 36 holur. Hann lék þriðja hringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari. Axel Bóasson úr Keili hafði þriggja högga forystu fyrir lokahringinn í Íslandsmótinu en hann var sam- tals á fjórum höggum undir pari eftir 54 holur. Axel lék þriðja hringinn í mótinu á 76 höggum við afar krefjandi aðstæður á Hólmsvelli. Axel fékk fugl á 18. holu eftir að pútt hans fyrir erni krækti. Guðjón Henn- ing Hilmarsson úr GKG vann sig upp í annað sætið eftir að hafa verið í fimmta sæti eftir 36 holur. Hann lék þriðja hringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari. Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG var í þriðja sæti á samtals pari eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 80 höggum á Hólmsvelli. Engum kylfingi tókst að leika undir pari þriðja hring og voru það þeir Haraldur Franklín Magnús úr GR og Davíð Gunnlaugsson úr GKj sem áttu bestu hringi dagsins er þeir léku á 74 höggum. „Það er mjög gaman að vera í forystu fyrir lokahring- inn. Þetta gekk upp og niður hjá mér í dag eins og hjá öllum í þessum vindi. Ég var að pútta mjög vel og skilaði inn góðu skori ef miðað er við aðstæður. Ég er mjög sáttur,“ sagði Axel eftir hringinn. „Ég hefði alltaf tekið því að spila á 75 höggum fyrir hringinn. Það verður gaman að leika í lokarás- hópnum, alltaf gaman að vera í sviðsljósinu,“ sagði Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG léttur að loknum Axel setti vallarmet með frábæru golfi í fyrsta hring. Alfreð Brynjar var í toppbaráttunni allan tímann. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.