Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 37

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Qupperneq 37
Vel tekið á móti áhorfendum á Hólmsvelli Það var svo sannarlega vel tekið á móti þeim áhorfendum sem lögðu leið sína á Íslandsmótið í höggleik á Hólmsvelli í Leiru. Securitas og Eimskip reistu vegleg veislutjöld við klúbbhúsið á Hólmsvelli þar sem keppendum og áhorfendum var boðið að líta við og þiggja veitingar. Hægt var að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu í sófum í tjöldunum og tók starfsfólk vel á móti gestum. Fjölmargir nýttu sér gestrisni þessara fyrirtækja sem er vonandi vísir að því að fleiri fyrir- tæki kynni þjónustu sína með þessum hætti í Íslands- mótum á komandi árum. Klippt á beina útsendingu Íslandsmótsins - Útvarps- stjóri baðst afsökunar Mikil óánægja var á meðal íslenskra golfáhuga- manna eftir að útsendingu RÚV frá Íslandsmótinu í höggleik var slitið á hápunkti mótsins á loka- hringnum. Aðeins tvær holur voru eftir af mótinu þegar útsendingu var slitið og var þá gríðarleg spenna í mótinu í karlaflokki. Keppni hafði frestast talsvert vegna veðurs og því náðu keppendur ekki að ljúka leik fyrir kl. 19 þegar fréttatími RÚV hefst. RÚV tók þá ákvörðun að slíta útsendingu frá Íslands- mótinu fyrir fréttatímann. „Það var mikil óánægja hjá Golfsambandinu og kylfingum almennt að útsending skyldi enda á þessu augnabliki. Við hefðum þurft 20-25 mínútur lengri tíma til að geta klárað mótið,“ sagði Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir að RÚV hafi tekið rétta ákvörðun með að slíta útsendingu en tveir slæmir kostir hafi verið í stöðunni. „Það sköpuðust mjög óvenjulegar og óheppilegar aðstæður. Á venjulegum degi hefðum við frestað útsendingu fréttatímans þar til að leik lyki. Aðstæður voru hins vegar svo að það væri illa gerlegt að fresta útsendingu vegna atburðanna í Noregi. Ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun af tveimur vondum kostum. Við lærum af þessari reynslu og reynum að tryggja að útsendingu verði haldið áfram á netinu þegar svona staða kemur upp,“ sagði Páll Magnússon, út- varpsstjóri.Eimskip og Securitas buðu gestum í veitingar og tjaldastemmningu. Gylfi Kristinsson, mótsstjóri, Sigurður Garðarsson, formaður GS og Hörður Þorsteinsson á 18. flöt í veðurathugunum. Leik var frestað fram til kl. 13 lokadaginn vegna veðurs. Sjónvarpsgræjur um allan völl. Sýnt var beint frá mótinu síðustu tvo dagana. Um 70 til 100 sjálfboðaliðar unnu við mótið alla dagana. Aðstæður: Hólmsvöllur í Leiru var í afar góðu ásigkomulagi í Íslandsmótinu í höggleik. Flatirnar voru frábærar og iðagrænar. Sökum lítillar vætu í sumar hafði karginn hins vegar ekki vaxið mikið og því var völlurinn e.t.v. auðveldari en oft áður. Veður spilaði stóra rullu í mótinu eins og svo oft áður í Íslandsmóti. Veður var gott fyrstu tvo keppnis- dagana en mikill vindur setti sitt mark á mótið í síðari hluta mótsins. Sigurvegarar: Axel Bóasson úr Keili (65-71-76- 74=286 -2) og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR (72-70-74-80=296 +8). Bestu skorin: Í karlaflokki; Axel Bóasson úr Keili, 65 högg. Í kvennaflokki; Tinna Jóhannsdóttir úr Keili, 69 högg. Högg mótsins: Axel Bóasson úr Keili á högg mótsins. Hann setti niður frábært pútt fyrir erni á lokaholunni í mótinu við gríðarlegan fögnuð áhorfenda og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Axel sló frábæru höggi með 8-járni inn á flöt af um 190 metra færi og setti sig í frábæra stöðu. Pútt hans af sjö metra færi hreinlega steinlá í holunni. Vendipunkturinn: Í karlaflokki má sjá að vendipunkturinn í mótinu hafi verið þegar Axel Bóasson fékk fugl á 15. holu á lokahringnum og hrökk í gang eftir að hafa verið í vandræðum á hringnum. Hann stóðst pressuna frá Kristjáni Þór og tryggði sér að lokum sigur í mótinu. Í kvennaflokki má sjá að vendipunkturinn hafi verið þau meiðsli sem Tinna Jóhannsdóttir úr Keili varð fyrir á fyrsta hring. Tinna mætti í mjög góðu formi í mótið en ljóst er að meiðslin settu stórt strik í reikninginn hjá Íslandsmeistaranum fyrrverandi sem varð að sætta sig við annað sætið. Ummæli mótsins: „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég fór að því að komast í gegnum þetta Íslandsmót. Annað hvort er ég svona hrikalega þrjóskur eða bara heimskur að hafa klárað mótið,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr GOS sem lék bakveikur, á hálfri löppinni en hann lék með slitið liðband í mótinu og varð í 13. sæti. Mesta bæting á milli hringja: Í karlaflokki; Pétur Freyr Pétursson úr GR, fimmtán högg (90-75) . Í kvennaflokki; Stefanía Kristín Valgeirsdóttir úr GA, fjórtán högg (97-83). Auðveldasta og erfiðasta holan: Auðveldasta holan í mótinu var 18. holan sem er 474 metra löng par-5 hola. Meðalskor á holunni var 4,72 högg sem þýðir að margir kylfingar voru að vinna högg á holunni. Erfiðasta holan var aftur á móti Bergvíkin eða þriðja hola Hólmsvallar. Meðalskor á þessari 180 metra löngu holu var 3,91 högg að meðaltali sem undirstrikar hversu erfið holan er. Dómarar: Kristján Einarsson og Aðalsteinn Örnólfs- son. seinni 9 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.