Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 42

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 42
„Ég fór í mótið til að vinna það líkt og ég geri alltaf. Það er mjög skemmtileg tilfinning að vera Íslands- meistari. Ég fæ talsvert meiri athygli fólks sem ég hef aldrei talað við áður og það hefur verið mjög skemmtileg upplifun,“ segir Axel sem hóf leik af miklum krafti í mótinu og jafnaði vallarmetið á fyrsta hring með því að leika á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hann var reyndar í dauðafæri á að bæta vallarmetið en missti stutt pútt fyrir fugli á 18. holunni. Axel segir að undirbúningur sinn fyrir mótið hafi verið hefðbundinn. „Ég æfði ekkert öðruvísi en ég er vanur. Ég æfði vel stutta spilið og hugsaði um að vera öruggur fyrir innan hundrað metrana. Það reyndi á hausinn og ég reyndi að vera rólegur alla helgina. Ég var með lítil markmið á hverjum hring sem héldu mér á jörðinni og pössuðu að ég færi ekki fram úr sjálfum mér. Kvöldið fyrir lokahringinn þá hugsaði ég með sjálfum mér að ég ætti góðan möguleika á að verða Íslands- meistari með góðum hring. Ég átti samt ekkert erfitt með að sofna eða neitt slíkt.“ Fann fyrir pressunni Axel fór inn í lokahringinn með þriggja högga for- ystu. Um miðjan hring var Kristján Þór Einarsson úr GKj farinn að þjarma allverulega að Axel sem viðurkennir að hann hafi fundið fyrir pressunni sem fylgir því að vera í forystu þegar skammt var eftir. „Eftir að ég heyrði að Kristján væri að vinna niður forskotið þá þurfti ég eðlilega að fara að sækja. Ég fann fyrir pressunni. Það gekk lítið upp en eftir að ég fékk fugl á 15. holu þá var ég þess fullviss að ég myndi vinna mótið. Þar hrökk ég í gang og á næstu holum hugsaði ég ekki um neitt annað en að fá fugl til að klára mótið. Það er mjög sætur endir að vinna Íslandsmótið með að setja niður langt pútt fyrir erni og þetta var auðvitað frábært sjónvarpsefni. Ég vissi að ég mætti þrípútta til að verða Íslandsmeistari og ég hugsaði fyrst og fremst um að tryggja fuglinn. Það var mikill bónus að tryggja sér titilinn með þessu pútti.“ Högglengdin hjálpaði Axel vann skömmu fyrir Íslandsmótið keppnina Sleggjuna þar sem högglengstu kylfingar lands- ins keppa. Hann er fyrir vikið högglengsti kylfingur landsins og slær talsvert lengra en helstu and- stæðingar sínir. Axel segir að högglengdin hafi án efa hjálpað til á Íslandsmótinu í Leirunni. „Það er ekki spurning því það var nánast hægt að slá hvert sem er á Hólmsvelli í sumar. Það var lítill kargi á vellinum sem gaf mér líklega örlítið forskot. Ég nýtti mér þessar aðstæður,“ en var mikill vindur í seinni helmingi mótsins honum í hag? „Já og nei. Ég slæ auðvitað lengra en flestir en það þarf líka að slá beint í svona aðstæðum. Til að skora vel við svona aðstæður þá þarf maður að slá vel og ég gerði það í þessu móti. Þegar ég lít til baka þá var það sjálfstraustið sem var lykillinn að sigrinum. Hausinn á mér var í toppformi þessa fjóra daga og það er ekki spurning að það tryggði mér titilinn.“ Axel vann sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni í fyrsta móti sumarsins sem fram fór á Akranesi. Þar lék Axel gríðarlega vel og fékk hann þar mikið sjálfs- traust sem hann nýtti sér í Íslandsmótinu. „Það hjálpaði mér að vinna á Akranesi. Þar voru mjög erfiðar aðstæður en ég sýndi þar að ég get spilað vel í slíkum aðstæðum. Ég sló boltanum þar eins og engill og stutta spilið var frábært. Sigurinn gaf mér sjálfstraust.“ lykillinn að sigrinum Axel Bóasson úr Keili varð Íslandsmeistari með glæsibrag - Stefnir á atvinnumennsku „Að verða Íslandsmeistari var stór stund fyrir mig. Ég hafði sýnt það síðustu tvö ár að ég átti fullt erindi á meðal þeirra bestu og það að verða Íslandsmeistari hefur verið takmark hjá mér í svolítinn tíma. Ég byrjaði mjög vel og fyrsti hringurinn hjálpaði mér mikið,“ segir Axel Bóasson úr Keili sem varð Íslandsmeistari í höggleik með glæsibrag á Hólmsvelli í Leiru fyrr í sumar. Axel leiddi mótið frá upphafi til enda og sýndi að lokum frábær tilþrif á 18. holunni. Fyrst sló hann mögnuðu 180 metra höggi inn á flöt úr öðru höggi með 8-járni. Hann setti svo niður um sjö metra pútt fyrir erni og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Sjálfstraustið 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.