Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 43

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 43
43GOLF Á ÍSLANDI • Október 2011 Atvinnumennska á dagskrá eftir háskólanám Axel hóf í haust sitt annað ár við Mississippi State há- skólann í Bandaríkjunum þar sem hann stundar nám og keppir í háskólagolfinu. „Næstu þrjú ár er stór og mikill undirbúningur fyrir atvinnumennsku. Það er stóri draumurinn og eitthvað sem ég stefni að. Ég vil ná árangri á Evrópumótaröðinni, ekki bara komast í gegnum úr- tökumótið. Ég ætla að byrja á því að klára háskólann og sjá svo til hvar ég stend,“ segir Axel sem hefur unnið í því í sumar að fækka sprengjum á skorkortinu. „Ég var mjög stöðugur í sumar og var ekki að fá eins margar sprengjur og áður. Það var mun minna af tvöföldum skollum hjá mér í sumar en áður. Ég var einnig að pútta og slá mun betur af teig en ég hafði áður gert. Ég er að vinna í því núna að ná ennþá meiri stöðugleika og læra að slá meira með járni eða brautartré af teig til að staðsetja mig rétt. Þannig tel ég mig geta orðið stöðugri kylfingur og hef í kjölfarið kannski meiri möguleika þegar kemur að erfiðari völlum. Það sem ég þarf að bæta í vetur er leikskipulagið og hafa meiri trú á því sem ég er að gera, sama hvað bjátar á,“ sagði Íslandsmeistarinn að lokum. Axel á 60 sekúndum: Klúbbur: Keilir Forgjöf: -1,6 Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool Dræver: TaylorMade T11 Uppáhalds golfhola: 11. holan á Hvaleyrarvelli. Falleg hola og auðvelt að slá inn á flöt úr teighögginu. Besta skor: 65 högg á Hólmsvelli í Leiru á fyrsta degi í Íslandsmótinu 2011 Uppáhalds golfvöllur: Leiran og Hvaleyrarvöllur Besta höggið á ferlinum: Lokapúttið á 18. holu í Íslandsmótinu Högglengd með dræver: 290 metrar Axel fær meistaratolleringu. Axel á tjarnarbrún á 13. braut. Axel fær aðstoð frá Jódísi systur sinni í boltaveiðum. Axel í glompu. Á stóru myndinni er kappinn í lokapúttinu sem fór ofan í fyrir erni og titillinn var tryggður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.