Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 46

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 46
EIMSKIPS mótaröðin Íslandsmótið í holukeppni fór fram um miðjan ágúst á Strandarvelli á Hellu. Mótið fer fram með því sniði að 32 efstu kylfingarnir á stigalista karla á Eimskips- mótaröðinni er skipt niður í átta fjögurra manna riðla þar sem leiknar eru þrjár umferðir. Einn kylfingur úr hverjum riðli komst í 8-manna úrslit. Ekki var riðlakeppni hjá konunum þar sem þátttaka var ekki nægjanleg og því hófust leikar í 16-manna úrslitum. Svo fór að lokum að þau Arnór Ingi Finnbjörnsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR báru sigur úr býtum eftir vel heppnað Íslandsmót. Nokkur þekkt nöfn duttu úr leik í karlaflokki eftir riðlakeppnina. Þar má helst nefna kylfinga líkt og Guðmund Ágúst Kristjánsson úr GR, Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR og Harald Franklín Magnús úr GR. Haraldur Franklín þótti sigurstranglegur fyrir mótið en gerði sig sekan um mistök þegar hann skráði sig ekki á settum tíma í mótið og fór fyrir í vikið í sterkan riðil með kylfingum líkt og Andra Þór Björnssyni úr GR og Guðjóni Henning Hilmarssyni úr GKG í stað þess að leika í riðli með minni spámönnum sökum góðrar stöðu sinnar á stigalistanum. Að auki fékk Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG ekki tækifæri á að verja titil sinn í mótinu í ljósi þess að hann hafði ekki leikið í móti á Eimskipsmótaröðinni í ár þrátt fyrir að hafa áhuga á að taka þátt. Gott gengi GR-inga GR-ingar voru fyrirferðamiklir í 8-manna úrslitum í karlaflokki en alls fimm kylfingar úr GR komast upp úr riðlakeppninni. Heimamaðurinn Andri Már Óskarsson úr GHR lagði Stefán Má Stefánsson úr GR, 1/0, í 8-manna úrslitum en Stefán var stigahæsti kylfingurinn á Eimskipsstigalistanum af þeim sem Ólafía Þórunn tryggði sér tvennuna með sigri Arnór Ingi braut ísinn á Hellu tóku þátt í mótinu. Andri Már lék á móti nafna sínum Andra Þór Björnssyni úr GR í undanúrslitum en Andri Þór fór illa með Arnar Snæ Hákonarson úr GR, 6/5 í leik sem lauk á 13. flöt. Í hinni undanúrslita- viðureigninni mættust GR-ingarnir Arnór Ingi Finn- björnsson og Þórður Rafn Gissurarson. Arnór mætti Helga Birki Þórissyni úr GSE í 8-manna úrslitum og hafði betur 2/0. Þórður Rafn mætti hins vegar Davíð Gunnlaugssyni úr GKj í 8-manna úrslitum og vann góðan 3/1 sigur. Það voru þeir Arnór Ingi og Andri Már sem tryggðu sér sæti í úrslitaleikinn í mótinu eftir undanúrslitin. Arnór Ingi lagði Þórð Rafn á meðan Andri Már hafði betur gegn Andra Þór eftir spennandi viðureign. Margir töldu Andra Má sigurstranglegri fyrir úrslita- leikinn í karlaflokki enda þekkir hann sinn heimavöll, Strandarvöll, betur en flestir. Keppni þeirra var geysilega spennandi og þegar þrjár holur voru eftir átti Arnór Ingi tvær holur og var í vænlegri stöðu. Andri sótti þá af krafti og náði að jafna metin með að vinna tvær holur í röð og fyrir lokaholuna var leikur þeirra jafn. Þeir fengu báðir par á 18. holunni og því þurftu þeir að fara í bráðabana um Íslands- meistaratitilinn. Fyrsta holan á Strandarvelli var leikin aftur og tryggði Arnór sér sigurinn með að setja niður gott pútt fyrir fugli eftir að hafa leikið holuna einstaklega vel. Andri Már var ekki langt frá því að setja niður um fimm metra pútt fyrir fugli en varð að játa sig sigraðan þegar tveggja metra pútt Arnórs fór í miðja holu fyrir sigri. Um leið tryggði Arnór Ingi sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni. Andri Þór Björnsson úr GR tryggði sér þriðja sætið í mótinu eftir að hafa lagt Þórð Rafn Gissurarson úr GR að velli, 1/0. Andri Már hefur leikið vel í sumar. Hann var nálægt því að vinna holutitilinn á heimavelli. Arnór og Ólafía fögnuðu sigri. Íslandsmótið í holukeppni 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.