Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 50

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 50
EIMSKIPS mótaröðin Meistaraframmistaða Stefáns á Urriðavelli Keppnistímabilinu á Eimskipsmótaröðinni lauk á Urriðavelli með Chevrolet mótinu sem fram fór 3.-4. september. Líklega hefði ekki verið hægt að biðja um betri aðstæður í mótinu því einmuna veður- blíða ríkti á meðan á mótinu stóð og skein sólin glatt. Urriðavöllur var jafnframt í frábæru ásigkomulagi og hefur völlurinn sjaldan litið betur út. Leiknar voru 54 holur í mótinu á tveimur keppnisdögum og voru leiknar 36 holur á fyrri keppnisdegi. Fyrir mótið var spenna bæði í karla- og kvennaflokki um stigameistaratitilinn og því mikið undir. Stefán Már Stefánsson úr GR og Sunna Víðisdóttir úr GR fóru með sigur af hólmi í mótinu eftir frábæra frammistöðu og tryggðu þar með Golfklúbbi Reykjavíkur tvöfaldan sigur. Með sigrinum tryggði Stefán sér jafnframt stigameistaratitilinn. Það var boðið upp á fín skor á fyrri keppnidegi og voru þeir Stefán Már, Sigurjón Arnarsson úr GR og Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG efstir og jafnir eftir fyrsta hring á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari Urriðavallar. Kjartan Dór Kjartansson úr GKG lék einnig vel á fyrsta hring eða á 68 höggum og Andir Þór Björnsson úr GR var í 5. sæti eftir fyrsta hring á 69 höggum alls léku sjö kylfingar undir pari á fyrsta hring. Lokastaða í karlaflokki: 1. Stefán Már Stefánsson GR 67-66-71=204 -9 2. Haraldur Franklín Magnús GR 71-70-70=211 -2 3. Andri Már Óskarsson GHR 73-73-67=213 par 4. Guðjón Henning Hilmarsson GKG 67-73-74=214 +1 5. Arnar Snær Hákonarson GR 70-73-73=216 +3 6.-8. Davíð Gunnlaugsson GKj 73-71-74=218 +5 6.-8. Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 73-70-75=218 +5 6.-8. Nökkvi Gunnarsson NK 70-73-75=218 +5 9. Helgi Birkir Þórisson GSE 77-71-71=219 +6 10.-11. Rúnar Arnórsson GK 77-73-70=220 +7 10.-11. Tryggvi Pétursson GR 73-73-74=220 +7 Stefán Már sýndi hvað í honum býr á öðrum hring þegar hann lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann náði þar með afgerandi forystu í mótinu á samtals níu höggum undir pari. Helstu keppinautar hans misstigu sig á öðrum hring og hafði Stefán Már sjö högga forystu á Guðjón Henning fyrir lokahring- inn en Guðjón lék annan hringinn á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Haraldur Franklín Magnús úr GR náði að vinna sig upp í þriðja sætið í mótinu eftir að hafa leikið annan hringinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Haraldur sneri sig á ökkla á öðrum hring og lék sárkvalinn síðustu holurnar. Hann náði þó að ljúka hringnum með glæsibrag. „Ég sló mjög vel og hélt boltanum í leik. Púttin duttu loksins niður hjá mér og ég setti alveg niður helling af fuglum. Púttin hafa ekki alveg verið að detta hjá mér í sumar en í dag gekk allt upp og það var gaman að pútta á flötunum sem voru mjög góð,“ sagði Stefán eftir fyrri keppnisdag en hann fékk tólf fugla og einn örn á fyrstu tveimur hringjunum. Sigur Stefáns aldrei í hættu Það getur oft verið erfitt fyrir kylfinga að fara inn í lokahringinn með góða forystu enda falla margir kylfingar á eigin bragði þegar þeir reyna að verja forystuna. Stefán Már féll þó alls ekki í þá gildru því hann hóf leik á þriðja hring með látum. Hann fékk fugl á fyrstu tvær holurnar og var um leið kominn með níu högga forystu þegar sextán holur voru eftir. Stefán gat leyft sér að slaka aðeins á það sem eftir lifði hringsins og lauk hann hringnum á 71 höggi eða pari vallarins. Það tryggði honum glæsilegan sjö högga sigur í mótinu og einnig stigameistaratitilinn eftirsótta. Haraldur Franklín Magnús úr GR varð annar á samtals tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið lokahringinn á 70 höggum. Haraldur átti góðu gengi að fagna í sumar og varð annar á stigalista Eim- skipsmótaraðarinnar. Andri Már Óskarsson úr GHR vann sig upp í þriðja sætið með hring upp á 67 högg eða fjögur högg undir par. Stefán Már: „Gott að komast aftur á sigurbraut“ „Það er mjög gaman að vinna sigur í þessu móti og verða í kjölfarið stigameistari. Ég spilaði frábærlega á fyrri keppnisdegi og náði þar með góðri forystu á aðra kylfinga. Ég kom afslappaður inn í lokahringinn og er mjög sáttur með hvernig ég lék í mótinu,“ sagði sigur- vegarinn Stefán Már Stefánsson úr GR eftir frækinn sigur á Urriðavelli. Stefán vann þar með sinn annan sigur á Eimskipsmótaröðinni en áður hafði hann unnið í Vestmannaeyjum árið 2007. Stefán hefur verið meðal fremstu kylfinga landsins undanfarin ár og sýndi hvað í honum býr á Urriðavelli. „Það er alltaf gaman að vinna og gott að komast aftur á sigurbraut. Ég hef nokkrum sinnum verið nálægt sigri í sumar en þetta small loksins undir lokin. Þetta gefur mér væntanlega aukið sjálfstraust. Árangurinn hjá mér í sumar hefur verið fínn. Ég byrjaði vel en það kom smá lægð hjá mér í kringum Íslandsmótið. Ég náði þó alltaf að halda mér í kringum topp-10 á mótaröðinni. Minn helsti veikleiki hafa verið púttin en ég og Brynjar (Eldon Geirsson) þjálfarinn minn höfum unnið markvisst í þeim og það er að skila sér.“ Stefán Már í sveiflu á Urriðavelli og Haraldur Franklín sem varð annar. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.