Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 62
Unglingar
holukeppnin
Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Hamars-
velli í Borgarnesi í lok júlí. Hart var barist í öllum
flokkum um þennan eftirsótta Íslandsmeistaratitil.
Í piltaflokki var það heimamaðurinn Bjarki Péturs-
son úr GB sem fagnaði sigri eftir að hafa lagt Pétur
Aron Sigurðsson úr Leyni á Akranesi í úrslitaleik
með miklum yfirburðum 7/5. Í leiknum um þriðja
sætið hafið Björn Öder Ólason betur gegn Gísla Þór
Þórðarsyni eftir bráðabana.
ÚRSLIT:
Stelpnaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR
2. Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK
3. Saga Traustadóttir GR
4. Harpa Líf Bjarkadóttir GK
Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Gísli Sveinbergsson GK
2. Birgir Björn Magnússon GK
3. Theódór Ingi Gíslason GR
4. Kristófer Orri Þórðarson GKG
Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Anna Sólveig Snorradóttir GK
2. Sara Margrét Hinriksdóttir GK
3. Særós E. Óskarsdóttir GKG
4. Hanna María Jónsdóttir GK
Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Kristinn Reyr Sigurðsson GR
2. Aron Snær Júlíusson GKG
3. Ísak Jasonarson GK
4. Stefán Þór Bogason GR
Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK
2. Sunna Víðisdóttir GR
3. Saga Ísafold Arnarsdóttir GK
4. Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK
Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Bjarki Pétursson GB
2. Pétur Aron Sigurðsson GL
3. Björn Öder Ólason GO
4. Gísli Þór Þórðarson GR
Þrír titlar til Keilis á Íslands-
mótinu í holukeppni
ARION banka
mótaröðin
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var óstöðvandi í
stúlknaflokki í sumar og vann hún fjórða sigur sinn í
sumar í jafnmörgum mótum í Borgarnesi. Hún lagði
Sunnu Víðisdóttur úr GR í úrslitaleik 3/1. Saga Arnars-
dóttir úr Keili lagði Högnu Knútsdóttur úr Keili í leik
um þriðja sætið 2/1.
Í drengjaflokki var hart barist um sigurinn og mætt-
ust Kristinn Reyr Sigurðsson úr GR og Aron Snær
Júlíusson úr GKG í úrslitaleik. Leikur þeirra fór alla leið
á 18. holu þar sem Kristinn hafði betur, 2/0. Í leik um
þriðja sætið hafði Ísak Jasonarson úr Keili betur gegn
Stefáni Bogasyni úr GR.
Í telpnaflokki vann Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili
góðan sigur eftir öruggan 7/6 sigur á Söru Margréti
Hinriksdóttur úr Keili í úrslitaleik. Bráðabana þurfti til
að knýja fram úrslit um þriðja sætið í þessum flokki
en þar hafði Særós Óskarsdóttir úr GKG betur gegn
Hönnu Maríu Jónsdóttur úr Keili.
Gísli Sveinbergsson úr Keili heldur áfram góðu gengi
sínu í sumar og sigraði í sínu þriðja móti í sumar
með því að leggja Birgi Björn Magnússon að velli,
2/1, í strákaflokki. Í leiknum um þriðja sætið hafði
Theódór Ingi Gíslason úr GR betur gegn Kristófer Orra
Þórðarsyni úr GKG, 2/1. Ragnhildur Kristinsdóttir úr
GR vann auðveldan sigur í stelpuflokki eftir að hafa
lagt Þóru Kristínu Ragnarsdóttur úr Keili í úrslitaleik.
Saga Traustadóttir úr Keili náði svo þriðja sætinu.
Myndir: Helga Björnsdóttir.
Þrír efstu í piltaflokki,
Pétur, Bjarki og Björn.
Þrjár efstu í stúlknaflokki,
Sunna, Guðrún og Saga.
Þrír efstu í drengjaflokki,
Aron, Kristinn og Ísak
Þrjár efstu í telpnaflokki,
Særós, Anna og Sara.
Ragnhildur vann í
stelpnaflokki.
Gísli Sveinbergsson
sigraði í strákaflokki.
Glæsileg stemmningsmynd
frá Hamarsvelli.
62