Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 70

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 70
Ragnar Már Garðarsson úr GKG fór með sigur af hólmi í Unglingaeinvíginu sem fram fór í lok ágúst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Ragnar hafði betur gegn Gísla Sveinbergssyni í einvígi á 9. holu eftir að þeir fengu báðir skolla á lokaholuna. Í einvíginu fóru þeir Ragnar og Gísli 60 metra frá holu og stæði sá uppi sem sigur- vegari sem nær yrði holunni. Ragnar reyndist nær og fagnaði því góðum sigri. Alls komust tíu kylfingar í úrslit í mótinu í þremur aldursflokkum. Bjarki Pétursson úr GB varð þriðji og Óðinn Þór Ríkharðsson úr GKG varð fjórði. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili, sem átti titil að verja, féll úr keppni á 4. holu eftir einvígi. „Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Þetta var mjög spennandi á lokaholunum og var erfitt að fara í einvígi í lokin,“ sagði Ragnar eftir sigurinn. „Þessi sigur er hápunktur sumarsins. Ég byrjaði ekkert sérstaklega vel en eftir því sem liðið hefur á sumarið, þá hef ég fundið taktinn. Loksins fóru púttin að detta hjá mér. Sumarið hefur verið mjög fínt og ég er mjög sáttur með árangur minn í ár.“ Kalt var á Hlíðavelli þegar mótið fór fram en það kom ekki í veg fyrir að okkar ungu og efnilegu kylfingar sýndu glæsileg tilþrif. Þetta er í sjöunda sinn sem mótið fer fram og var sýndur sjónvarpsþáttur um mótið á Stöð 2 Sport. Mótið verður að sjálfsögðu á sínum stað á næsta ári og er það búið að festa sig í sessi sem eitt af eftirsóknarverðustu mótum ársins hjá yngri kylfingum landsins. Lokaúrslit: 1. Ragnar Már Garðarsson GKG 2. Gísli Sveinbergsson Keili 3. Bjarki Pétursson GB 4. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 5. Geir Jóhann Geirsson GKj 6. Ísak Jasonarson Keili 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir Keili 8. Guðni Valur Guðnason GKj 9. Kristófer Orri Þórðarson GKG 10. Gísli Þór Þórðarson GR Ragnar Már fagnaði sigri í Unglingaeinvíginu Keppendurnir tíu sem komust í úrslit. T.h. er Ísak Jasonarson á teig. Að ofan er Gísli Sveinbergsson í úrslitavippinu gegn Ragnari.. Ragnar Már í sveiflu að ofan og svo með glæsileg verðlaunin. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.