Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 75

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Síða 75
75GOLF Á ÍSLANDI • Október 2011 Við lærum golfsveifluna á nákvæmlega sama hátt þar sem við náum góðum tökum á einföldum grunnatriðum áður en kennslunni er haldið áfram. Töfrar Myalins Þar sem heilinn gerir engan greinarmun á réttri eða rangri hreyfingu er mikil- vægt að framkvæma hreyfinguna rétt frá upphafi. Best er að láta kylfur og kúlur í friði og framkvæma hreyfinguna löturhægt fyrir framan spegil til að tryggja það að hún sé framkvæmd á réttan hátt. Það tekur heilann ca. 100 réttar endurtekningar til þess að byrja að mynda nýja boðleið á milli tauga og vöðva sem er grunnurinn fyrir þessari nýju hreyfingu. Þegar boðleiðin er mynduð getur kylfingurinn framkvæmt hreyfinguna rétt með því að gera hana hægt og hefst þá Myalin fasinn. Myalin er efni sem myndast í líkamanum þegar við endurtökum sama hlut- inn aftur og aftur og vefst utan um taugaboðleiðina eins og einangrun. Því fleiri endurtekningar því betur einangrast boðleiðin og boðin komast hraðar á milli heila og vöðva og hreyfingin verður nákvæmari. Það tekur kylfinginn 3000-5000 réttar endurtekningar að festa hreyfingu í vöðvaminni. Þjálfun Ef kylfingurinn eyðir ca. 30 mínútum á dag í endurtekningar á hreyfingunni, byrjar hægt í uppréttri stöðu og byggir síðan ofan á með því að færa sig niður í golfstöðuna og að lokum er hægt að framkvæma þetta á fullum hraða. Þegar hingað er komið til sögunnar er kylfunni bætt inn í ferlið og endurtekningum haldið áfram þangað til kylfingurinn getur framkvæmt hreyfinguna á fullum hraða þó að truflun að einhverju leyti eigi sér stað og getum við sagt að hreyfingin sé komin inn í vöðvaminnið. Ef kylfingurinn fer á æfingasvæðið með það að leiðarljósi að þvinga fram breytingu með því að slá bolta mun það ekki virka því heilinn gerir engan greinarmun á því sem er rétt eða rangt. Það sem gerist er að kylfingurinn heldur áfram að styrkja villuna og hlaða Myalini utan um þá boðleið. Leiðin út úr þessu er einföld og þarf að byrja á einföldum hreyfingum sem gerðar eru löturhægt til að tryggja að þær séu framkvæmdar á réttan hátt. Síðan er hlaðið ofan á með nýrri hreyfingu eða hraði aukinn. Höfundur að nafni Daniel Coyle skrifaði bók sem heitir „The Talent Code“ þar sem hann fer í gegnum hver sé munurinn á þeim sem eru góðir og þeim sem skara fram úr í sinni grein. Formúlan er alltaf sú sama og það eru engar styttri leiðir að árangri. Í þessari bók nefnir hann tvö dæmi: Er tilviljun að lítill tennisskóli langt úti í sveit í Rússlandi framleiðir fleiri heimsstjörnur í kvennatennis en allir bandarískir tennisskólar sameinaðir. Það er heldur engin tilviljun að Julliard skólinn í Bandaríkjunum framleiðir heimsklassa tónlistarfólk sem skarar langt fram úr öllum hinum. Eins og góður maður sagði „Rétt æfing skapar meistarann“ og vertu Myalinfíkill. Lélegur í golfi?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.