Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 79
Þegar Clarke spilar vel og sveiflan er í góðu
lagi, þá endar kylfan í þessari stöðu, bak við
höfuð hans. Ef hendurnar fara að taka of
mikinn þátt í sveiflunni gegnum boltann þá
endar kylfan í lægri stöðu en hér sést.
LOKASTAÐAN Í RÓ
Það er góð venja að koma til baka í þessa stöðu
hér að ofan. Svona gerir Tom Watson oft og
tíðum, og það eru fáir kylfingar betri í að hafa
stjórn á boltanum í slæmu veðri. Þessi staða
er í góðu jafnvægi, það er ró yfir höndunum
og eina leiðin til að ná þessari stöðu er að hafa
haft góða stjórn á kylfuhausnum í gegnum
sveifluna. Annar góður kylfingur sem gerir
þetta er Montgomerie - hann lítur alltaf út
fyrir að geta stungið kylfuendanum í vinstri
buxnavasann.
EINFALDAR HREYFINGAR:
LYKILLINN AÐ VELGENGNI
Lokastaðan eftir „punch“, eða lágt högg gegn vindinum. Darren framkvæmir
svona högg meistaralega vel, og ég held að þessi hæfileiki hafi skilað honum
sigri á Opna breska. Tveimur vikum áður sagði ég honum að nota þetta högg
í París, síðan í Skotlandi og að lokum á Opna, en hann var ekki alveg sáttur við
það. Stundum er eins og Darren trúi því ekki að svona einföld sveifla geti verið
lykillinn að því að honum gangi vel. Hann vill gera hlutina flókna. Hann spyr
alltaf hvað sé næst, jafnvel þótt það sé ekkert „næst“. Hann notaði ekki „punch“
höggið á mótinu í Frakklandi og varð reiður þegar hann komst ekki í gegnum
niðurskurðinn. Hann varð heldur ekkert ánægður í Skotlandi, þegar hann spilaði
þriðja hringinn á 75. Eina ástæðan fyrir því að hann notaði þetta högg á St.
Georges, var að veðrið bauð ekki upp á annað. Hann neyddist semsagt til að spila
eins og hann spilar best. En á æfingum finnst honum gaman að slá þetta högg.
Stutta sveiflan þýðir að hann hefur góða stjórn á boltafluginu. Um leið og boltinn
fer of hátt, verður Darren óánægður, því hann hefur þá ekki eins góða stjórn á
fjarlægðinni.
79