Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 80
ÞRJÚ
LYKILATRIÐI Í
SVEIFLU CLARKES
1. HAFÐU ENDANN Á SKAFTINU
BEINT FYRIR OFAN BOLTANN Í
UPPHAFSSTÖÐUNNI
Darren heldur að hann sé með
sterkt grip, en það er ekki rétt.
Hann hefur þann slæma ávana
að færa hendurnar aftur fyrir
boltann áður en sveiflan hefst.
Það leiðir til allskonar vandamála.
2. HALTU HÆGRI
MJÖÐM STÖÐUGRI
Þegar Darren snýr hægri mjöðm
aðeins aftur, í stað þess að hún
færist til hægri, þá er hann mun
stöðugri í toppi baksveiflunnar.
3. BEINAR AXLIR FYRIR
BETRA HÖGG
Þegar hann slær slæmt högg, þá
hefst sveiflan hjá Darren með
því að axlir hans eru lokaðar;
næstum því eins og baksveiflan
sé byrjuð í upphafsstöðunni. Það
sem gerist síðan er að hann snýr
ekki upp á líkamann og beitir bara
höndunum. Stilltu þér rétt upp,
þannig að líkamshlutar þínir vinni
saman í gegnum höggið.
G O L F
Clarke
Á TOPPI BAKSVEIFLUNNAR:
STÖÐUGIR FÆTUR SKAPA KRAFT
Darren er mjög góður í því að komast í rétta stöðu á toppi
baksveiflunnar. Hægri olnboginn er algjörlega á réttum stað
á þessari mynd og kylfan er í hárréttri stöðu. Væri ég Darren,
léti ég stækka þessa mynd og hengja upp heima hjá mér. En
það mikilvægasta er krafturinn, eða mótstaðan, sem hann
hefur byggt upp í fótleggjunum. Þegar Darren sveiflar illa, þá
er fótastaðan ekki eins góð og á myndinni, því hann hefur leyft
hægri mjöðm að færast frá skotmarkinu og hefur þess vegna
misst spennuna. Hér eru mjaðmirnar beinar á meðan axlirnar eru
næstum hornréttar. Vel gert.
80