Golf á Íslandi - 01.10.2011, Page 88
Íslenska landsliðið skipað kylfingum 70 ára og eldri
varð í 8. sæti á Evrópumeistaramótinu sem fór fram
í Bonn, Þýskalandi í ágúst. Þeir Sigurjón R. Gíslason,
Jens Karlsson, Páll Bjarnason, Helgi Hólm, Hans Jakob
Kristinsson og Pétur Elíasson skipuðu liðið en liðs- og
fararstjóri var Sveinn Sveinsson stjórnarmaður í LEK.
Í mótinu var leikin punktakeppni og því eru kylfingar
í liðinu með mismunandi forgjöf. Spánverjar eru
Evrópumeistarar en þeir hlutu alls 286 punkta í
mótinu en íslenska liðið 264 punkta.
Á fyrsta keppnisdegi var leikinn fjórleikur, á öðrum
degi greensome og tvímenningur á lokadegi. Punkta-
fjöldi tveggja bestu gilti í fyrstu tveimur umferðunum
en fjórar bestu frammistöðurnar af sex á lokadeg-
inum.
Hluti verðlaunahafa
í 50 ára
kvennaflokki.
Verðlaunahafar í
kvennaflokki 70 ára
og eldri
Góður árangur
hjá þeim gömlu
í Þýskalandi
Reffilegir karlar, f.v.: Sveinn, Jens, Páll, Helgi,
Hans, Sigurjón og Pétur.
Hans, Páll og Sveinn með
erlendum keppnisfélögum.
Jens og Sigurjón léku
vel á öðrum degi.
Helgi Hólm á
góðri stund með
tveimur erlendum
öldungum.
Sveinn liðsstjóri ánægður
með sína menn.
88