Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 90

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 90
Golfklúbbur Selfoss var stofnaður 24. janúar 1971. Fyrsti formaður klúbbsins var Marteinn Björnsson. Fyrsti völlur klúbbsins var við Engjaveg á Selfossi, sex holur. Þar er núna tjaldsvæði og gistiaðstaða fyrir gesti Selfyssinga. Ekki var hljómgrunnur hjá yfirvöldum Selfosshrepps að setja meira land undir golfvöll og sáu klúbbsmeð- limir að framtíð klúbbsins væri annars staðar. Sigurfinnur Sigurðsson varð formaður 1973 og sat í 8 ár, eða þar til að klúbburinn flutti í Alviðru undir Ingólfsfjalli, ekki langt frá Sogsbrú. Ingólfur Bárðarson varð formaður 1981 og gegndi því starfi í þrjú ár. Sama ár byrjuðu klúbbmeðlimir að spila golf á 9 holu velli í Alviðru, sem þeir mótuðu þar. Dvölin varð ekki löng í Alviðru, þar sem Alviðrunefnd, eigandi að jörðinni á móti Selfosskaupstað, sagði upp samningi við golf- klúbbinn 1. maí 1985. Þá hafði tekið við forystuhlut- verkinu Samúel Smári Hreggviðsson og var hann formaður í 6 ár. Árið 1985 var klúbburinn landlaus og samdi við Golfklúbb Hellu um að nota þeirra völl sem heimavöll. Veturinn 1985 til 1986 náðist samningur við eigendur Laugardæla, Kaupfélag Árnesinga, um afnot af landi undir golfvöll í landi þeirra að Svarfhóli, austan Selfoss og meðfram Ölfusá. Samningurinn var til 30 ára, sem mönnum þótti á þeim tíma mjög langur leigutími. Það var því á vormánuðum 1986 sem félagar í golfklúbbnum hófu að gera sinn þriðja golfvöll og hófust klúbbfélagar handa við að útbúa teiga, brautir og flatir. Einnig var byggður golfskáli, sem lokið var við að innrétta á næstu árum. Mikið sjálfboðaliðastarf var lagt fram af félgsmönnum og gekk vel að byggja upp völl, hús og aðra aðstöðu á staðnum. 1984 er kosinn í stjórn Gunnar Kjartansson, sem átti eftir að vera sá einstaklingur, sem mest vann í að byggja upp golfvöllinn eins og hann er í dag. Gunnar sem lengst af starfaði sem formaður Vallarnefndar lagði oft nótt við dag í sjálboðaliðavinnu og voru jóladagar ekki undanskildir. Aðrir klúbbmeðlimir voru einnig mjög duglegir við að leggja hönd á plóg svo verkið mætti takast vel og vinnast á sem skemmstum tíma. 1987 eru kosnar í stjórn þær Valey Guðmunds- dóttir og Kristín Pétursdóttir fyrstar kvenna. Golf á Selfossi í fjörutíu ár 1990 tók við formennsku í klúbbnum Guðmundur H. Eiríksson og ríkti í þrjú ár. Af honum tók við keflinu Jón Ágúst Jónsson árið 1993 og sat í formannsstóli í sex ár. Á því tímabili fór fram mikil uppbygging á vellinum. 1997 var vökvunarkerfi lagt í völlinn, sem skipt hefur sköpum á þurrum sumrum. Sumarið 1999 voru teknar í notkun 5 nýjar flatir, teigar voru lagaðir, brautum breytt og þær lengdar. Völlurinn var þá for- maður í það mót, sem við þekkjum í dag. Guðmundur Búason varð formaður þetta árið og það næsta. 2001 var Grímur Arnarson kosinn formaður klúbbsins og stjórnaði hann í fimm ár. Guðjón Öfjörð Einarsson var ráðinn framkvæmda- stjóri í fullt starf og var það í fyrsta skipti í sögu klúbbsins. Klúbbfélögum fjölgaði töluvert í tíð Guð- jóns. Bárður Guðmundarson tók við formennsku 2006 og er í því embætti í dag. 2008 fóru fram breytingar á annarri og þriðju brautum vallarins. Klúbburinn missti hluta af leigu- landi sínu undir gatna- og lóðaframkvæmdir. Byggð var upp ný flöt á annarri braut og þriðja braut var stytt úr par 4 í par 3. Björn Ólason var ráðinn sem vallarstjóri í fullt starf, en það hafði ekki verið gert áður. Félagar í Golfklúbbi Selfoss hafa tekið þátt í starfi á vegum Golfsambands Íslands eftir því sem tilefni hefur gefist og var Samúel Smári Hreggviðsson í stjórn sambandsins í 10 ár. Tveir félagar í Golfklúbbi Selfoss hafa verið sæmdir gullmerki Golfsambands Íslands, þeir Ingólfur Bárðarson og Samúel Smári Hreggviðsson. Heiðursfélagar Golfklúbbs Selfoss hafa verið út- nefnd eftirtalin: Kolbeinn I. Kristinsson, Þorbjörg Sigurðardóttir, Ingólfur Bárðarson, Sveinn J. Sveins- son, Sigurfinnur Sigurðsson og Árni Guðmundsson. Hlynur Geir Hjartarson var ráðinn framkvæmdarstjóri klúbbsins í ársbyrjun 2011, en klúbburinn hefur verið án framkvæmdarstjóra í nokkur ár. Helstu breytingar í starfi klúbbsins á síðustu árum er fjölgun barna og unglinga. Gylfi Sigurjónsson og Hlynur Geir Hjartarson eiga heiðurinn af því ásamt Barna- & unglinganefnd GOS undir forystu Öldu Sigurðardóttur. Klúbbmeistarar hafa verið krýndir frá 1973, en þá vann Ingólfur Bárðarson eins og oft síðar. Oft sjást á klúbbmeistaralistum nöfn Gríms Arnarsonar, Kjartans Gunnarssonar, Hjartar L. Péturssonar og Hlyns G. Hjartarsonar. Fyrsti skráði klúbbmeistari kvenna er Valgerður Jóhannsdóttir 1976, en nöfn Ástu Jósefs- dóttur, Kristínar Stefánsdóttur og Öldu Sigurðardóttur koma oft fyrir á klúbbmeistaralista kvenna. K L Ú B B A fréttir Fyrsta stjórn GOS: Guðjón Sigur- karlsson, Marteinn Björnsson og Helgi Björgvinsson 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.