Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 98

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 98
Búið er að stofna Golfklúbb Brautarholts og sækja um aðild að ÍBR og GSÍ. Bjarni Pálsson sem er aðal landeigandinn var kosinn fyrsti formaður klúbbsins. Verið er að taka ákvörðun um fyrirkomulag golf- skála um þessar mundir, væntanlega verður í byrjun notast við færanleg hús fyrir golfskála. Frekari stækkun vallarins mun ráðast af aðsókn á völlinn, en búið er að taka frá land og hanna 18 holu golfvöll ásamt æfingasvæði. Búið er að hanna níu brautir og þær liggja í klettaborgum og í síbreytilegu sjónarspili landslags meðfram ströndinni og sumar alveg niður í fjöru- borðið. Kylfingar munu fá stórbrotna náttúruna beint í æð og lagning brauta á seinni helmingi vallarins sem er að verða tilbúinn hefur tekist mjög vel. Við hönnun vallarins var haft að leiðarljósi að leggja hann í landið og hafa ósnert rými umhverfis brautir og nýta eiginleika umhverfis sem nátt- úrulegar hindranir. Tekin var ákvörðun um að hefja framkvæmdir á seinni níu holunum en fyrirhugað er að ljúka við 18 holur. Edwin Rögnvaldsson hannaði grunnskipulag vallarins en Brautarholtsmenn hafa haft Michael Kelly, bandarískan golfarkitekt, sem hefur komið víða við í hönnun og lögun golfvalla víða um heim, við stjórnvölinn í vettvangshönnun og ráðgjöf við uppbygginguna. Michael hefur yfir 35 ára reynslu af hönnun og uppbyggingu golfvalla. Hann hefur komið að gerð yfir 100 golfvalla um allan heim og unnið með mörgum heimsþekktum golf- vallaarkitektum. Fylgt var leiðbeiningum USGA við uppbyggingu vallar og við val á sandlagi flata. Flatir eru uppbyggðar og með vökvunarkerfi. Ellert Þórarinsson vallarstjóri hefur haldið utan um upp- bygginguna. Ellert er menntaður frá Elmwood í Skot- landi og hefur starfað sem vallarstjóri hjá Golfklúbbi Akureyrar og hjá Skjeberg Golfklubb í Noregi. Stórar flatir með miklu landslagi einkenna völlinn og þá hefur mikil vinna verið lögð í teigagerð. Á öllum brautum eru stórir og margir teigar. Öll forgjafarstig fá lengd við hæfi en allir, sama hvaða getustigi þeir eru á fá að glíma við stórar flatirnar. Mike hefur líka lagt mikla vinnu í lögun brauta og nostrað við þá vinnu á stórum tækjum sem hann er vanur að vinna á í þessu starfi sínu, víða um heim. Mike er heimsþekktur gröfu- eða ýtukarl eða „design shaper“ þó hann sé menntaður golfvallahönnuður. Sagðist snemma hafa frekar viljað vinna við upp- byggingu og lögun vallanna en á skrifstofunni fyrir framan tölvuna. Bergvíkin í Leiru á Suðurnesjum, frægasta golfhola Íslands, fær í Brautarholti á Kjalarnesi alvöru frænku, ef svo má segja. Og líklega samkeppni um heims- frægð á Íslandi. Ein af brautunum er par 3 þar sem fljúga þarf boltanum rúmlega 200 metra af aftasta teig yfir stóra vík. Ljóst er að ein erfiðasta golf- hola landsins er að fæðast. Ef boltinn flýgur ekki yfir sjóinn er hægt að hugga sig við að vera í stórkostlegu umhverfi. Telja upp á tíu í svekkelsinu en jafna sig fljótt því útsýnið er ótrúlegt, bæði til fjalla og borgar. Af þessum níu brautum sem verða opnaðar á næsta sumri er fjöl- breytnin í fyrirrúmi. Kylfingar fá að reyna við allar gerðir, par 3, 4 og 5 holur. Borgarholtsmenn segja völl- inn vera í um 5 km fjarlægð frá Esjunni og sé því í svipaðri fjarlægð frá þessu þekkta fjalli og Hlíðavöllur í Mosfellsbæ og Korpan. „Það er minni vindur en á veginum undir fjallinu þannig að við höfum ekki áhyggjur af veðrinu. Aðrar vindáttir eru ríkjandi á sumrin en á vetrum og það hefur verið mikil blíða hér í allt sumar,“ sagði Gunnar aðspurður um veðrið og bætti við: „Við höfum horft til framtíðar við hönnun þessa golfvallar. Við vildum hafa hann stór- glæsilegan og stefnum að því að ljúka við allar 18 holurnar á næstu árum. Hraðinn á framkvæmdum við seinni helminginn mun ráðast af móttökum gestanna.“ Þriðja brautin er par 4 og liggur í áttina til höfuðborgarinnar eftir ströndinni. Hér er slæs ekki gott! Sjöunda brautin liggur upp í landið, vatnstorfæra hægra megin frá teig mun trufla upphafshöggið sem þarf að vera nákvæmt. Níunda brautin (verður 18.) er flott par 5. Myndin er tekin á teigstæðinu. Brautin og flöt sjást fyrir miðri mynd og eru í ræktun. Áttunda (17.) er par 3. Teigurinn er uppi á klettum. Hér á 5. braut er flötin breiðust 70 metrar og í laginu eins og stundaglas. „...við höfum ekki áhyggjur af veðrinu. Aðrar vindáttir eru ríkjandi á sumrin en á vetrum...“ 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.