Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 110
Stórhöfða 25 • simi 569 3100
Opið virka daga frá kl. 9 -18
www.eirberg.is
Nálastungudýnan
• Eykur orkuflæði og vellíðan
• Er slakandi og bætir svefn
Verð 9.750 kr.
Bakteygjubrettið
• Eykur sveigjanleika
• Linar bakverki
Verð 7.950 kr.
Heilsusamlegar vörur
fyrir kylfinga
Flosi Valgeir Jakobsson er átta ára gamall en hefur afrekað hluti á golfvellinum sem margir kylfingar ná
aldrei á golfferlinum. Flosi, sem hefur æft golf í þrjú ár, hefur náð þeim magnaða árangri að fara holu í
höggi tvisvar í ár, fyrst á Spáni í maí og síðan í júlí á 4. holu í Mýrinni hjá GKG.
„Ég var á Spáni, sló með 7-járninu og boltinn rúllaði beint í holuna. Ég öskraði af fögnuði. Ég er greinilega
svona svakalega góður í golfi,“ sagði Flosi og hló.
Golfið á hug hans allan á sumrin og er hann mættur eldsnemma á morgnana út á golfvöll og kemur
ekki heim fyrr en seint á kvöldin. Flosi hefur mjög gaman af íþróttum og er einnig í fótbolta, handbolta
og skák. „Luke Donald er uppáhalds kylfingurinn minn, hann er flottastur,“ sagði Flosi sem er með 23 í
forgjöf og á greinilega framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það eru fáir sem gætu leikið það eftir að fara holu
í höggi tvisvar á innan við tveimur mánuðum.
Foreldrar Flosa, þau Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir, eru í kjölfarið farin að fikta meira
í golfíþróttinni en báðir synir þeirra stunda íþróttina af kappi. „Flosi er í golfi allan daginn og verður betri
og betri með hverjum deginum sem líður. Eldri bróðir hans, Daði Valgeir, er mikið með honum í golfi og
er duglegur að kenna honum. Við eigum í erfiðleikum með að ná Flosa heim af golfvellinum á kvöldin,
hann hefur svo gaman af þessu,“ segja foreldrarnir.
„Pabbinn er alveg svakalega montinn að eiga strák sem hefur tvisvar farið holu í höggi aðeins átta ára
gamall. Ég er alveg róleg yfir þessu,“ segir móðirin Björg Hildur og hlær. Hún er nýbyrjuð í íþróttinni og
því er öll fjölskyldan komin í golf. „Það hentar mjög vel að öll fjölskyldan skuli vera komin í golf. Það fer
mikill tími í þessa íþrótt og þá er mjög sniðugt að vera í þessu saman,“ sagði Jakob Valgeir, faðir eins
efnilegasta kylfings landsins.
GOLF
FRÉTTIR
Flosi hefur farið tvisvar holu
í höggi, átta ára gamall!
Tveir kylfingar fóru holu í höggi á 7. braut Tungudalsvallar á Ísafirði í sumar með
dags millibili. Fyrst fór Hörður Þorbergsson úr Golfklúbbi Neskaupstaðar holu í
höggi á þessari par-3 braut sem er 107 metra löng af gulum teigum. Degi síðar
gerði Elías Jónsson úr Golfklúbbi Bolungarvíkur slíkt hið sama. Flott afrek hjá
þessum kylfingum og er það skemmtileg tilviljun að aðeins skuli líða sólarhringur
á milli þessara draumahögga sem komu á sömu holu.
Hola í höggi á 7. braut Tungudalsvallar tvo daga í röð
110