Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 110

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 110
Stórhöfða 25 • simi 569 3100 Opið virka daga frá kl. 9 -18 www.eirberg.is Nálastungudýnan • Eykur orkuflæði og vellíðan • Er slakandi og bætir svefn Verð 9.750 kr. Bakteygjubrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki Verð 7.950 kr. Heilsusamlegar vörur fyrir kylfinga Flosi Valgeir Jakobsson er átta ára gamall en hefur afrekað hluti á golfvellinum sem margir kylfingar ná aldrei á golfferlinum. Flosi, sem hefur æft golf í þrjú ár, hefur náð þeim magnaða árangri að fara holu í höggi tvisvar í ár, fyrst á Spáni í maí og síðan í júlí á 4. holu í Mýrinni hjá GKG. „Ég var á Spáni, sló með 7-járninu og boltinn rúllaði beint í holuna. Ég öskraði af fögnuði. Ég er greinilega svona svakalega góður í golfi,“ sagði Flosi og hló. Golfið á hug hans allan á sumrin og er hann mættur eldsnemma á morgnana út á golfvöll og kemur ekki heim fyrr en seint á kvöldin. Flosi hefur mjög gaman af íþróttum og er einnig í fótbolta, handbolta og skák. „Luke Donald er uppáhalds kylfingurinn minn, hann er flottastur,“ sagði Flosi sem er með 23 í forgjöf og á greinilega framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það eru fáir sem gætu leikið það eftir að fara holu í höggi tvisvar á innan við tveimur mánuðum. Foreldrar Flosa, þau Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir, eru í kjölfarið farin að fikta meira í golfíþróttinni en báðir synir þeirra stunda íþróttina af kappi. „Flosi er í golfi allan daginn og verður betri og betri með hverjum deginum sem líður. Eldri bróðir hans, Daði Valgeir, er mikið með honum í golfi og er duglegur að kenna honum. Við eigum í erfiðleikum með að ná Flosa heim af golfvellinum á kvöldin, hann hefur svo gaman af þessu,“ segja foreldrarnir. „Pabbinn er alveg svakalega montinn að eiga strák sem hefur tvisvar farið holu í höggi aðeins átta ára gamall. Ég er alveg róleg yfir þessu,“ segir móðirin Björg Hildur og hlær. Hún er nýbyrjuð í íþróttinni og því er öll fjölskyldan komin í golf. „Það hentar mjög vel að öll fjölskyldan skuli vera komin í golf. Það fer mikill tími í þessa íþrótt og þá er mjög sniðugt að vera í þessu saman,“ sagði Jakob Valgeir, faðir eins efnilegasta kylfings landsins. GOLF FRÉTTIR Flosi hefur farið tvisvar holu í höggi, átta ára gamall! Tveir kylfingar fóru holu í höggi á 7. braut Tungudalsvallar á Ísafirði í sumar með dags millibili. Fyrst fór Hörður Þorbergsson úr Golfklúbbi Neskaupstaðar holu í höggi á þessari par-3 braut sem er 107 metra löng af gulum teigum. Degi síðar gerði Elías Jónsson úr Golfklúbbi Bolungarvíkur slíkt hið sama. Flott afrek hjá þessum kylfingum og er það skemmtileg tilviljun að aðeins skuli líða sólarhringur á milli þessara draumahögga sem komu á sömu holu. Hola í höggi á 7. braut Tungudalsvallar tvo daga í röð 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.