Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 38

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 38
í næsta tölublaði tímaritsins Skák eftir heimsókn þeirra félaga hreyfir lesandi (undir dulnefninu Hrókur) þeirri hugmynd að halda alþjóðleg skákmót á íslandi. Benti hann á legu landsins hugmyndinni til stuðnings: Þar mætast austur og vesturshvel jarðar, og flugtæknin hafði gert það að verkum að vart muni ákjósanlegra land fyrir slíka keppni heldur en ísland. Um þetta leyti lá flugleiðin milli Evrópu og Ameríku að jafnaði um ísland, með viðkomu í Keflavík. Þetta færðu íslendingar sér nýt haustið 1948, þegar dr. Euwe ætlaði að fara frá Hollandi til Bandaríkjanna til að tefla þar á skákmóti. Hann var fenginn til þess að koma hér við á vesturleið og dvelja hér í hálfan mánuð. 1948: Machgielis (Max) Euwe (1901—1982) Euwe þarf naumast að kynna: mesti skákmaður sem hollendingar hafa eignast, feiknalega afkastamikill og snjall rithöfundur um skák, forseti Alþjóðaskáksam- bandsins. Euwe kom hingað snemma í desember. Sjálfsagt þótti að halda skákmót þar sem hann tæki þátt, en ekki var tími til að hafa fleiri en sex þátttakendur. Var því 5 efstu mönnum í landsliði boðið til keppninnar. Þetta mót fór fram í samkomusalnum í Tívolí, í Vatnsmýrinni, húsa- kynnum sem nú eru löngu horfin. Úrslit urðu þessi: 1. Euwe 3Vi\ 2.—3. Ásmundur Ásgeirsson og Guð- mundur Pálmason 3; 4. Guðmundur Ágústsson 2Vi\ 5. Árni Snævarr 2 og 6. Baldur Möller 1. Ekki verður sagt að Euwe sýndi klærnar á þessu móti, hann vann 2 skákir en gerði 3 jafntefli. Hann var hætt kominn gegn Guðmundur Ágústssyni og Árni Snævarr gat unnið af honum mann snemma í tafli, en kom ekki auga á það frekar en Euwe og tapaði skákinni síðar. Euwe tefldi mörg fjöltefli, þar á meðal klukkutafl við tíu úrvalsmenn úr landsliði og meistaraflokki (+4-1 =5). Sá sem þessar línur ritar átti viðtal við Euwe í skák- þætti í útvarpinu. Hann kvaðst hafa vænt sér mikils af þessari för og ekki orðið fyrir vcnbrigðum, skákáhugi væri hér óvenjulega mikill og skákstyrkur manna almennt eftir því. Eg vissi að Euwe hafði þekkt vel þrjá nafnkunnustu skákmeistara aldarinnar, Aljekín, Capa- blanca og Lasker, og meira að setja teflt einvígi við tvo þeirra, og spurði hann því, hver honum virtist mestu skákmeistari þeirra er hann hefði kynnst á ferli sínum. Svarið kom hiklaust, og mér á óvænt: Emanúel Lasker. Annað atvik frá heimsókn Euwes er mér minnisstætt. Hann tefldi fjöltefli við 30 manns í Háskólanum. Meðal andstæðinga hans þar var gamalreyndur meistari sem búinn var að draga sig í hlé: Jón Guðmundsson. Jón tefldi af fornum þrótti og vann. Á leiðinni heim á Hótel Borg úr Háskólanum spurði Euwe okkur Árna Snævarr um þennan mann. Einhvern veginn fengum við grum um að Euwe hefði kannast við Jón, ef til vill munað eftir honum frá einhverju ólympíumóti. Við komust í hálf- gerð vandræði, því að við kunnum ekki við að segja Euwe að jafn öflugur skákmaður hefði teflt gegn honum í venjulegu fjöltefli, og hliðruðum okkur því hjá að svara spurningum hans beint. Það var mikill fengur fyrir íslenska skákmenn að kynnast dr. Euwe, ljúfmennsku hans, fjölhæfni og yfir- sýn yfir ólíkustu þætti skákarinnr. Því miður gat hann ekki staðið hér við nema hálfan mánuð, og er reynar með ólíkindum hverju hann kom í verk á þeiya tíma. En með þessari heimsókn Euwes er öldin hálfnuð og verður hér því numið staðar að þessu sinni. Biðjið um áætlun. RIKISSKIP Sími: 28822 Brottfarardagar frá Reykjavík: VESTFIRÐIR: Alla þriöjudaga og annan hvern laugardag. NORÐURLAND: Alla þriöjudaga og annan hvern laugardag. NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eöa laugardaga. AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: alla fimmtudaga. Þjónusta við landsbyggðina! 38

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.