Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 55

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 55
fSLENSKIR SKÁKMEISTARAR Það mun á flestra vitorði þeirra sem um skák fjalla, að um nokkra hríð hefur verið unnið að samantekt mikils rits í mörgum bindum, sem væntanlega mun hljóta nafnið ís- lenskir skákmeistarar og eru ýmsir þegar farnir að hlakka til að berja fyrsta bindið augum. Það er ritstjórinn Jóhann Þórir Jónsson, sem er útgefandi verksins og guðfaðir — hver annar —, þótt hugmyndin sé e.t.v. eldri afskiptum Jóhanns af skákmálum, en í bókinni „Taflfélag Reykjavíkur 50 ára“ viðrar Áki Pétursson líkar hug- myndir. Þeir Jón Þ. Þór, Bragi Halldórs- son og Bragi Kristjánsson munu í upphafi hafa safnað efni í ritið, en á lokasprettinum hefur Trausti Björnsson lagt fram gífurlega vinnu við öflun efnis og ritstjórn. Um tildrögin að því, hvernig Trausti ánetjaðist verkinu, segir hann í formála I. bindis. „ Það var sumarið 1982 að ég flutti aftur suður eftir ellefu ára dvöl úti á landi. Ein- hvern daginn um sumarið hitti ég Jóhann Þóri Jónsson, ritstjóra og útgefanda Skákar, á förnum vegi í miðborg Reykjavíkur. Jóhann Þórir var að venju uppfullur af stórkost- legum hugmyndum og ég fékk ekki betur skilið (og ekki einn um það) en minna starfskrafta, væri helst þörf til að aðstoða við að hrinda þeim í framkvæmd. Meðal annars minntist Jóhann á bókaflokk nokkurn um ís- lenska skákmenn sem verið hafði í smíðum um nokkurt skeið en væri munðarlaus þessa stundina. Mér hefur ætið verið meinilla við að of- hlaða mig verkefnum og varðist því fimlega en vegna þess að ég fann mest til með munaðarleysingjanum og taldi að helst gæti ég komið hon- um til nokkurs þroska æxluðust málin þannig að ég for af fundi okkar Jóhanns Þóris með ÍSLENSKA SKÁKMEISTARA í minni umsjá“. Þeir félagar Jóhann Þórir og Trausti brugðust ljúflega við óskum um að gefa lesendum þessa móts- blaðs forskot á sæluna með því að leyfa hér birtingu á völdum kafla úr 1. bindi verksins íslenskir skák- meistarar og kunnum við skák- sambandsmenn þeim bestu þakkir fyrir. Fyrir valinu varð fyrst hluti af kaflanum um Arninbjörn Guð- mundsson og fræg skák hans og Fischers með skýringum Fichers. Síðan er örstutt brot úr kaflanum um Ásmund Ásgeirsson. Þ.G. Arinbjörn Guömundsson. Fischer-mótið 1960 Skák þessi er ein hin frægasta sem ís- lendingur hefur teflt. Birtist hún í bók Fischers „60 minnisstæðar skákir“ (My 60 Memorablc gamcs) með skýringum meistarans og fylgja þær með hér. En fyrst kemur gamansöm lýsing Arinbjarnar frá þessu Fischer-móti: „Eins og þú eflaust veist var Fischer boðið í Minningarmót Eggerts Gilfers en kom of seint til landsins vegna einhvers misskilnings. Þá var ákveðið að halda annað mót (Fischer-mót) strax á eftir. Fischer vildi ráða hverjir tefldu í því móti, vildi fá þrjá úr Gilfer-mótinu og Freystein Þorbergsson sem þá var ís- landsmeistari. Gísli ísleifsson var einn fremsti maður þarna og skák- stjóri. Ekki vantaði dugnaðinn hjá honum að koma þessu í kring. Hann fékk jákvæð svör hjá Friðriki, Inga og Freysteini, en svar mitt var að ég væri orðinn þreyttur eftir erfitt mót og átta tima vinnudag með keppn- inni og gæti ég ekki fengið frí frá vinnu til að taka þátt í umræddu móti. Af þessum sökum treysti ég mér ekki til að vera með. Daginn eftir hringdi Gísli í mig og sagði að Fischer heimtaði að ég yrði með (miklir menn erum við, Hrólfur minn). Ég átti bágt með að trúa þessu, hélt Gísla vera að spauga, enda maðurinn afar léttlyndur og alltaf kátur þótt við skákmenn væri að eiga, en þeir eru oft manna erfið- astir við að kljást, sérvitrir fram úr hófi og duttlungafullir, en hafa þó þann einstæða kost að sjá þetta ekki sjálfir (verið getur að þú haldir mig vera að Iýsa sjálfum mér!) Ég endur- tók við Gísla að ég treysti mér ekki til að keppa í mótinu og spurði hvort Fischer gæti ekki fallist á að fá ein- hvern annan í minn staö. Daginn eftir hafði Gísli samband við mig og sagði, að ef ég drægi mig í hlé neitaði Fischer að tefla. Svo mér var engrar 55

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.