Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 64

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 64
ísland—Ungverjaland. Tékkóslóvakía—Island. stórmeistari Breta, hinn þekkti Nigel Short, en við hlið hans stendur stórmeistarinn Kavalek, sem er tékkneskur að uppruna, en er bandarískur ríkisborgari og tefldi með „flóttamannaliði" U.S.A. eins og gárungarnir kölluðu það, en kjarni bronsliðsins bandaríska voru fyrrum austantjaldsmenn — Dzindzichashvili, Alburt og Kvalek. Það var á margra vitorði að samkomulag í liði Ung- verja var ekki sem best, sérstaklega mun Adorian ekki ofurvinsæll meðal félaga sinna. Þeir sáust sjaldan saman allir og því er skiljanleg athugasemd aumingja Adorinas, er íslensku strákarnir komu saman í hóp hlæjandi og stappandi stálinu hver í annan, — hann stundi upp: „Oh, what a team!“ Á myndinni til vinstri sést íslenska liðið uppi á sviði að tafli við Tékka. Fremst á Helgi í höggi við vin okkar Hort. Helgi vann sem kunnugt er þá skák glæsilega og vafalaust hyggur Hort á hefndir í þessu afmælismóti S.í. Margeir tefldi við Smejkal, sem einnig hefur teflt á Is- landi, en Jóhann berst við Ftacnik — sem einhverrra hluta vegna hefur fengið gælunafnið Fantasitc —, en bæði Margeir og Jóhann gerðu jafntefli. Fjærst er Karl Þorsteins að tefla við Mokry og varð Karl að láta í minni pokann í þeirri skák. Maður þessa 26. Ólympíumóts var án efa Sovétmað- urinn Beljavsky, sem sést iynr miðju á næstu mynd. Hann tefldi á 1. borði í sovéksu sigursveitinni og lagði þar hvern stórmeistarann eftir annan, að ekki sé talað um minni spámennina. Það var aðeins fyrrum landi hans Dzindzichashvili, sem var á 1. borði hjá bandarísku 64

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.