Freyja - 01.06.1901, Page 11

Freyja - 01.06.1901, Page 11
FREYJA 91 einnig líða við bæði að því er fram- færslu snertir ásamt fl. 3) Taka að sér annann maka án lögiegs hjóna- bands, sem í laganna augum er ósið- semi, en þó nálega eini, og áreið- anlega vissasti vegurinn til að fá lagalegann hjónaskilnað, samt með svo feldu móti að megir pening- ar séu fyrir hendi. Þess utan sýnir það hvernig sjálf lögin geta komið manni til að grípa til slíkra óyndis- úræða að frelsa hann úr fjötrum sem lionum eru orðnir óbærilegir, þegar ómcgulegt er að leysa vandræði hans á friðsamlegan hátt. Þetta eru vanalegustu afleiðingar af hamingj- usnauðu hjónabandi og allt of STRÖNGUM LÖGUM; og ef fólk vildi líta hleypidómalaust á þessar alvarlegu og oft óhjákvæmilegu af- leiðingar, mundu rnargir komast að þeirri niðurstöðu, að slík járnlög gjörðu meira ógagn en gagn á ýms- an hátt; því þar sem sannarlegt ó- samlyndi á heima, þó persónunum sé þröngvað til að búa saman, og þau viðhaldi að ytra áliti samkomu- lagi, sem nánari þekking sannar, að á þar ekki heima. Það eru óefað til margar góðar persónur, sem þrátt fyrir það, að þeim kemur ekki saman við ekta- par það, er þær í fyrstu fesru sér, gætu með öðrum maka átt farsælt heimili, eða í allt fall betra en liið fyrra og þannig orðið sér og mann- félaginu til gagns. Það er blátt á- fram heimska og gagnstætt öllum mannúðarreglum að hindra upjj- leysing þess hjónabands, sem hlutað- eigendur eftir næga umhugsun, hafa komið sér saman um að uppleysa, þegar þeim er full ijóst orðið, aðþau geta ekki Iengur búið friðsamlegii saman. Og það er næstum undra- vert, að svo ósanngjörn lög skuli vera til undir brezkri löggjöf, sem í mörgum greinum hefur gjört svo að- dáanlega vel við mannkynið og rétt- vísina. I þessu tilfelli mundu of eft- irgefanleg lög skemma alvegeins og of ströng lög eru spillandi. Það er þvf spursmálið um heppilegan milli- veg í þessu tilliti eins og svo inörg- um öðrum- Veiti lögin hjónaskilnað með of Iitlum fyrirvara, eins og á sör stað í sumum rlkjum Bandaríkj- anna, þar sem ekki þarf nema fáa mánuði, mætti ske, að sumir grijm til þeirra of fljótt. Og séu Iögin of ströng, verður strangleiki þeirra skaðlegur. Þess m& sjá ljósann vott í Encyclopedia Britannica þar sem minnst er á hjónabandslögin I Norð- ur Carolína U. S. A. þar sem hjóna- skilnaðurer ófáanlegur mcð öllu. Ilefur það, sainkvæmt lagalegum skýrslum leitt til þess, að hjákonu- hald er þar að nokkru leyti viður- kennt. Sum ríki hafa reynt að fara milli- veg í þessu efni og lukkast heldur vel, að því er sjá má. A Isl. Norvegi, Danm. og Svíþjóð fæst hjónaskilnað- ur eftir ÞIÍIGCJA ÁRA TÍ.MA hafl hlutaðeigandi persónar lifað lieiðar- lega á þeim thna, og séu þá ein- huga með að skilja, og hafi allar prestlegar og verslegar sáttatil- raunir reynst árangurslausar, í'átæk- um að kostnaðarlausu, en með, sem svarar 810,00 frá þeiin sem geta borgað. Yrðu 3 ár ekki nægilega langur tími til að hindra fólk frá að

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.