Freyja - 01.06.1901, Síða 14

Freyja - 01.06.1901, Síða 14
«J4 FREYJA ,Eg veit,‘ sagði ög ,að heimur- inn er skíikborð þar sem heimsk- ingjarnir tefla eftir hrósi þeirra sem eru enn þá heimskari, cn fyrirmig liefur það enga þýðing. Von mfn iöt sör til skammar verða ogég segi eins og Friðþjófur: Jörðin brennur und fótum eikin livergi skugga lér.‘ ,Hvað gengur að þör barn,?‘ spurði faðir minn. .Syndir þinar, kæri faðir, þjá mig, og þær syndir voru ásetnings synd- ir. En er það ekki eitt af hinum fögrustu siðalærdómum sem oss eru kenndar, „að láta ekki sólina undir ganga yfir yðar reiði. Svo sagði eg honum í f&m orðum sögu mína, cins og ög hef sagt þér hana hér að fram- an og bætti svo við: ,bað er nú um seinan að tala um bót á þessu efni. Þú hefur ætíð ver- ið mér góður faðir, en afleiðingin er þó sú, að framtíðar hamingja míner farin og stúlkan sem ég elskaði, er saklausri fórnað á aitari hefnigirni föður liennar, — cðlilegar afleið- .ingar af orsökinni. Eg er á förum eitthvað út í geiminn, og allt sem ég bið um, eru nokkrir dalir til að taka mig eitthvað langt f burtu. Eg býst ckki við að koma heim til Is- lands aftur og mun þvf ekki gjöra erfðakröfur á hendur Einars bróður míns.‘ Faðir minn stóð upp, lionum var auðsjáanlega þungt. f skapi en stillti sig þó vel og sagði eitthvað um það að tíminn græddi öll sár, og að Is- land væri auðugt af mörgum ágæt- um kvennkostum. .Hvernig getur þú ætlast til að ég, sonur þinn, sé eitt í dag og ann- að á morgun," sagði ég. ,Hefur þú ekki borið hatur f brjósti þínu til annars manns í meir en tuttugu ár, og það þó að orsakirnar til þeirrar óvildar væru auðvirðilegir smámun- ir.‘ Gamli maðurinn stóð eins og jarðfastur steinn. Móðir mín gekk til hans og sagði: ,Hann er þó son- ur þinn, elskan mín.‘ ,Eg veit það,‘ sagði hann og mér heyrðist eitthvað standa í kverk- unum á lionum, sem hálfgjört heftu mál lmns. En svo má vera, að mér hafi mishcyrst, það gat hafa verið ókyrleikinn í minni eigin sál. Eg gekk til móður minnar og bauð henni góða nótt með kossi. Hvað þeiin foreldrum mfnum kann að hafa farið á milli um þetta efni veit ég ekki, en á það var aldrei minnst framar í mín eyru. En þau fylgdu mér bæði til skips. Það var um há sumar en samt var snjó-hríð. Mamma grét þegar ég kvaddi hana og mér virtist sem ég sæi tvö tár renna niður kinnar gamla manns- ins. Islenzka náttúran grét lika, en tárin frusu og urðu að snjó. Næsta dag var ég kominn suður i haf. Ekkert sást til Islands nema snjó-þrungnir þoku bólstrar. Eg var kominn á stað út f þanu leiðang- ur sem lenti mér hér í Aineríku. Og eins og þú sérð, er ég nú hérna hjá þér.“ övo stóð hann upp, brosti undur góðmannlega, bauð mér góða nótt og fór.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.