Freyja - 01.06.1901, Side 17

Freyja - 01.06.1901, Side 17
KARHEL NJOSNARIo [framhald.] Rósalía Lincoln hafði verið flutt heim og þar fókk hún heilsuna aft- ur og' sambúð sinnar göinlu, góðu vinu, Paticnce. Hún sfi lítið af (öður sínum og þá sjaldan fundum þeirra bar saman, sýndi hann henni enga blíðu, en greip hvert tækifæri til að minua hana á Elroy og að hún ekki væri sloppin við liann cnn þá. Syskinin Andrew Van Ruter og Kate komu heim um vorið og sett- ust að í húsi sínu, sem var lítið verraen áður þó brezkir hermenn byggju þar um veturinn, að öðru en því, að húsmunir voru ýmist brotnir eða alveg burtu. En munir þeir sem Andrew faldi í kjallaraveggnum voru kyrrir. Eugene lét Andrew hafa hestana sem þeir tóku um veturinn frá Lyndarm og þar þeir voru góðir, bættu þeir honum að fullu þann skaða er hann hafði orðið fyrir. Það var líkaeinn góðan veðurdag að hamar Andrcws glunidi aftur á steðja lians, og friður og eining settust að mcð iðni og atorku eins og áður átti sér stað í borginni. Washington var farinn úr Jersey, en þó var Elroy Pemberton ekki sleppt fyr en um miðjann júlí og þá varð hann að skuldbinda sig með eiði til að grípa aldrei aftur til vopna móti landsmönnum, né styrkja konungssinna í nokkru upp fri því. Rósalía sat í herbergi móður sinnar, því þar undi hún sér bezt, þar sem endurminningarnar um ást og umhvggju móður hennar frá umliðir um tímum friðuðu sálu hennar. Framtíð hennar var enn þá myrkarien fyr, því hún vissi að Elroy mundi koma bráðlega heim og það hafði að- eins eina þýðingu fyrir hana, hún vissi líka vel, iið faðir hennar var ósveigjanlegur. Það var síðla uni sólbjartan dag að Rósalía sat í áður sögðu lier- bergi og horfði á fuglana sem flögruðu grein af grein og sungu f lindi- trjánum. Henni varð litið út á alfaraveginn og sá hún þá háann og þrek lega vaxinn mann koma og stefna heim þangað. Fyrst liopi«ði hjarta hennar af fögnuði, því henni sýndist það vera Robert Peinberton, en sú tilfinning breyttist skjótt £ óumræðilegann sorgar þunga, því við nánari aðgæzlu sá hún að það var Elroy Pemberton. Hún vonaði að faðir hennar inundi ekki kalla sig á fund Elroys í það sinn. En sú von brást, því innan hálftíma kom kallið og liún hlaut að hlýða. Augnablik stóð hún við dyrnar til að ná dálitlu jafnvægi yflr tilfinningum sínum, en það vildi ekki ganga vel. Því strax sem hún kom inn fyrir dyrnar sá hún manninn sem aJlar lífsvonir hennar áttu að stranda á. Hana svimaði en þó tókst henni að átta sig nógu mikið til að heilsa Elroy með handabandi. < ,,Eg get næstum gleymt mínum langa þrautatíma, við að sjá hvað vel þú lítur út, kæra Rósalía mín,“ sagði Elroy og heilsaði henni nokk-

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.