Freyja - 01.06.1901, Page 34

Freyja - 01.06.1901, Page 34
114 FREYJA konan ekki einu ngis jafningi karl- mannsins, lieldur er afstaða hennar jafn æskilegri. Ilún er sjálfráð að giftingu sinni.í hjúskaparlíflnu ræð- ur konan sjálf eignum sínum, án þess að þurfa að leggja nokkuð af þeim til viðurhalds heimilisins frem- ur en hún vill. Afleiðingin af þessu er sú, að eignir hennar aukast og margfaldast og auðlegð iandsins lendir að mestu í höndum hennar. Þessar konur iiafa nevtt karlmenn- ina til einkvænis, þrátt fyrir það;Uð Búddatrúin leyfir þeim fjölkvæni. Hún er sjálfstæð og óháð manni sín um i öllu, og getur jafnvel rekið hann frá ser fyrir litlar sakir. Hún fer og kemur að eigin vild sinni. Þetta frjálsræði hefur framleitt svo undraverða andlega og líbamlega liæfileika hjá konum þessa kyn- ílokks, að þær skara langt fram úr (iðrum samtíma konum sínum. Vits- munir og frumleiki þeirra er aðdá- anlegur. Þær standa karlmönnun- um ekki að baki að fimleika eða þeim íþróttum, sem útheimtir lík- amlegan þrótt og þól. Þær ríða á úlföldum fleiri hundruð kilometra og þreyta kappreiðar við æfðustu og liugrökkustu skógamenn og veið- imenn merkurinnar. Og að andlegu atgjörfi og menningu taka þær öðr - um mikið fram. (Framhald næst). Hvorki hefur konan fyrir það, að hún cr kona, ne karlmaðurjnn fyrir það að hann er karlmaður, nokkra sérstaka hæflleika til að stjórna heiminum. Sú gáfa tilheyrir öllum án tillits til kyns. — Plató. II A R I . Börnin mín góðl—í þetta sinn ætla feg að segja yður sögu sem ég las ekki alls fvrir löngu. Mér var sagt það væri sönn saga, og ég álít hana vel þess virði að hún sé lesin, af því að hún liefur svo mikið sið- ferðislegt gildi. Sagan er svona. í bænum L. var að eins einn sam- komusalur og þó ekki stór. Einu- sinni á hverjum tíu árum vildi það til, aðeitthvert leikfélag kom þang- að og hafði þar í frammi ýmsar smá- brellur, sem sumir kölluðu galdra en aðrir kraftaverk af því að enginn skildi þær. Nú kom stór yfirlýsing í blöðun- um þess efnis, að leikfélag nokkurt austan úr ríkjum ætlaði að sýna í- þróttir sínar í samkomusal L. bæjar næsta mánudagskvöld. Það var svo sem sjálfsagt að nota þetta merki- lega tækifæri. Öllum ungum piltum kom saman um að fara á samkom- una. „Œtlar þú ekki að fara, Hari?“ spurði Finnur. Finnur var kaupmaunsson í L. en Hari var sonur bónda nokkurs, sem bjó þrjár mílur úti á landi og 14 til 15 vetra gamall. „Jú, sjálfsagt. Eg á einn dollar til í eigu minni oghann verður að fara. Það er hvort sem er ekki oft sem

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.