Freyja - 01.01.1905, Page 28

Freyja - 01.01.1905, Page 28
174- FREYJA VII. 6.-7 vinnuleit. Löng og ströng varð sú leit. En loks komst hún þó að vinnu, scm herbergis þerna á hóteli. Að vísu var kaupið ekki hátt, en þó betra en ekki. ,,Þó voru raunir hennar enn þá ekki á enda. Það komst bráð- um á loft að móðir mín væri lifandi manns ekkja, og var hér eins og oftar skuldinni skelt á hana. Siðferðisskertir menn álitu hana réttmætt herfang sitt. En hið meðfædda siðferðisþrek hennar og kjarkur kom henni hér að góðu haldi.svo henni tókst innan skamms að koma þeim á aðra skoðun. Þó hjálpaði þetta ekki til að byggja upp heilsu hennar, sem nærri má geta. Og svo kom að hún varð að leita lœknis hjálpar. Læknirinn gjörði henm lítið gagn, en sagði að hún yrði að hœtta að vinna og taka sér langa hvíld. En hvernig átti hún, sem hafði fyrir tveim börnum að sjá að hvíla sig? Hnn vissi líka að um slíkt var ekki að tala. Svo hún héit áfram að vinna. ,,Hann—maðurinn hennar hélt áfram að ofsækja hana. Hann bjó til óþverra sögur um hana og hótaði að stela börnunum henn- ar. En þrátt fyrir það hélt hún áfram að vinna, og þrátt fyrir það fór hún einnig að ná sér til heilsunnar. Vitanlega hefði batinn komiö fyrri hefðu kringumstæðurnar veriö betri. Og oft fannst henni að hún hefði sjálf tekið af sér lífið, nema fyrir okkur börnin hennar, aðeins til að losna við ofsóknirnar frá hálfu föður míns, því allt annað var henni bærilegt. ,,Faðir minn var orðinn leiður á einverunni. Upp aftur og aftur spurði hann, hvenær hún œtlaði að koma heim. Aldrei ald- rei svaraði hún ávalt. Svo eftir tveggja ára fjarveru hennar sókti hann um hjónaskilnað og sparaöi þá ekki sakargiftir margar og ijótar, því rétturinn verður að vita hvers vegna kona vogar sér að drýgja þann fáheyrða glœp—að yfirgefa eiginmann sinn. ,,Hvað hún leið meðan á þessu máli stóð verður ekki með orð- um lýst. Leyndarmál hjónabandsins voru dregin frá henni með andstyggilegum spurningum, og þegar rétturinn var búinn að leika sér að tárum hennar og sálarangist, tóku blöðin söguna npp og tiuttu hana almenningi ,,Eg skildi fátt af þessu í þá daga því ég var þá barn að aldri. En síðan hefir hún sagt mér allt, og mig undrar að hún skildi lifa

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.