Freyja - 01.01.1905, Side 29
VI1. 6.-7.
FREYJA
*75
þaS allt af. Ég er hrædd um að ég bæri það ekki frá nokkurs
rnauns hendi án þess að hefna þess í blóði þess hins sama.
,,Ó, Margrét, Margrét, “ varö Imeldu að orði, og hún starði
hrædd og undrandi á stöllu sína.
Margrét hafði staðið upp, og stóð nú með krepta hnefa, sam-
an pressaðar varir, tindrandi augum skammt frá henni. Allt í
einu tók hún að gráta svo ákaflega að hún skalf og nötraði eins og
stormbarin eik. Imel/da gekk til hennar, vafði hana að sár og
sagði með innilegri hlutekning:
„Sestu hérna og stilltu.þig. Þetta er allt löngu liðið, og svo
máttu ekki gleyma því, að maðurinn sem hlut átti að máli, er þó
faðir þinn. “
,,Faðir minn,“ endurtók Margrét með djúpri fyrirlitningu. Já,
því miður var hann það, en heldur þú að það dragi nokkuð úr sekt
hans, eða dragi skýlu yfir fantaskap hans í mínum augum? Nei,
lmelda, Og þú segir að þetta sé löngu liðið. ' Að vísu, að þvf er
móðir mína snertir En í hve mörgum tilfellum stendur þaö þó
vfir einmitt nú? Þessir viðbjóðslegu glœpir eru œ endurtektiir. Og
þú, hið svo kallaða licilaga hjónaband! Hversu mörgum hreinum
og saklausum hvennhjörtum er ei ofrað á blótstalli ótjóðraðra
girnda, sem felast í skjóli þínu? 0, að ég gæti hrópað svo hátt
um alla þá glœpi, sem þar eru framdir að það heyrðist heirns end -
anda á milli! Ó*, að ég gæti látiö það bergmála í innstu sálar-
fylgsnum allra saklausra stúikna, til að aðvara þær, meðan þar
er enn tími! Ó, hversu lengi hefir konan ei orðið ein aö bera
syndabyröi mannkynsins, meðan maðurinn stendur hjá, glottandi
og ánægður yfir því, hve auðvelt sé að láta hana halda því áfram!
„Maðurinn heflr búið til tvennskonar siðferðismaelikvarða, ann-
anfyrir sig.hinn fyrir konuna. Samkvæmt hinum síðarnefnda mœli-
.kvarða á konan að kyrkja ástatilfinningar sínar og bíöa þartií ein-
hver karlmaður kemur og festir sér hana, unga, ástríka, sak'laurá, ó-
reynda og auötrúa. Þenna mann á hún svo að elska og virða og
treysta til dauðans, enda þótt hann vœri einn af þessum nstaníð-
ingurn, þessum viðbjóðslegu mönnum, sem tœmt hafa bikar nautn-
anna og eyóilagt ótal jafn óreyndar og saklausar stúlkur og þessa
konu hans, sem hann svo að lokum annaðhvort ieggur í gröfina
iöngu fyrir tíinann, eða gjörir að vitfirring með dýrslegri og and-
styggilegri aðbúð. Giftast! Nei, þó mér vœru til þess boðin öll þau