Freyja - 01.01.1905, Qupperneq 34

Freyja - 01.01.1905, Qupperneq 34
8o. FREYJA VII. 6.-7 fir. Uleyniinn híifði ekkert nema kaldan ðrykk í brúsa sínuin, o" Von. in hafði ekkert nema eina hríslu af sígrænum við í kfirfu sinni, „Farðu til Vizkunnar, niáske hfin geti hjálpað þér,“ sagði Tínvinn. Vizkan sar þung á svipinn og leit spyrjandi rannsóknataugunv á stúlkuna þegar hún kom, og sagði: „Eg veit hvers þú leitar, en ég hefi ekkert ineð bros að gjöra. Eg ve i t einungis.“ Næst l,om tarnið til hinnar gæflyr.du grannkoriu Vizkunnar, Reynzlu. Hún leit vinsamlega á barnið, sem sagði: „Eg er að leita að brosinu mínu, af því ég sakna þess svo mjög. Máske þú hafir tekið það/ r r „Eg,“ sagði Reynzlan. „IIví skyldi ég gjöra slíkt, Eg gjöri menn hyggna, og inir hyggnu brosa. En t. ú mér til. Leita eftir brosinu þínu h e i m a þvi annaðhvort finnur þú það þar, eða þú finnur það ekki.“ Þá sneri litla stúlkan heimleiðis nif!uibe\ gð og hryggí bragði. Og á leiðinni mætti hún Áhyggju, og spurði liana eftir brosinu sínu. „Þú hafðir það ekki, þegarég mætti þér, svaraði Áhyggjan. Áfram hélt litla stúlkan hrygg í huga, þangað til hún kom heim til sin seint um kvöld. Þá satOánægjan í dyrunmn. „Þú hefir stolið brosinu mínu,“ sagði stúlkan. „Eða er ekki svo?“ „Ef þú ert svo viss, er óþarft að spyrja,“ sagði Oánægjan og dratt- aðist brott. Þögul og hrygg settist nú litla stúlkan um kyrt heinia hjá sér. Og þegar Veikin heimsókti hana leit hún þegjandi á hana. Og Veikin skyldi spurninguna sem lá í þessu þegjandi augtiaráði. ,.Eg er ekki þjófur," sagði húti. „Eg tók ekki brosið þitt. Eg þreyti fólk eittungis." Nú var litla stúlkan orðin vonlítil uin að finna brosið sitt en þó ekki alveg vonlaus. En þegar Þjáningin kom sagði hún: „Nú veit ég að ég þarf ekki að leita lengur að brosinu mínu, því þú hefistolið því.“ ,,Ég stal því ekki, ég tók það einungis til að gjöra það mildara og fegurra. Sjáðu livað tárið að tafna glansar fagurlega, og nú er það orðið að perlu mannlegs hjarta. Þarna, taktu nú við brosinu þínu.“ „En brosið mitt er ekki einsog það var. Fólk brosir ekki við því brosi sem komist hefir í kynni við Þjáninguna," sagði stúlkan og and- varpaði þungt. „En það skal hafa mikið bléssunarríkari áhrif,“ sagði Þjáningin og leitaðjst við að hugga hana. „Taktu nú við brosinu þínu,“ bætti hún við og kyssti litlu stúlknna á kinnina. Þá glaðnaði ytir litlu stúlkunni við að fá týnda brosið sitt aftur, og nú brosti hún eins og til forna, við hverjum sem hún mætti. En fólkið brosti ekki við brosinu hentiar eins og til forna, en það blessaði það, ög það var mikið betra. (Lauslega þýtt.)

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.