Freyja - 01.01.1905, Page 42

Freyja - 01.01.1905, Page 42
• ' h MY’ : ... , . ,8X. FREYJA. VII. 6.-7. vegna er því vel viö alla eftirstœling, sem miöar til aö tryggja því sjálfu þann sess er þaö skipar, eöa til aö þoka því upp á viö, og gildir þetta allt frá neöstu tröppu mannfélagsins til hinnar efstu. Fólkið er rekiö úr einni rétt í aöra, af því aö því, í uppeldinu er kennt aö h 1 ý ö a í staö þess að s p y r j a og v i t a. Barnið, sem spyr fœstra spurninga, sem er í öllu leiðitamast og þægast við kennara sinn, —sem aldrei hefir á móti neinu og aldrei efar neitt, er vanalega uppáhald kennarans. En barnið, sem spyr,—efar— neitar eða leitast viö að rannsaka er álitið skaðlegt, hafandi upp- reistaranda, sem nauðsynlegt sé að bœla niður þegar í byrjun, og eru þá engin meðul til þess spöruð. Hversu öfug og óholl þessj aðferð sé, skilja menn því aö eins, að þeir hafi gjört eða gjöri sér rétta greia fyrir því, hvert aö vera eigi verk skólanna sem barna- uppfroeðsiu-stofnana. Fyrsta verk skólanna ætti að vera það, að leggja barninu í hendur verkefni er skerpi skilning þess og auki og uppbyggi í öllu, hugsanagáfu þess og andlegt sjálfstœði. Vér sendum ekki börn vor á skóla til þess aö þau eingöngu læri að hlýða., hversu gott sem það kann aö vera í sjálfu sér. Vér sendum þau á skóla af sömu ástæðu og vér sáum sæöi í jöröina—til þess að frækornum vizkunnar verði þar sáö í hjörtu þeirra, til þess að þau verði vitur, sjálfstœð og hraust. —Vitur af annara reynzlu, og þá reynzlu fá þau af að lesa veraldarsöguna. Valdið skapaöi Kína og viöheldur Katólsku kyrkjunni og allt, sem hún hefir innibundið og innibindur enn þá. En sjálfstæði og hugrekki verndar heiminn frá siðferöislegri og andlegri rotnun. Lauslega þýtt úr Liberal Review. LJÓSIÐ. Ég elska þig almóðir, sól, sem öllu ert fegri, þú guðsríkis geisli á jörö, og gullspegill nætur. Og tunglsljós ég elska þig eins.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.