Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Blaðsíða 16
1(1
Hvað húsabyggingav á prestsetrum snertir og lán til
prestakalla til hnsabygginga, þá viljum vér ráða fundin-
um til, að biðja þingið um ný lagaákvæði þar að lútandi
með liliðsjón af lögum í Noregi um prestsetur, d. 14. júlí
1897, að því leyti, sem þau geta átt hér við.
8. Prestafélagið.
Flutningsmaður séra Hjörl. Einarsson: I>að hefir
eigi fyrri heyrst en í fyrra, að prestar mynduðu félagsskap
með sér. En þetta gekk þó vonum framar á prestafundi á
Sauðárkrók. Nú erum við á öðrum fundi, og félagið er orð-
ið víðtækara, þar sem tvö prófast.sdæmi hafa bætst við. þ>au
lög, sem samin voru í fyrra, álítur liann að þurfi breytinga
við, og ber þær fram.
Séra E. Kolbeins: álítur eigi þörf á, að borga organ-
ista í kirkjunni, því að prestar myndu fúsir á, að syngja sjálfir.
Séra Benedikt vildi gjöra fyrirspurn, livort allir prest-
arnir vildu ganga í félagið.
þ>á var leitað atkvæða um það, hvort allir þeir, sem á
fundi væri, vildu vera í félaginu, og voru það allir. Síðan var
gengið til atkvæða um lögin sjálf, og voru þau eftir nokkrar
umræður samþykt með nokkrum breytingum.
i). Prestsekliiiasjódurinii.
Flutningsmaður séra Jónas Jónasson: Lýsti tilgangi
sjóðsins. Kvað tillögin mjög lítil. Lagði til, að menn styrktu
sjóðinn meira en gjört hefir verið hingað til. Mjög óvið-
kunnanlegt, að úr sumum prófastsdæmum hafi als engin
samskot komið.
Séra Emil vildi hclzt bæta inn í lög félagsins, að hver
félagsmaður borgaði 5 kr. í þennan sjóð.
Séra Hjörleifur skýrði frá, að hann hefði borið þetta
mál fram á nýafstöðnum héraðsfundi, og hafi allir prestar
gefið þar til sjóðsins. Vill að menn gefi af frjálsum vilja.
Séra Jónas vill leggja til, að 2 kr. væru borgaðar af
hverjum 1000 kr.
2*