Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Blaðsíða 4
4
%
Séra Benedikt Kristjánsson: Kvaðst eigi vilja
mæla því bót, hvernig kirkjur séu nú sóttar. En þótt nú
séu færri en fyr, sem sæki kirkjuna, þá muni þó þessir fáu
fara af innri livöt. Upplýsingu safnaðanna fieygi fram, og
þess vcgna sé moira heimtað af prestunum en áður var, til
þess að fullnægja þörfum safnaðanna. Heíir von um, að á-
standiö í þessu efni sé að batna og batni áfram.
Séra Emil: Sammála séra Benedikt. Alítur að eigi
megi dæma kirkjuræknina eftir messuskýrslum og messuföll-
um eingöngu.
Séra Matthías: Aldarhátturinn sé, að lifa mest á
skemtunum, þar sem þær fáist. J>ess vegna sé svo mikill
ys og þys á sunnudögunum á sumrin, því það sé oini dag-
urinn, er fóik liaíi frjálsan.
Séra Sigtryggur Guðlaugsson: Söfnuðurinn kem-
ur fyrst og fremst saman í kirkjunni til þess, að nálgast Guð
með lofgjörð og bæn, en eigi eingöngu til þess, að fá allfc
hjá prestinum. Aðalumbótin hlýtur að vera, að sú lifandi
löngun vakni hjá hverjum einum, að vera sem mest samein-
aður Guði sínum. Yið vonum, að umbæturnar komi, en
þurfum starfandi og sterka menn, til að framfylgja þeim.
Séra Eyólfur svarar.
Séra Matthías eins.
Séra Zóphonías: Eitt höfuðatriðið í umbótunum lilýt-
ur að vera það, að innra, andlegt, lifandi trúarlíf vakni lijá
söfnuðunum. pað er mikið áfátt í þessari grein. Prestarnir
eiga að leggja krafta sína fram að umbótum í kirkjurækni,
og lögunin á einkum að stefna að hinu innra lífi, trúarlífinu,
Séra Bonedikt svarar nokkrum orðum.
Séra Helgi álítur, að fundurinn goti eigi borið frain
ncina tillögu um þetta mál, og færði ástæður fyrir því.
Séra Árni Jónsson talaði nokkur orð. Kvaðþaðsína
reynslu nú á síðari árum, að fólk komi eigi fjölmennt og með
áhuga til kirkjunnar, nema á hátíðum, við barnafermingar og
við jarðarfarir.