Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Blaðsíða 58
58
Sóló.
En l>ótt jörðin sé löt og sem fjalagólf ílöt,
— eins og fólkið trúði, —
hún rumskaði þó, og fram á við fló,
hvert farbann sem lúði.
Með önrl og með sál sló eld við stál
Jón Arason sterki,
en kappinn feigur að foldu hneig
fyrir framtímans merki.
Hnígin var sól
yfir Hólastól
og hamingjan forna.
En hollara skjól
vann höfuðból,
sem hjörtunum orna.
SIÐAI5ÓTIN KEMUR.
Sóló, eða víxlsöngur.
Til vígs, til vígs, því vöknuð dunar veröld öll!
Með Æsum ganga Einhorjar á Iðavöll.
Nú þora menn um þvera jörð að þeyta skeið,
til Amoríku og Indíalands er opin leið.
Mót hringabrynjum bændur setja byssuhlaup,
og ránsherranna »borgir« bjóða beztu kaup.
Sem drífa iijúga fáséð rit með frjálsa ment,
sjálf börnin kunna lærdómslist og lesa prent.
Og skáldin kveða kerskinn óð um klerk og múk,
sjdlf kirkjan þykir orðin ær og ellisjúk.