Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1899, Blaðsíða 25
25
aö uin leiö og \ér lieyrum skoðanir og hugsanir mentaðra
manna víðsvegar, þá vekur það lijá oss sjálfum nýar hugsanir
sem geta vissulega orðið oss og öðrum til andlegra framfara
og fullkomnunar. Og þetta heimtar tíminn nú fremur en fyr.
fess vegna hefir mér sífelt fundist nauðsynlegt, að prestar
liefðu lestrarfélög sín á milli, þar eð efnin leyfa ekki hverjum
einstökum að kaupa árlega mikið af bókum. Og þess vegna
er eg — bæði vegna presta og annara — áfram um, að
sýslubókasöfn séu stofnuð, en amtsbókasöfn séu lögð
niður, þar eð þau vegna afstöðu og landshátta geta ekki orðið
almenningi eins nytsöm. J>ótt margt íieira megi segja um
þetta, læt eg þotta nægja, en ætla umræðunum um það að
bæta úr því, er á vantar. Segi að eins þetta: Vér prestarnir
á íslandi og víðar eigum að ástunda að vaxa í vizku, því að
tíminn heimtar það — vaxa eigi að eins í bóklegum fróðleik,
heldur og í þ.eirri vizku, að lifa lífið rétt. Vér getum aidrei
orðið of vitrir.
2. Tíminn, sem vcr lifum á, er fyrir mjög mörgum tími
deyfðar og kæruleysis í trúarefnum. |>ess vegna þarf prest-
urinn að vera alvörugefinn og áhugamikill í kristindómsstarfi
sínu, kappsamur og vakandi í prédikun og Guðs ríkis boðun.
J>að má onginn í söfnuðinum geta liaft ástæðu til að segja
um prestinn, að liann sé ekki skyldurækinn. þegar menn í
söfnuðinum eru kaldir og kærulitlir, þarf presturinn um
fram alt að vera heitur, hirðusamur og trúr. pegar
menn eru hálfvolgir, þarf hann að vera brennandi í
andanum, og híta ekki smittast. J>að er vissulega á-
byrgðarmikið, að einstaldingarnir í söfnuöinum séu hálfvolgir,
en eflaust lilýtur það að vera miklu ábyrgðarmeira, að prest-
urinn sjálfur sé hálfvolgur, hann, sem eftir stöðu sinni á að
vera frömuður andlegs lífs og lifandi trúar í söfnuðinum.
Vér þekkjum þennan alvarlega dóm heil. ritningar í Opinb.
3., 15.—16.: »Eg þekki háttalag þitt, að þú ert livorki
kaldur né heitur; betra væri, að þú vædr annaðhvort kaldur
cða heitur. En eins og þú ert, hálfvolgur, hvorki kaldur né