Helgarpósturinn - 19.12.1985, Page 17

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Page 17
s vonefnt forval Alþýðubanda- lagsins vegna borgarstjórnarkosn- inga í Reykjavík á næsta ári, er nú í fullum undirbúningi. Kjörnefnd flokksins hefur skilað af sér tillögu um framboðslista og hefur tilnefnt 16 einstaklinga. Athygli vekur að Adda Bára Sigfúsdóttir gefur ekki kost á sér aftur. Þá er einnig athygl- isvert að á listanum er ekki að finna Álfheiði Ingadóttur, hinn sígilda varamann Alþýðubandalagsins í borgarstjórn. Ekki er síður eftir- tektarvert að ekkert nafnanna, sem tengjast „nýrri sókn“ og „nýju fólki,“ er á listanum. Þarna er enn að finna fólk sem ónefndur flokksmaður allaballa kallar „gömlu, fölsku tenn- urnar": Guðmund Þ. Jónsson borgarfulltrúa, Guðrúnu Ágústs- dóttur borgarfulltrúa, og Sigurjón Pétursson borgarfulltrúa. Ný nöfn úr hópi menntamanna eru Helga Sigurjónsdóttir, kerfisfræðingur, Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna og Guðni Jó- hannesson verkfræðingur. Þessi nöfn eru þó að rhestu óþekkt, hafa enga fótfestu í flokknum og munu eiga litla sem enga möguleika á að ná fram. Önnur nöfn á listanum sem vekja athygli eru nokkrir krakkar úr Æskulýðsfylkingunni sem smellt er inn: Björk Vilhelmsdóttir, Pálm- ar Halldórsson og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem mun hafa átt lögheimili á ísafirði en heimilis- fangi hennar var breytt í ofboði fyrir 1. desember svo hún gæti boðið sig fram í Reykjavík. Samsetning list- ans þykir benda til þess að Alþýðu- bandalagið vilji tryggja gamla liðinu traustan sess í efstu framboðssætun- um. Það vekur til dæmis mikla at- hygli að Kristín Ólafsdóttir vara- formaður flokksins skuli ekki hafa boðið sig fram því nauðsynlegt er fyrir varaformann að hafa fastan, pólitískan vettvang ef hann á að geta beitt sér sem skyldi. Kristín, sem nýtur talsverðs fylgis, hefði get- að tryggt sér öruggt sæti á fram- boðslistanum og þar með tryggt sér sæti í borgarstjórn. Nú óttast margir að hún lendi í sömu myllunni og fyrrverandi varaformaður, Vilborg Harðardóttir og gufi upp í fundar- gerðum, pappírsstússi og ályktun- um kjördæmaráða og miðstjórnar. Hins vegar höfum við heyrt að það hafi verið mikill barningur kjör- nefndar að koma framboðslistanum saman og hafi flestir sagt nei takk þegar til þeirra var leitað. En nú virðist sem sagt ljóst að þeir borgar- fulltrúar sem fengu tækifærið 1978 og hlutu síðan dóm kjósenda 1982, þegar Alþýðubandalagið missti þriðjung atkvæða, eigi enn einu sinni að stíga fram og vera fulltrúar Alþýðubandalagsins gegn íhaldinu. Til hamingju Davíð, segjum við... GERIÐ GÓÐ KAUP!!!! / LITIÐ INN TAKMARKAÐAR BIRGÐIR BERGÞÓRUGÖTU 2 SÍMI21215 HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.