Helgarpósturinn - 29.05.1986, Blaðsíða 2
ÚR JÖNSBÖK
Prédikun á kjördag
„Og Davíð barði á þeim frá því í dögun og allt til
kvelds og helgaði þá banni svo að enginn þeirra
komst undan nema fjögur hundruð sveinar sem
stigu á bak úlföldum og flýðu.“
I.Sam. 30.17.
Exordium
Mér er mjög til efs að ég kjósi hann aftur.
í fjögur ár er ég búinn að gösla ragnandi í rigningu
eftir forarvilpunni á stígnum milli Hástéttar og Lág-
stéttar; i fjögur ár erum við hjónin búin að horfa út
um stofugluggann hjá okkur á ryðbrunna bárujárns-
girðingu kringum sökklana á kosningaloforði sem
gleymdist; í fjögur ár er ég búinn að híma helblár ell-
egar holdvotur uppi á háholtinu þar sem átti að setja
niður strætisvagnabiðskýli; í fjögur ár er ég búinn að
óska þess að fá sorptunnu úr plasti í staðinn fyrir
gömlu járntunnuna sem ískrar í svo að allt hverfið
vaknar, þurfi maður út á nóttunni, og konan
klemmdi sig á í hitteðfyrra; í fjögur ár höfum við
hjónin mátt rykfalla í sandkófi í sólríkri norðanátt-
inni í garðinum við húsið okkar við hliðina á bíla-
stæðinu sem átti að malbika; í fjögur ár er ég búinn
að bíða þess að nágranni okkar, sem er kommúnisti
í Torfusamtökunum, verði borinn út ellegar þá að rif-
inn verði að minnsta kosti spýtnakofinn sem ná-
granni okkar klambraði saman í óleyfi upp við girð-
inguna hjá grenilundi okkar hjóna og ég hef þrívegis
skrifað út af til bæjaryfirvalda; í fjögur ár er ég búinn
að bíða eftir að amma mín fái inni á dvalarheimili og
stendur enn allt í stað þó að gamla konan hafi andast
fyrir tveimur árum; í fjögur ár hef ég látið mig
dreyma um vatnsrennibrautina sem lofað var; í fjög-
ur ár hef ég beðið eftir heilsugæslustöðinni, sem var
opnuð í gær, og leikskólanum, sem verður opnaður
á morgun; í fjögur ár — og loksins fæ ég að kjósa.
Útleggingin
Þar stendur að mér sé mjög til efs að ég kjósi hann
aftur. Ætla ég þá, mínir elskanlegu bræður, að kjósa
yfir mig glundroða og villu? Svo þarf ekki að vera.
Flokkurinn hans er ekki einn um að lofa styrkri
stjórn. Flokkurinn þeirra lofar traustri stjórn, flokkur
hinna lofar öruggri stjórn og flokkur óráðinna borg-
ara lofar markvissri stjórn. Við hjónin höfum rætt
það fram og aftur hvort við kjósum heldur styrka,
trausta, örugga eða markvissa stjórn og sé það vott-
ur um styrka stjórn að láta stíginn milli Hástéttar og
Lágstéttar verða að forarvilpu, ef rignir, þá er ég ekki
viss um nema ég vilji allt eins fá trausta stjórn. Gæti
jafnvel hugsast að ég hugleiddi að fá örugga stjórn
og meira að segja ekki útilokað — ef ekkert bólar á
vatnsrennibrautinni — að ég kjósi markvissa stjórn
á næsta kjörtímabili.
Flokkurinn hans leggur áherslu á heill fjölskyld-
unnar. Flokkurinn þeirra leggur áherslu á hamingju
fjölskyldunnar, flokkur hinna leggur áherslu á gæfu
fjölskyldunnar og óráðnir borgarar leggja áherslu á
velferð fjölskyldunnar. Ég á ýmissa kosta völ. Hver
veit nema ég láti heill fjölskyldunnar lönd og leið og
greiði atkvæði með hamingju fjölskyldunnar svo að
ég fái sorptunnu úr plasti. Mér var meira en nóg boð-
ið, þegar konan klemmdi sig, og í marga mánuði á
eftir var hún staðráðin í að veðja á flokkinn, sem
leggur áherslu á velferð fjölskyldunnar, þó að hún
hafi dregið í land síðan og sé að hugsa um að vera
miðs vegar í pólitíkinni og styðja þá sem hafa gæfu
fjölskyldunnar á stéfnuskrá.
Mér er mjög til efs að ég kjósi hann aftur.
Flokkurinn hans vill mannlegt umhverfi, flokkur
þeirra vill manneskjulegt umhverfi, flokkur hinna
vill umhverfi mannsins og óráðnir borgarar leggja
áherslu á manninn í umhverfinu. Mér er ekki sama
hvort mitt bæjarfélag er staður þar sem maður er
maður í umhverfi mannsins í mannlegu umhverfi
manneskjulegs umhverfis innan um menn í um-
hverfi eða ekki. Ég er maður með mannlegar tilfinn-
ingar og á heimtingu á að bílastæðið verði malbikað.
eftir Jón Örn Marinósson
Hvers vegna ætti ég þá að kjósa hann aftur?
En þess er að gæta, mínir elskanlegu bræður, að
ekki dugir að einblína á það sem ekki hefur enn gef-
ist tóm til að hrinda í framkvæmd. Fyrir liggur viða-
mikil áætlun um tólf ný strætisvagnabiðskýli á ári
hverju næstu fjögur ár, gangstéttarkantar við
Neðstutröð eru forgangsverkefni næsta sumar,
vatnsrennibraut er á teikniborði bygginganefndar
íþróttamannvirkja, hugað verður að því að lagfæra
stíginn milli Hástéttar og Lágstéttar, reynt verður að
ná samkomulagi við nágranna minn, bílastæðið
verður malbikað strax og endanlegt gatnaskipulag
liggur fyrir, bárujárnsgirðingin verður rifin þegar
hún hefur þjónað hlutverki sínu og senn losnar dval-
arrými handa ömmu minni.
Mér er ekki til nokkurs efs að amma hefði kosið
hann væri hún enn á lífi. Þetta eru ekki pólitískar
kosningar. Ég á að greiða atkvæði með hliðsjón ein-
göngu af sannfæringu minni en ekki að láta þröng
flokkssjónarmið ráða gerðum mínum.
Hvern ætti ég þá að kjósa nema hann?
Enginn klippir af jafnmiklu öryggi á borða eins og
hann. Enginn múrar af jafnmiklum hagleik fyrir
hornsteina eins og hann. Énginn kveikir á öndvegis-
súlum af jafnmikilli uppljómun og hann. Enginn tek-
ur fyrstu skóflustungur af jafnmikilli snerpu og hann.
Enginn opnar heilsugæslustöðvar með jafnmikilli
ánægju og hann. Enginn tekur í notkun leikskóla
með jafnmikilli innlifun og hann. Enginn er jafnoft til
viðtals í skrifstofu borgarstjóra og hann. Enginn
þekkir veilur andstöðuflokkanna betur en hann.
Enginn lýsir styrkri fjármálastjórn borgarinnar af
meiri sannfæringu en hann. Enginn hefur lækkað út-
svarið sitt eins mikið og hann. Enginn hefur gefið
okkur jafnmikið af portúgölsku grjóti og hann. Eng-
inn ætlar að bora eftir jafnmiklu af heitu vatni og
hann. Enginn er jafn örlátur á fé til jarðakaupa og
hann. Enginn hefur flutt jafnmörg ávörp og hann og
enginn hefur keypt jafnöflug hljómflutningstæki og
hann til þess að flytja ávörpin í.
Og þrátt fyrir þessa yfirburði er hann maður
akkúrat eins og ég og þú. Hann er starfssamur og
traustur. Hann stefnir ekki á hærri metorð. Hann ætl-
ar að verða ellidauður í embætti eins og ég á skrif-
stofunni. Hann nýtur þess eins og ég að vera í vinn-
unni. Hann er mannlegur. Hann er giftur konu eins
og ég. Hann á látlaust og lítið heimili eins og ég.
Hann hugsar eins og ég. Hann greiðir atkvæði með
hliðsjón eingöngu af sannfæringu sinni. Hann lætur
ekki þröng flokkssjónarmið ráða úrslitum á kjördegi.
Ég held ég kjósi hann aftur, mínir elskanlegu bræð-
ur og systur. Honum, einum og sönnum ódauðlegum
borgarstjóra og alleina ríkum sé lof og heiður, kraftur
og styrkleiki, æra og vegsemd sögð og sungin af öll-
um tungum engla og manna nú, héðan í frá og að
eilífu. Amen.
HAUKUR í HORNI
Á ATKVÆÐA-
VEIÐUM
„Safnast þegar saman
kemur... nemaða fari
eitthvað annað!"
2 HELGARPÓSTURINN